Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 321
Landbrot 319
hægt að fara með vegfyllingu 250 m inn í lónið án þess að fyllingarmassar verði mikið meiri
en 1 milljón m3. Frumhönnun þessarar veglínu og gerð kostnaðaráætlunar er ekki lokið.
Ef ofangreind lausn verður valin, yrði að sjálfsögðu gerð spá um legu strandarinnar í fram-
tíðinni. Það að ströndin er að ganga fram aðeins 4 km vestan við ós Jökulsár og að litlar
breytingar eru á ströndinni 4 km austan við ós Jökulsár bendir vissulega til þess að það muni
draga úr hraðanum á landbrotinu á næstu áratugum.
Að lokum er rétt að vekja athygli á því að staðsetning nýrrar brúar er óháð staðsetningu
vegfyllingarinnar. Þannig hafa þeir möguleikar verið nefndir að í stað þess að brúa Jökulsá
þar sem vegfyllingin kemur að landi að austanverðu væri einnig mögulegt að stífla núverandi
útfall Jökulsárlóns og brúa Jökulsá vestan núverandi brúar í til þess gerðum skurði út úr
Jökulsárlóni eða austan núverandi brúar í farvegi Stemmu. Ávinningurinn væri sá að ekki
þyrfti að byggja vegfyllinguna á sama tíma og ný brú væri byggð og hægt yrði að fresta
byggingu vegfyllingarinnar um eitthvert árabil. Allir þessir möguleikar verða að sjálfsögðu
skoðaðir áður en endanleg staðsetning nýrrar brúar verður ákveðin.
6 Heimildir
Boulton, G. S., Harris, P. W. V., and Jarvis, J. 1982. Stratigraphy and structure of a coastal
sediment wedge of glacial origin inferred from sparker measurements in glacial Lake
Jökulsárlón in southeastern Iceland. Jökull, 32, 37-47.
Fjarhitun h/f. 1990. Flóðaveðrið 9. jan. 1990 og sjóvarnir á svæðum sem fyrir því urðu.
Skýrsla unnin fyrir Hafnamálastofnun ríkisins, 133 s.
Fjölnir Torfason. 1990. Bréf dagsett 4/12 1990 sem sent var til Vegagerðar ríkisins, 3 s.
Flosi Björnsson. 1993. Samtíningur um Jökulsá á Breiðamerkursandi og Jökulsárlón. Eystra-
horn, 3. tölublað, 11. árgangur, 2 s.
Helgi Björnsson. 1994. Rate of glacier erosion and subglacier topography under the southern
part of Vatnajökull Glacier, Iceland. Proceedings of The International Coastal Symposium in
Höfn, the town of Hornafjörður, Iceland, June 20-24, 1994, 317-319.
Helgi Björnsson, Finnur Pálsson og Magnús T. Guðmundsson. 1992. Breiðamerkurjökull,
niðurstöður íssjármælinga 1991. Raunvísindastofnun Háskólans, RH-92-12, 19 s.
Helgi Jóhannesson. 1992. Landbrot framan við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi.
Tæknivísir, 16. árgangur, 37-40.
Helgi Jóhannesson. 1994. Coastal erosion near the bridge across Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi in southeastern Iceland. Proceedings of The International Coastal Symposium in Höfn,
the town of Hornafjörður, Iceland, June 20-24, 1994, 317-319, 405-414.
Price, R. J. 1982. Changes in the proglacial area of Breiðamerkurjökull, southeastern Iceland:
1890- 1980. Jökull, 32, 29-35.
Sigurður Þórarinsson. 1943. Oscillations of Icelandic glaciers in the last 250 years. Geo-
grafiska Annaler, 25, 1-54.
Skúli Víkingsson. 1991. Suðurströnd íslands. Breytingar á legu strandar samkvæmt kortum
og loftmyndum. Orkustofnun, OS-91042/VOD-07 B, 7 s.