Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 317
Landbrot 315
ævisögu hans má búast við að jökuljaðarinn hafi verið 2,5 km frá ströndinni árið 1793
(Sigurður Þórarinsson 1943). Hvergi er getið í heimildum frá þessum tíma að á Breiða-
merkursandi hafi verið lón þar sem Jökulsárlón er nú. Það er því næsta víst að jökullinn hefur
grafið út lægðina þar sem Jökulsárlón er nú á framskriði sínu yfir sandinn. Það að svo djúp
lægð hefur grafist í sandinn stafar af flóknu samspili jökulsins og árinnar sem undan honum
kemur. Án árinnar getur jökullinn ekki grafið svona djúpa lægð því að það er áin sem skilar
efninu til sjávar.
Dýpi lónsins var mælt árið 1975 (sjá Boulton, Harris og Jarvis 1982). Rúmmál lónsins þá
mældist 500 milljón m3. Boulton, Harris og Jarvis (1982) töldu líklegt að jökullinn hefði
grafið út lónstæðið sent þeir mældu á í mesta lagi 130 til 175 árum og styðjast þeir þar við
upplýsingar sem Sigurður Þórarinsson (1943) tók saman uin staðsetningu jökuljaðarsins við
útfall Jökulsár fyrr á tímum. Áin þarf því að hafa borið fram til sjávar 3 til 4 milljónir m3 á ári.
Ár Heimild Suðurströnd brúarstæði (m) Suðurströnd vegur (m)
1904 Dönsk kort 1100 850
1945 Amerísk kort 700 500
1960 Loftmynd 560 280
1982 Loftmynd 420 190
1989 Kort unnið
af Hnit h/f 370 130
Fjarlægðin er lengd stystu línu á milli brúar-
stæðis /vegar og suðurstrandarinnar.
Tafla 1 Fjarðlœgð brúarstœðis við Jökulsá á
Breiðamerkursandi og vegar austan brúar frá
suðurströndinni.
Lína (1) Fjörubakki vegur Dags (m) Lína (2) Fjörubakki vegur (m) Lína (3) Fjörubakki rafmagnsstaur (m)
29/09 1978 138,5 168,3 385
07/11 1979 134 156,5 344
10/11 1980 132,6 150 320
1982 123 146 306
10/04 1990 66 74 237
07/11 1990 62 74 221
07/02 1991 56 70 215
ROF '78-'91 82,5 98,3 170
Eftir að jökullinn byrjaði að hopa og
lónið myndaðist breyttist framburður
Jökulsár til sjávar úr því að vera 3 til 4
milljónir m ’ á ári niður í það að vera lítill
sem enginn. Ástæðan fyrir þessu er sú að
straumhraði Jökulsár dettur niður eftir að áin
kemur undan jöklinum inn í lónið og allur
framburðurinn situr því eftir í lóninu.
Útlit strandarinnar um síðustu aldamót
tók mið af því að Jökulsá skilaði miklum
framburði til sjávar (mynd 1). Ströndin hafði
byggst út við ósa Jökulsár þar til straumar,
sem myndast meðfram ströndinni í hvass-
viðri, náðu að taka við framburði árinnar og
skila honum bæði til austurs og vesturs. Eftir
að framburður Jökulsár til sjávar minnkaði
var lega strandarinnar ekki lengur í jafnvægi
við straumana meðfram ströndinni. Straum-
arnir taka enn efni úr ströndinni framan við
ósinn en ekkert efni berst með ánni til sjávar.
Efni tapast því stöðugt og ströndin hopar
(mynd 1) þar til lega strandarinnar hefur náð
jafnvægi að nýju.
3 Hraði landbrotsins
Á mynd 1 er strandlínan framan við Jökulsá
sýnd fyrir árin 1904, 1945, 1960, 1982 og
1989. Mynd 1 sýnir aðeins hluta korts sem
nær allt frá Ingólfshöfða til Hafnar í Horna-
firði (Skúli Víkingsson 1991). Rof á sér stað
á 8 km langri strandlengju. Ós Jökulsár mark-
Tafla 2 Mœlingar Fjölnis Torfasonar.