Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 324
322 ÁrbókVFÍ 1993/94
VFÍ að fylgjast með því að aðgerðir í kjölfar þessarar stefnumörkunar komi félagsmönnum
VFI til góða. Nefndin fyrirhugar því, að semja nokkrar rökstuddar tillögur og kynna þær fyrir
framkvæmdanefndinni.
2 Fjármögnun og fyrirgreiðsla sjóða
Ein af tillögum útflutningsnefndar í skýrslu sinni var að stjóm VFI gæti beitt sér fyrir aukinni
fjárhagsfyrirgreiðslu til útflytjenda með ýmsum hætti. Mælt var með því að stjórnin tæki
málið upp við iðnaðarráðherra, einkum með tilliti til hins nýja fjárfestingabanka sem
fyrirhugað er að stofnsetja með samruna Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, og tryggja að hann
nýtist verkfræðingum við útflutning á tækniþekkingu betur en áður hefur þekkst hjá opin-
berum sjóðum. Tilgangur bankans verður m.a. að veita lán og ábyrgðir til fjárfestinga,
vömþróunar og markaðssóknar.
Við bankann mun starfa vöruþróunar- og markaðssjóður með það að markmiði að örva
nýsköpun í atvinnulífinu, auka útflutning vöru og þjónustu og auðvelda fjárfestingu erlendis í
tengslum við sölu á innlendum framleiðsluvömm og þjónustu.
Til að rækja þetta hlutverk mun sjóðurinn m.a. veita lán og framlög til rannsókna, hönn-
unar, vöruþróunar og annarrar nýsköpunar, taka þátt í stofnun nýrra félaga og kaupa og selja
hlutabréf í starfandi félögum.
Bankinn mun því geta gagnast íslenskum verkfræðistofum og verktökum vel á mörgum
sviðum. Er þá einkum höfð í huga fyrirgreiðsla svo sem með víkjandi lánum og ábyrgðum
við markaðs- og kynningarstarf, tilboðsgerð og gerð hagkvæmiathugana. Oskað hefur verið
eftir því við iðnaðarráðuneytið að VFÍ fái frumvarpið um lög sjóðsins til umsagnar, en eins
og kunnugt er hefur málið ekki hlotið þann hljómgrunn sem til stóð á Alþingi og er það í
biðstöðu eins og er.
Útflutningsnefndin hefur enn fremur rætt aðra kosti svo sem þann að settur verði á stofn
sjálfstæður sjóður til þess að aðstoða íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnum erlendis með
áhættulánum eða skilyrtum lánum (1).
I viðræðum nefndarinnar við ýmsa opinbera aðila svo og fulltrúa Aflvaka Reykjavíkur,
hefur verið hvatt til þess að Verkfræðingafélagið legði sjálft eitthvað af mörkum til slíks
sjóðs t.d. gegnum Lífeyrissjóð Verkfræðingafélagsins. Þegar hugmyndir nefndarinnar eru
fullmótaðar á þessu sviði hyggst hún ræða þær við stjórn LVFÍ og kanna með hvaða hætti
LVFÍ getur lagt þessu máli lið.
3 Skattaívilnanir
Skattaívilnun ýmiskonar til handa fyrirtækjum í verkefnaútflutningi getur komið sér afar vel.
Núverandi landslög heimila þó takmarkaða eftirgjöf af því tagi, en þar er einkum tvennt sem
nefndin hefur haft í huga.
í fyrsta lagi mætti hugsa sér að ná fram lækkun á tryggingargjaldinu. Samkvæmt lögum
um tryggingargjald greiða verkfræðistofur og verktakafyrirtæki gjald samkvæmt almennum
gjaldflokki sem er 6,4% af heildarlaunagreiðslum fyrirtækisins. Lægri gjaldflokkur trygg-
ingagjalds, sem er 3,14% er tekinn af iðnfyrirtækjum samkvæmt 1., 2. eða 3. flokki í atvinnu-
vegaflokkun Hagstofunnar. Byggingariðnaður og skyld þjónusta eru ekki í þeim flokkum, en
hugsanlegt er að vilji sé fyrir því meðal stjórnvalda að greiða götu verkefnaútflutnings með
því að hliðra þarna til. Frá síðustu áramótum eru hugbúnaðarfyrirtæki einnig þar á meðal en