Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 329
Áfangaskýrsla útflutningsnefndar 327
Jafnframt þessu var samþykkt að leggja það til við stjórn VFÍ að haldin verði ráðstefna r
október nk. um ígildisviðskipti. Greinargerð útflutningsnefndar og kandidatsritgerð Guð-
mundar Pálmasonar myndu þar gegna lykillrlutverki.
9 Útflutningur á byggingarsviði
Formaður Útflutningsnefndar, Andrés Svanbjörnsson átti þess kost að starfa í nefnd að beiðni
iðnaðarráðuneytisins til þess að undirbúa tillögur til ráðuneytisins sem miðuðu að því að efla
útflutning á sviði byggingariðnaðar og skyldrar þjónustu.
Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins 11. mars sl. en þær eru í stórum dráttum þess-
ar (8):
Myndaður verði hópur 5-7 manna með sérþekkingu á hinum ýmsu sviðum byggingar-
iðnaðar og útflutnings, er verði tilnefndir af iðnaðar- og viðskiptaráðherra í samráði við
samtök iðnaðarins, Húsnæðisstofnun ríkisins, Útflutningsráð íslands, Arkitektafélag fslands,
Félag ráðgjafararkitekta, Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands.
Meginmarkmið með starfí verkefnishópsins sé að móta framtíðarstefnu í íslenskum útflutn-
ingi á byggingarsviði. Síðan eru verkefni hópsins tíunduð, og ber þess helst að geta að gerð
verði úttekt á íslenskum byggingariðnaði og byggingarþekkingu með tilliti til útflutnings á
þeim sviðum sem best eru til þess fallin og bent verði á leiðir til að auka útflutning á bygg-
ingarsviði í víðum skilningi. Ennfremur að gera tillögur um með hvaða hætti bæta megi
samkeppnisstöðu íslenskra útflutningsaðila á byggingarsviði, þ.á.m. um nauðsynlegar lag-
færingar í viðskiptaumhverfi starfseminnar.
Ennfremur er í tillögum undirbúningsnefndarinnar fjallað um kostnaðaráætlun, fjármögn-
un og tímasetningu, en gert er ráð fyrir að verkefninu megi ljúka á þremur mánuðum.
Erindi þessu hefur verið vel tekið af iðnaðarráðuneytinu eftir því sem best er vitað, en
verkefnishópurinn hefur ekki verið skipaður enn sem komið er, hvað sem því veldur.
10 Lokaorð
Ýmis önnur mál hafa verið á dagskrá Útflutningsnefndar sl. sex mánuði sem of langt mál
væri að telja hér.
Nefndin hefur alls haldið 36 fundi frá því hún var skipuð fyrir rúmu ári síðan. Nefndin
hefur á þessum tíma tekist á við margvísleg verkefni. Mikið starf hefur verið unnið milli
funda, en betur má ef duga skal og eru mörg verkefni framundan.
Rætt hefur verið um það í nefndinni að æskilegt væri að fá sérstakan, launaðan starfsmann
til að aðstoða við framkvæmd hinna ýmsu tillagna og hugmynda sem fram koma í nefndinni
og er þessu erindi hér með skotið til stjórnar VFÍ til skoðunar. Útflutningsnefndin mun taka
sér frí frá störfum í júlí og ágúst, en hittast aftur að loknum sumarleyfum um miðjan septem-
ber.
Útflutningsnefndin vill að lokum koma þökkum á framfæri til starfsfólks Verkfræðinga-
félagsins fyrir aðstoð við fundarhöld.
11 Heimildir
1 Opinber aðstoð við verkefnaútflutning, frumtillögur: Páll Gíslason og Svavar Jónatansson.
2 Nýsköpun í skattamálum: Jón Hjaltalín Magnússon.