Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 326
324 Árbók VFÍ 1993/94
nágrannaþjóðirnar hafa í verulegum mæli lagt sína þróunarhjálp fram í formi ráðgjafar og
búnaðar. Með þessu fyrirkomulagi skapar þróunarhjálpin störf í því landi sem hjálpina veitir
og veitandinn hefur betri möguleika en ella á að tryggja að þróunarhjálpin beri tilætlaðan
árangur. Auk þess sem gera má ráð fyrir að veitandi og þiggjandi muni og geti ef vel tekst til
stofnað til langtímasamstarfs sem gæti verið beggja hagur.
Utflutningsnefnd fékk því Björn Dagbjartsson, forstjóra Þróunarsamvinnustofnunar
Islands og Þröst Olafsson stjórnarformann stofnunarinnar á fundi með nefndinni, sinn í hvoru
lagi, til að kynna sér viðhorf þeirra til framtíðarskipulags þróunarhjálpar íslendinga.
Meðal þess sem fram kom var að stofnunin hyggst í auknum mæli bjóða út verkefni í stað
þess að ráða mannskap til sín og stjórna þeim sjálfir, en það hefur háð starfsemi stofnunarinn-
ar mikið hve litlu fé er veitt til hennar. Fjárveitingar til stofnunarinnar hafa verið á bilinu 100
- 160 milljónir króna á ári á undanfömum árum. Stofnunin hefur einvörðungu haft samstarf
og samvinnu við stjórnvöld og ríkisstofnanir í viðkomandi þróunarlandi, en ekki við
einkafyrirtæki. Gert er ráð fyrir að þetta breytist á næstunni.
Verkefni ÞSSI síðustu ár hafa einkum verið á Grænhöfðaeyjum, en eru nú aðallega í
Namibíu og nú nýverið hefur verið litið til Palestínu, þar sem styrkjum hefur verið úthlutað
beint til verkefna. Þróunaraðstoð Dana til Palestínu er skilyrt við danska þátttöku í verkefn-
inu, og gefa Danir þar ágætt fordæmi um þau vinnubrögð sem tíðkast meðal þeirra við tví-
hliða þróunaraðstoð.
Þröstur telur að ÞSSI eigi að verða úthlutunar- og eftirlitsstofnun og að verkefni hennar
eigi að bjóða út, en meirihlutafylgi er enn sem komið er ekki fyrir því í stjórninni. Þessi
kerfisbreyting ef af henni verður, er mjög í takt við skoðanir útflutningsnefndar VFÍ og
styður hún þær eindregið og hyggst beita sér fyrir umræðufundum um málið, hugsanlega með
þátttöku fulltrúa frá norrænum sjóðum og stofnunum.
I maí sl. fékk útflutningsnefndin Engilbert Guðmundsson, aðstoðarforstjóra Norræna
Þróunarsjóðsins (NDF) til viðræðna við nefndina. Tilefnið með fundinum var að kynnast
viðhorfum Engilberts til þróunaraðstoðar, skipulagningar hennar og hvaða tækifæri gæfust á
því sviði til verkefnaöflunar.
Engilbert telur höfuðvanda ÞSSI vera hve peningarnir eru litlir. Hann nefndi sem dæmi að
á Norðurlöndum væri gjarnan jöfn skipting í ráðstöfun styrkja til fjölþjóðaverkefna annars
vegar og tvíhliða verkefna hins vegar. Ýmist væri þessi aðstoð bundin þ.e. eymamerkt af
hálfu gefanda, eða óbundin og er mismunandi hve Norðurlöndin ganga langt í þeim efnum.
A Islandi fer mest í fjölþjóðaverkefni og þar af leiðandi fær ÞSSÍ afar lítið fé til ráðstöfun-
ar. Almennt er litið svo á meðal Norðurlandaþjóða að í lagi sé að binda fjárframlög í tví-
þjóðaverkefnum í styrkjum sem eru umfram meðalframlög annarra þjóða. Annað framlag sé
óbundið.
Framlög Norðurlanda eru um 1% af þjóðarframleiðslu, OECD um 0,3% að meðaltali og
fslendinga um 0,13 - 0,15%.
Engilbert telur að markmiðið eigi að vera að tvöfalda eða jafnvel þrefalda þróunaraðstoð
íslendinga í framtíðinni. Þá fyrst verði unnt að tala um aukna möguleika til verkefnaútflutn-
ings. Engilbert sagði jafnframt að þróunarsjóðirnir á Norðurlöndum hefðu verið uppeldis-
stöðvar fyrir tækniútflutning í löndunum og skapað fyrirtækjum nauðsynlega „referensa“.
Algengt er að fyrirtæki á Norðurlöndum geti státað af 50 góðum reynsluverkefnum. Einnig