Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 310
308 Árbók VFÍ 1993/94
Af samanburðinum sést að vel þjappað bögglaberg fylgir nokkuð vel viðmiðunarferli fyrir
vel þjappað efni úr Publ.16. Aftur á móti fylgir vel og sæmilega þjöppuð fínefnasnauð
sjávarmöl illa hliðstæðum viðmiðunarferlum úr sömu heimild. Við teljum að skýringin sé að
bögglabergið sem hefur 6,5 % fínefni er nokkuð vel þjappað frá yfirborði en sjávarmölin með
1,7 og 2,9 % fínefni er með of lítinn binding til að efstu 10 til 20 cm nái viðunandi þjöppun.
Sjávarmölin er því með vaxandi þjöppun og samþjöppunareiginleika í efsta hálfa metranum
og sig er því fyrst og fremst í efstu 20 cm sem veldur því að sig vex lítið með stækkun þver-
máls plötunnar. Plötupróf á fínefnasnauða sjávarmöl mun ofáætla sig stórrar undirstöðu og er
því ekki nothæft próf til að áætla sig hennar. Plötupróf á vel þjappað bögglaberg með nægi-
legu magni af fínefni hentar til að áætla sig stórrar undirstöðu.
Árið 1992 var svipað bögglaberg og sjávarmöl rannsökuð ítarlega fyrir byggingu
Vogabakka í Reykjavíkurhöfn, sjá heimild 6.2. Niðurstaða þessara athugana er að bæði efnin
inælast með hátt viðnámshorn 50° til 65° við lóðrétt álag á bilinu 0,5 til 1,0 MPa. Samþjöppun
við álagsbreytingu mældist heldur minni við sjávarmölina og elastískt sig er einnig minna en
við bögglabergið. Samkvæmt þessum niðurstöðum er líklegt að viðnámshorn vel þjappaðs
bögglabergs sé 50° til 60°. Einnig er líklegt að viðnámshorn vel þjappaðrar sjávarmalar sé
50° til 60 og sæmilega þjappaðrar sjávarmalar sé 45 til 55 . Út frá burðartæknilegu mati eru
því bæði efnin mjög góð. Bögglabergið binst betur á yfirborði en sjávarmölin en þessi munur
lagfærist strax og næsta lag er lagt út og það valtað.
Út frá samanburði við fyrri rannsóknir er líklegt að plötupróf henti vel við mat á þjöppun
bögglabergs ef fínefni er nægilega hátt til að efsti hluti efnisins bindist. Aftur á móti er plötu-
próf ekki góð aðferð til 'að meta þjöppun fínefnasnauðrar sjávarmalar því efnið skortir bind-
ing í efstu 10 til 20 cm sem verða ráðandi í niðurstöðum mælinganna. Slíkt próf mælir
ekki þjöppun fyllingarinnar vegna veikleika í efsta laginu en hann lagfærist þegar næsta lag er
valtað, hvort sem það er nýtt fyllingarlag eða slitlag. í ljósi þessa er ekki ráðlegt að nota
plötupróf til að meta þjöppun nema fínefni sé minnst 4%. Áður en prófað er ætti að fara
minnst tvær yfirferðir með meðalþungum valtara án titrunar. Besta aðferðin við eftirlit með
fínefnasnauðum fyllingarefnum eins og sjávarmöl er að skilgreina mörk fyrir kornadreifingu,
valtara og fjölda yfirferða sem eftirlitið fylgist síðan með að sé uppfyllt.
5 Niðurstöður
Athuguð voru tvö efni, bögglaberg r Reykjanesbraut og fínefnasnauð sjávarmöl frá Björgun
hf. Bögglabergið er hraunmulningur og var efnið athugað sem efra burðarlagsefni í
Reykjanesbraut ofan Kópavogs. Sjávarmölin var athuguð í götunni Fjörgyn í Grafarvogi og í
fyllingum á athafnasvæði Björgunnar hf. Bæði efnin eru lögð út í lögum og völtuð með titur-
valtara. Mat manna er að bögglabergið og sjávarmölin á athafnasvæði Björgunnar séu vel
þjappaðar fyllingar. Sjávarmölin í götunni Fjörgyn í Grafarvogi er metin sem sæmilega þjöppuð
fylling.
Við framkvæmdir við Vogabakka rannsakaði Reykjavíkurhöfn árið 1992 mjög ítarlega
hliðstæð fyllingarefni. Samkvæmt þeim niðurstöðum eru efnin mjög góð fyllingarefni og er
líklegt viðnámshorn vel þjappaðs efnis 50° til 60° en sæmilega þjappaðs. efnis 45° til 55° við
lóðrétt álag 0,5 til 1,0 MPa.
Burðareiginleikar fyllingarefnanna voru mældir með plötuprófum. Við prófin voru notaðar