Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 335
Stofnun Stéttarfélags verkfræðinga 333
hagsástandi og fjölgun launamanna innan verkfræðingastéttarinnar, sem kjaramál komu að
ráði til umræðu innan Verkfræðingafélagsins. Á árinu 1932 var skipuð launakjaranefnd af
félaginu, sem meta skyldi atvinnuástand og launakjör félagsmanna, en niðurstöður hennar
hlutu lítinn hljómgrunn út á við. Árið 1937 var önnur launakjaranefnd skipuð og tókst
Verkfræðingafélaginu þá árið 1940 að knýja fram nokkrar launahækkanir frá ríkisvaldinu, en
á þessum tíma vann meiri hluti verkfræðimenntaðra manna hjá hinu opinbera.
Ný lög um laun starfsmanna ríkisins voru sett á Alþingi árið 1945. Komu þau í stað eldri
launalaga sem gilt höfðu allt frá árinu 1919 og kveðið höfðu á um laun langflestra fastra
starfsmanna er þá þáðu laun úr ríkissjóði. Ástæður þess að ný lög voru sett í stríðslokin munu
aðallega hafa verið af tvennum toga. Fyrir það fyrsta hafði nýjum ríkisstofnunum verið
komið á fót sem fyrri launalög náðu ekki yfir, og olli það ósamræmi í launagreiðslum. í öðru
lagi hafði verðbólga stríðsáranna gert endurbætur á launakerfi hins opinbera nauðsynlegar. Á
árinu 1943, þegar sérstök milliþinganefnd vann að samningu frumvarpsins til umræddra
launalaga, hafði formaður hennar farið þess á leit við stjórn Verkfræðingafélags íslands, að
það gerði tillögu um hvaða laun verkfræðingar í ríkisþjónustu skyldu taka fyrir vinnu sína.
Félagsfundur samþykkti í framhaldi af þessari beiðni tillögu, sem fól í sér að grunnlaun verk-
fræðinga hjá ríkinu yrðu á bilinu 9000-14400 krónur á ári, eftir starfsaldri. Niðurstaða launa-
laganna 1945 varð á endanum allmiklu síðri fyrir verkfræðingastéttina. Samkvæmt þeim
fengu almennir verkfræðingar á bilinu 7200-9600 krónur í grunnlaun á ári, en ofan á þá
upphæð skyldi koma verðlagsuppbót eins og hjá öðrum stéttum, samkvæmt útreikningi kaup-
lagsnefndar.
í kjölfar hins almenna góðæris og þenslu heimsstyrjaldaráranna fylgdi síðan verulegur
samdráttur í þjóðarbúskapnum á árunum 1947-1952. Hagvöxtur á mann varð neikvæður um
2,9% á ári og „ofstjórn í efnahagsmálum“ allsráðandi.
Það var við þessar aðstæður, sem Verkfræðingafélag Islands fór á nýjan leik að huga að
kjaramálum félagsmanna sinna af alvöru. Á aðalfundi Verkfræðingafélagsins hinn 27.
febrúar 1952 var tillaga um skipan nýrrar launanefndar samþykkt samhljóða. Nefndin skyldi
afla upplýsinga um launakjör verkfræðinga á íslandi og gera tillögur um samræmingu þeirra
og hækkun, ef þörf krefði. 1 launanefndina, eða Launakjaranefndina eins og hún síðar var
kölluð, völdust á fundinum þrír menn, þeir Ólafur Pálsson verkfræðingur hjá Vegagerðinni,
Finnbogi Rútur Þorvaldsson prófessor í verkfræði við Háskóla Islands og Bárður Daníelsson
verkfræðingur hjá Raforkumálastjóra. Launakjaranefndin skilaði skýrslu til stjórnar Verk-
fræðingafélagsins og komst að eftirfarandi niðurstöðu:
Við samanburð á launakjörum starfsmanna ríkisins telur nefndin verkfræðinga í
þjónustu ríkisins og sumra einkafyrirtœkja yfirleitt njóta lakari kjara en aðra sambœri-
lega starfsmenn og gerir í eftufarandi greinargerð tillögur um, að laun þessara verk-
frœðinga verði hœkkuð eins og hún telur sanngjarnt.
Tillögur nefndarinnar fólu auk þessa í sér, að ákveðnum mönnum innan stjórnar Verk-
fræðingafélags íslands yrði falið að hafa umsjón með launamálum félagsmanna, verkfræð-
ingum ætti að greiða sérstaklega fyrir unna eftirvinnu (en á því var víða misbrestur) og
sumarleyfi skyldu lengjast í 3-4 vikur með hækkandi starfsaldri. í skýrslu nefndarinnar kom
einnig fram að laun verkfræðinga hjá Reykjavíkurbæ voru einum launaflokki hærri en hjá
ríkinu og fólust hækkunartillögur hennar til handa ríkisverkfræðingum eingöngu í því, að
samræma kjör þessara tveggja hópa í opinberri þjónustu.