Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 336
334 Árbók VFÍ 1993/94
Á fjölmennum félagsfundi í Verkfræðingafélagi íslands í nóvember þetta sama ár skýrði
Olafur Pálsson, sem gegnt hafði formennsku í Launakjaranefndinni, frá efni skýrslunnar. Þá
tilkynnti Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík og formaður Verkfræðinga-
félagsins, að stjórn þess hefði átt fund með forstjórum sumra ríkisfyrirtækjanna og hefðu þeir
í meginatriðum samþykkt tillögugerð nefndarinnar, en viljað vísa málinu til ríkisstjórnar-
innar. Sagðist Steingrímur hafa rætt málið við alla ráðherra hennar. Hefði fjármálaráðherrann
reynst vera jákvæður, en jafnframt óskað þess að málið yrði borið undir Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja. í samræðum Steingríms við Ólaf Björnsson, formann BSRB., hefði
Ólafur stungið upp á því, að Verkfræðingafélagið yrði aðili að þeim samtökum. Gerði Stein-
grímur það að tillögu sinni á félagsfundinum og var samþykkt, að Verkfræðingafélagi íslands
væri heimil innganga í Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Einnig kvaðst formaður
Verkfræðingafélagsins sammála því, að félagið hefði launaðan starfsmann á sínum snærum,
sem sæi um að semja um kaup og kjör við atvinnurekendur og sinnti jafnframt öðrum
verkefnum fyrir það.
Viðræður fulltrúa Verkfræðingafélagsins við formann fjárhagsnefndar Alþingis leiddu
aftur á móti í ljós að þýðingarlaust væri fyrir verkfræðinga að reyna að fá fram úrbætur sinna
mála á þingi. Snemma árs 1953 var forsætisráðherra því sent formlegt bréf um launamálin og
þannig reynt að knýja á um ofangreindar tillögur Launakjaranefndarinnar. Jafnframt hafði
stjórn Verkfræðingafélagsins sent út skoðanakönnun til þeirra félagsmanna sinna, sem störf-
uðu hjá hinu opinbera varðandi hugsanlega aðild að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Reyndist helmingur þeirra er svöruðu fylgjandi aðild, en hinn helmingurinn ýmist óákveðinn
eða andvígur aðild. Töldu þeir, sem á móti voru ólíklegt að verkfræðimenntuðum mönnum
tækist að bæta kjör sín innan BSRB.
Um miðjan febrúar 1953 fékk Verkfræðingafélag íslands að auki í hendurnar álit launa-
kjaranefndar Félags íslenskra efnafræðinga, en sú nefnd var skipuð Hinriki Guðmundssyni
bruggunarverkfræðingi, Haraldi Ásgeirssyni verkfræðingi hjá Atvinnudeild Háskóla fslands
og Gunnari Ólasyni, sem einnig starfaði hjá Atvinnudeild Háskólans. Nefndin hafði reiknað
út svokallaða „launaþörf'‘ verkfræðinga og komist að þeirri niðurstöðu að til þess að íslenskir
verkfræðingar hefðu sömu heildarupphæð til persónulegrar ráðstöfunar fram til 45 ára aldurs
og hinir lægstlaunuðustu verkamenn (að teknu tilliti til greiðslu námskostnaðar verkfræð-
inganna), þá þyrftu verkfræðingarnir að hafa að minnsta kosti þreföld laun á við verkamenn-
ina, er þeir kæmu heim frá námi. Miðað var við 45 ára aldur í greinargerðinni, því eðlilegt
var talið að hærri tekjur verkfræðinga eftir þann tíma væru umbun fyrir meiri menntun. Þar
sem launalögin frá 1945 voru miklu lakari fyrir verkfræðinga en þessi útreiknaða launaþörf
þeirra, taldi fyrrgreind nefnd nauðsynlegt að taka ákvæði laganna til endurskoðunar. Þá lagði
hún áherslu á að upplýsinga um kjör norrænna verkfræðinga yrði aflað til samanburðar.
Seint í marsmánuði ákvað svo stjórn Verkfræðingafélagsins að skipa Hinrik Guðmunds-
son, Stefán Ólafsson verkfræðing hjá Reykjavíkurbæ og Sigurð Þorkelsson verkfræðing hjá
Landssímanum í sérstaka kjaranefnd, sem vera ætti stjórn félagsins til aðstoðar. Kom hvort
tveggja til, yfirvofandi heildarendurskoðun á lögunum um laun starfsmanna ríkisins og hin
mikla óánægja verkfræðinga með kjör sín. Kjaranefndin skyldi m.a. móta launakröfur fyrir
hönd félagsins, bera laun verkfræðinga saman við laun verkamanna og iðnaðarmanna á
Islandi og gera samanburð á launum verkfræðinga og verkamanna á Norðurlöndum.