Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 327
Áfangaskýrsla útflutningsnefndar 325
nefndi hann að við alþjóðlegar framkvæmdir sé ekki tekið mark á verkfræðistofum með
innan við 200 starfsmenn.
Viðræður við Engilbert reyndust afar fróðlegar og mun nefndin nýta sér þann fróðleik og
góðar ábendingar Engilberts í starfi sínu.
6 Samstarf við Útflutningsráð íslands
Útflutningsnefnd hefur hafið samstarf við Útflutningsráð íslands. í umræðunni við Útflutn-
ingsráðið hafa einkum tvö verkefni komið til álita og hefur undirbúningur hafist á báðum
þeirra:
* Útflutningsráð vinnur um þessar mundir að gerð skýrslu, sem inniheldur m.a. lista yfir
alla íslendinga sem nú starfa erlendis hjá alþjóðlegum stofnunum á eigin vegum eða á
vegum íslenska ríkisins. Listi þessi gæti gagnast aðilum í útflutningi sem vilja nýta þessi
sambönd í ákveðnum tilgangi.
* Samstarfsverkefni VFÍ og Útflutningsráðs um að efna til 10 mánaða námskeiðs undir
nafninu „Útflutningsaukning og hagvöxtur", sem felur í sér markvissa miðlun þekkingar
sérfræðinga í markaðsfræðum til hóps verkfræðinga og tæknifræðinga um alþjóðlega
markaðssetningu og útflutnings á sviði tækniþjónustu, hugbúnaðar, tækjabúnaðar og
verktöku.
Útflutningsverkefni þetta verður byggt á reynslu Útflutningsráðs og svipuðum verkefnum
fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki með reglulegum vinnufundunt með útflutningshópn-
um. Nú þegar hafa fjórir hópar notið þessa námskeiðs á Islandi með góðum árangri.
Námskeiðið er samið að írskri fyrirmynd sem nefnist „Export development programme".
Það er samið fyrir smá og meðalstór fyrirtæki með einfalt stjórnunarkerfi og reiknað er með
að framkvæmdastjórar eða markaðsstjórar sitji námskeiðið sjálftr. Islenskir og erlendir ráðu-
nautar munu aðstoða þátttakendur við skilgreiningu og framkvæmd þeirra eigin útflutn-
ingsverkefna meðan á verkefninu stendur.
Stefnt er að því að bjóða 10-15 verkfræðingum og tæknifræðingum þátttöku í þessu fyrsta
útflutningsverkefni VFI og Útflutningsráðs Islands. Leitað verður eftir stuðningi opinberra
aðila, sjóða og fyrirtækja við framkvæmd verkefnisins.
Kynningarfundur um námskeið þetta var haldið í Verkfræðingahúsi 30. maí 1994. Þar lýsti
Haukur Bjömsson verkefnisstjóri Útflutningsráðs tilhögun verkefnisins og því helsta sem á
námskeiðinu verður kennt og gerði grein fyrir þátttökuskilyrðum, kostnaði og fjármögnun
hans. Árni Zophoníasson, framkvæmdastjóri Miðlunar, sagði frá reynslu sinni og árangri af
þátttöku í verkefninu.
Formaður Verkfræðingafélagsins, Jóhann Már Maríusson og formaður Útflutningsráðs,
Páll Sigurjónsson tóku þátt í fundi þessum og hvöttu félagsmenn til þátttöku í námskeiðinu.
Kynningarfundinn sóttu um 23 félagsmenn og skráðu sig um 12 félagsmenn, óformlega, á
þátttökulista, en það má telja nægilegan áhuga til þess að námskeiðið verði haldið næsta
vetur, svo framarlega sem fjárhagslegur stuðningur fæst (fylgiskjal 5).
7 Evrópskur útboðsmarkaður
Útflutningsnefndin ræddi oft á fundum sínum nauðsyn þess að kynna fyrir félagsmönnum
VFI og TFI möguleika þá sem felast í þekkingu á notkun útboðsgagnagrunns Evrópubanda-