Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 339
Stofnun Stéttarfélags verkfræðinga 337
samræma kjör verkfræðinga sem störfuðu víðsvegar í þjóðfélaginu. Vafasamt verður að telj-
ast, að nýkjörin stjórn hafi vitað hversu mikið starf beið hennar. Stjórn og starfsnefndir
Stéttarfélagsins þurftu að gera nákvæman launasamanburð milli verkfræðinga á Norðurlönd-
um og einnig að gera samanburð á launum fólks eftir stéttum. Þá þurftu samninganefndir og
stjórn að hafa yfirstjórn með fyrstu kjarasamningunum sem verkfræðingar gerðu sem ein
heild við ríki, sveitarfélög og einstök fyrirtæki. Áður höfðu verkfræðingar samið hver fyrir
sig; nú átti samstaða þeirra að bæta kjörin.
Mikil vinna fór í að afla gagna, sem nauðsynleg þóttu til að öðlast yfirsýn yfir kjör verk-
fræðinga og samanburð við aðrar stéttir og verkfræðinga í öðrum löndum. Sérstök nefnd,
endurskoðunarnefnd gjaldskrár, var stofnuð til þess verks en formaður hennar var Jón Á.
Bjarnason rafmagnsverkfræðingur. Þann 26. mars lágu fyrir drög að kjarasamningi og þá var
ekkert að vanbúnaði að hefjast handa við samningaumleitanir. Jafnframt þurfti að afla heirn-
ildar til verkfalls, en það var erfiðleikum bundið því eins og áður sagði höfðu menn samið
hver fyrir sig, og áttu erfitt með að stöðva vinnu eða segja upp störfum fyrirvaralaust. Því var
ákveðið að fara varlega í sakirnar uns skýrt væri hvaða stöðu hið nýstofnaða Stéttarfélag
hefði gagnvart lögum. Ákveðið var að snúa sér fyrst til ríkis og reyna að ná samningum á
þeim vígstöðvum. Áhugi ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðum var hins vegar takmarkaður.
Einstaka verkfræðingar fengu þó leyfi til að ráða sig hjá einkaaðilum. Til dæmis barst stjórn
SV bréf frá ungum verkfræðingi, þar sem hann spurðist fyrir urn hvort hann mætti ráða sig til
starfa hjá hernum í Keflavík á launum sem voru í samræmi við launakröfur Stéttarfélagsins.
Ákveðið var að leyfa það, enda styrktist staða Stéttarfélagsins í væntanlegum samninga-
viðræðum við það. Þessi ungi verkfræðingur átti síðar eftir að koma heldur betur við sögu í
íslensku þjóðlífí, en hér var um að ræða Steingrím Hermannsson seðlabankastjóra og fyrr-
verandi forsætisráðherra, sem þá var nýkominn heim úr námi í Bandaríkjunum.
4 Fyrsta kjaradeilan
Hinn 26. apríl 1954 var loks ákveðið að boða til formlegrar vinnudeilu við ríkisvaldið og
verkfræðingar sögðu upp störfum sínum hjá hinu opinbera. Um tíma leit út fyrir að
ríkisstjórnin hyggðist ganga að kröfum verkfræðinga og var aðgerðum frestað af þeim
sökum. Formaður SV átti þá fund með dr. Kristni Guðmundssyni utanríkisráðherra og Geir
Zoéga, vegamálastjóra um launamálin og var frásögn af þeim fundi birt í fundagerðarbók
stjórnar Stéttarfélagsins.
Formaður kvað ráðherra hafa veríð heldur þungan fyrir og hafa bersýnilega ekki kynnt
sér mál verkfrœðinga að neinu gagni. Vegamálastóri lagði gott til málanna verk-
frœðingum til stuðnings. Var ráðherra gert greinilega Ijóst, að ekki vœri von á neinu
samkomulagi meðan ekki vœri talað við verkfrœðinga um launamálin. Formaður skýrði
síðan frá því, að sér hefðu borizt óformlegar tillögur frá ráðherra, er hefði rœtt mál
verkfrœðinga við skrifstofustjórana, Sigtrygg Klemensson og Gunnlaug E. Briem.
Kvaðst ráðherra vilja beita sérfyrir tillögunum.
Tillögurnar voru á þá leið, að annað hvort skyldi greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu eftir
tímataxta VFÍ eða að grunnlaunin rnyndi hækka um tæplega 15 prósent. Kristinn virðist þó,
eftir allt saman, ekki hafa haft stuðning annarra ráðherra, svo ekkert varð af samningum á
þessum grundvelli.
Samninga var samt sem áður leitað. Frá 1. til 9. júní fóru fram viðræður við fulltrúa