Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 323
Afangaskýrsla útflutningsnefndar 321
Rætt hefur verið um það á fundum nefndarinnar að æskilegt væri að fá sérstakan, launaðan
starfsmann til þess að aðstoða við framkvæmd hinna ýmsu tillagna og hugmynda sem
samþykktar hafa verið í samvinnu við stjórn Verkfræðingafélagsins. Er hér með farið fram á
að framkvæmdastjórn VFI taki þetta mál til athugunar.
Verður nú gerð grein fyrir helstu forgangsverkefnum og stöðu þeirra í lok júní 1994.
2 Áhrif á stefnu stjórnvalda
Hafa ber í huga að hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að skapa hagstætt efnahagslegt
umhverfi innanlands, að opna og efla sambönd við alþjóðlegar stofnanir og aðstoða við að
koma innlendri framleiðslu á framfæri erlendis með stuðningi ýmis konar og með því að nýta
fulltrúa sína erlendis. Ýmislegt er samt ennþá í viðskiptalegu umhverfi þeirra sem vilja stunda
verkefnaútflutning sem betur má fara til að efla samkeppnisstöðu Islendinga á erlendum
vettvangi. Nú er á lokastigi stefnumótun ríkisstjórnarinnar í atvinnu og nýsköpunarmálum,
þar á meðal útflutningi tækniþekkingar. í þessu skyni hafa m.a. verið unnar tvær skýrslur á
vegum iðnaðarráðuneytisins, en þær eru:
* Greinargerð starfshóps um útflutning hugbúnaðarverkefna
* Stuðningur stjórnvalda við nýsköpun í atvinnulífi.
I skýrslum þessum eru gerðar tillögur að ýmsum hagræðingum sem miða að því að hlúa
betur að fyrirtækjum í verkefnaútflutningi svo dæmi sé nefnt. Skýrslurnar voru kynntar á
sérstökum kynningarfundi iðnaðarráðherra í desember 1993. Útflutningsnefndin kom því til
leiðar að VFI átti tvo fulltrúa á þeim fundi. Skömmu síðar fékk nefndin Svein Þorgrímsson,
skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneytinu til fundar við sig en Sveinn hefur átt stóran þátt í mótun
hugmynda ráðuneytisins í þessum málaflokki.
Sveinn greindi nefndinni frá því að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í atvinnu og nýsköpun-
armálum væri á lokastigi. Væri gert ráð fyrir því að sérstök sjö manna framkæmdanefnd yrði
sett á laggirnar til að vinna að framgangi hennar til ársins 1997. Sveinn taldi að í stefnu
ríkisstjórnarinnar kæmu fram ýmis atriði sem gætu orðið útflutningi á tækniþekkingu til
framdráttar og sem vísa mætti til við eftirrekstur. Starf útflutningsnefndar VFÍ væri því
þýðingarmikið til þess að gefa nefnd þessari upplýsingar og aðhald.
í maí sl. lagði iðnaðarráðherra fram í ríkisstjórninni tillögu að yfirlýsingu um aðgerðir í
atvinnuþróun og nýsköpun í atvinnulífi 1994 til 1997. Með fjölþættum aðgerðum verði
samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja styrkt, bæði á alþjóðlegum og innlendum vettvangi,
skilvirkni stuðningsaðgerða við nýsköpun, þróun og markaðssetningu aukin, viðleitni til
nýsköpunarstarfa innan fyrirtækja studd og stuðlað að jöfnum aðgangi atvinnugreina að
stuðningsaðgerðum til eflingar nýsköpunarstarfs. í tillögum iðnaðarráðherra er m.a. að finna
atriði eins og þessi:
* Stóraukna áherslu á samstarf við erlenda aðila um atvinnustarfsemi, hvort heldur hér á
landi eða erlendis.
* Markvissan stuðning stjórnvalda við smáfyrirtæki, svo sem með fræðslu, við stofnun og
rekstur og stuðning við tækniþróun, hönnun og markaðsstarf erlendis.
Tillaga þessi er nú til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni. Framundan er verðugt verkefni fyrir