Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 311
Plötupróf 309
hringlaga plötur 20, 30, 45 og 60 cm í þvermál. Burðargildin E1 og E2 voru mæld við heild-
arálag 0,1, 0,3 og 0,5 MPa. Allar mælingar voru gerðar þrisvar og meðaltal þeirra notað sem
niðurstaða prófs.
Bögglabergið er með 6,5% fínefni sem gefur nokkuð góðan binding í efnið. Niðurstöður
mælinga sýna að heildarsig (heildar og elastískt sig) og burðargildi (E1 og E2) vaxa með
stækkun plötu og hækkun álags. Plötupróf á vel þjappað bögglaberg með nægilegu magni af
fínefni er hægt að nota til að áætla sig stórrar undirstöðu. 1 töflu 3 er gefinn margföld-
unarstuðull fyrir breytilegt álag og plötustærð miðað við 30 cm plötu og 0,5 MPa álag.
Sæmilega þjöppuð sjávarmöl með 1,7% fínefni hefur of lítinn binding til að hægt sé að
þjappa efstu 10 til 20 cm þó allt bendi til þess að fyllingin sé sæmilega þjöppuð þegar neðar
kemur. Af þeirri ástæðu er sig (heildar og elastískt sig) óháð plötustærð en vex með vaxandi
álagi. Aftur á móti vaxa burðargildi (E1 og E2) bæði með stækkun plötu og hækkun á álagi.
Plötupróf á sæmilega þjappaða fínefnasnauða sjávarmöl mun ofáætla sig stórrar undirstöðu
og er því ekki nothæft próf til að áætla sig hennar. í töflu 5 er gefinn margföldunarstuðull
fyrir breytilegt álag og plötustærð miðað við 30 cm plötu og 0,5 MPa álag.
Vel þjöppuð sjávarmöl með 2,9% fínefni hefur of lítinn binding til að hægt sé að þjappa
efstu 10 til 20 cm þó allt bendi til þess að fyllingin sé vel þjöppuð þegar neðar kemur. Af
þeirri ástæðu er heildarsig óháð plötustærð en vex með vaxandi álagi. Aftur á móti vex
elastískt sig og burðargildi (E1 og E2) bæði með stækkun plötu og hækkun á álagi. Plötupróf
á vel þjappaða fínefnasnauða sjávarmöl mun ofáætla sig stórrar undirstöðu og er því ekki
nothæft próf til að áætla sig hennar. í töflu 7 er gefinn marföldunarstuðull fyrir breytilegt álag
og plötustærð miðað við 30 cm plötu og 0,5 MPa álag.
Venjulega er plötupróf gert í mörgum þrepum sem tekur langan tíma og er nokkuð kostn-
aðarsamt. Athugað var hvaða niðurstaða fengist ót úr mælingunni ef sami sig álagsferill
mældist þegar hver mæling væri gerð í einu álagsþrepi. Niðurstaðan er að burðargildin E1 og
E2 mælast hærri í hægu prófi en hröðu en hlutfallið er svipað með báðum aðferðum.
Samanburður við aðrar rannsóknir sýna að plötupróf hentar við mat á þjöppun fyllinga ef
efnið hefur nægilegt fínefni til að binda efsta yfirborðið. Plötupróf hentar ekki við mat á
þjöppun fínefnasnauðrar sjávarmalar því efstu 10 til 20 cm eru of lausir og skekkja heild-
arniðurstöðu mælinga. Ef kornadreifing og kornalögun er heppileg til þjöppunar þá mun
lausa yfirborðið ná fullri þjöppun þegar næsta lag er valtað hvort sem það er nýtt fyllingarlag
eða slitlag. í ljósi þessa er ekki ráðlegt að nota plötupróf til að meta þjöppun nema fínefni sé
minnst 4% og áður en prófað er ætti að fara tvær yfirferðir með meðalþungum valtara án
titrunar. Besta aðferðin við eftirlit með fínefnasnauðum fyllingarefnum eins og sjávarmöl er
að skilgreina mörk fyrir kornadreifingu, valtara og fjölda yfirferða sem eftirlitið fylgist síðan
með að sé uppfyllt.
6 Heimildir
6.1 Almenna verkfræðistofan hf. (1986). Vegagerð. Athuganir á plötuprófi. Jón Skúlason.
Unnið fyrir Vegagerð ríkisins, janúar 1986.
6.2 Almenna verkfræðistofan hf. (1992). Reykjavíkurhöfn. Athuganir á viðnámshorni
efna fyrir útreikninga á stálþili. Jón Skúlason. Unnið fyrir hafnarstjórann í Reykja-
vík. Júní 1992.