Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 303
Plötupróf 301
-o-
Álag 0,5 MPa
Álag 0,3 MPa
Álag 0,1 MPa
Mynd 17 Hlutfallið
E2/E1 sem fall af plötu-
stœrð og álagi (vei þjöpp-
uð sjávarmöl).
Niðurstöðurnar sýna að mælingar á 30 cm plötunni eru á mun verr þjöppuðu efni en hinar
plötustærðirnar. Við samanburð á mælingum er tekið meðaltal mælinga milli 20 cm og 45 cm
plötu og það sett sem niðurstaða mælinga með 30 cm plötu. Út frá þessum forsendum sýna
niðurstöður mælinga að elastískt sig og burðargildin E1 og E2 vaxa með stækkun plötu og
hækkun á álagi. Aftur á móti vex heildarsig lítið með stækkun plötu en það vex verulega við
hækkun álags. Hlutfallið E2/E1 lækkar lítillega með stækkun plötu. 1 eftirfarandi töflu eru
sýndir margföldunarstuðlar miðað við 30 cm plötu við 0,5 MPa álag.
Plata E1 E2 E2/E1
cm 0,3 MPa 0,5 MPa 0,3 MPa 0,5 MPa 0,3 MPa 0,5 MPa
30 0,80 1,0 0,80 1,0 1,0 1,0
45 1,15 1,45 0,90 1,30 0,95 0,95
60 1,35 1,60 1,20 1,50 0,9 0,9
Taila 7 Margföldunarstuðlar miðað við 30 cm plötu (vel þjöppuð sjávarmöl).
3.2.2 Útreikningar á hröðu prófí
Venjulega er plötupróf gert í mörgum þrepum sem tekur langan tíma og er nokkuð kostn-
aðarsamt. Athugað var einnig hvaða niðurstaða fengist ef hver mæling væri gerð í einu
álagsþrepi. í eftirfarandi töflum og línuritum er gerður samanburður á hægu og hröðu prófi
þar sem hratt próf er skilgreint sem niðurstaða prófs ef mæling hefði verið gerð í einu
álagsþrepi og sig/álagsferill hefði verið sá sami og í mældu hægu prófi.
3.2.2.1 Vel þjappað bögglaberg
Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum mælinga á vel þjöppuðu bögglabergi í Reykjanesbraut.