Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 338
336 Árbók VFÍ 1993/94
launaflokk, í samræmi við kröfur Launakjaranefndarinnar 1952. En með hinum nýju kröfum
kjaranefndarinnar að leiðarljósi, álitu fulltrúar verkfræðinga slíkt á hinn bóginn alls ófull-
nægjandi. Ríkisstjómin var ekki tilbúin til að koma meira til móts við verkfræðinga, en minnti á
að heildarendurskoðun launalaganna væri í undirbúningi. Viðræður við borgarstjórann í
Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, skiluðu heldur engum árangri. Raddir um að verkfræðingar
segðu stöðum sínum lausum frá og með 1. maí 1954 til að knýja fram launahækkanir urðu nú
háværar, en vafi lék hins vegar á um lögmæti slíkra aðgerða vegna óvissu um réttarstöðu
Verkfræðingafélags Islands.
Lögfræðileg álitsgerð Theodórs Líndal, hæstaréttarlögmanns og síðar prófessors við laga-
deild háskólans, sem kynnt var á félagsfundi í Verkfræðingafélaginu hinn 12. febrúar 1954,
leiddi í ljós að Verkfræðingafélag Islands væri „í eðli sínu ekki stéttarfélag“ og gæti því ekki
komið fram fyrir hönd félagsmanna sinna í kjaradeilum. Þess í stað benti Theodór í áliti sínu
á þann möguleika að stofnuð yrði sérstök launþegahreyfing innan Verkfræðingafélags
Islands. Stofnun slíks stéttarfélags hafði þegar verið undirbúin fyrir félagsfundinn og væntan-
leg lög þess samin með aðstoð Theodórs. Eftir að lagadrögin höfðu verið lesin upp á fund-
inum urðu umræður um málið. Kom þar fram eindreginn vilji til að stofna stéttarfélagið.
Hófst stofnfundur hins nýja félags um leið og fundi Verkfræðingafélags Islands lauk.
3 Stofnun Stéttarfélags verkfræöinga
Alls var 61 verkfræðingur mættur á stofnfund Stéttarfélags verkfræðinga, í febrúarmánuði
árið 1954. Verkfræðingarnir voru ýmist launþegar hjá hinu opinbera, Reykjavíkurbæ eða
einkafyrirtækjum. Stofnfundurinn var hefðbundinn og lög samþykkt samhljóða en þau voru
samin af Theodór Líndal lögfræðingi. Stéttarfélagið átti að taka yfir kjarabaráttu VFÍ og í
lögum þess sagði meðal annars:
Tilgangur þess [Stéttarfélagsins] er að vinna að bœttuin kjörum félagsmanna á hvern
þann hátt sem landslög leyfa. I þessu skyni villfélagið láta til sín taka launamál félags-
manna og önnur kjör, tryggingarmál þeirra, eftirlaun, styrktarsjóði o.fl.
Félagsmenn gátu þeir orðið sem voru fullgildir félagar í Verkfræðingafélagi íslands.
Einnig gátu menn orðið aukafélagar án þess að vera félagar í Verkfræðingafélaginu en þá
nutu þeir ekki kjörgengis eða kosningaréttar. Eftir samþykkt laganna var gengið til stjórnar-
kjörs og var Hallgrímur Björnsson efnaverkfræðingur einróma kjörinn fyrsti formaður
Stéttarfélags verkfræðinga. Auk hans voru kjörnir til stjórnarsetu þeir Bragi Ólafsson, sem
varð varaformaður, Hinrik Guðmundsson ritari, Gunnar Ólason gjaldkeri og Sveinn Einars-
son meðstjórnandi. Að því búnu var fundi frestað svo stjórnin gæti gengið lögformlega frá
stofnuninni, ásamt öðrum atriðum, svo sem skráningu félaga og framleiðslu félagsskírteina.
Þann 25. febrúar var þráðurinn tekinn upp að nýju á framhaldsaðalfundi. Þá voru félags-
skírteini afbent og nýjum félögum veitt innganga. Á fundinum voru lagðar fram fyrstu
tillögur stjórnar í kjaramálum og þær bornar undir atkvæði félagsmanna. Tillögurnar voru í
meginatriðum á þá leið, að engum aðalfélaga var heimilt að sækja um eða setjast í stöðu án
leyfis stjórnar félagsins og engum aðalfélaga skyldi heimilt að ráða sig til starfa á lægri
launum en þeim, sem stjórn félagsins hafði samþykkt.
Að fengnu samþykki félagsmanna tók Stéttarfélag verkfræðinga þannig formlega yfir
kjarabaráttu verkfræðinga. Næstu skref voru að sjálfsögðu þau að krefjast hærri launa og