Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 340
338 Arbók VFI 1993/94
ríkisststjórnarinnar en allt kom fyrir ekki. Nokkru síðar hóf þáverandi vitamálastjóri, Emil
Jónsson, sáttatilraunir. í síðari hluta júnímánaðar, lá fyrir miðlunartillaga sem Stéttarfélagið
og fulltrúar ríkisvaldsins í samninganefnd gátu fallist á, en þegar kom til kasta sjálfrar
ríkisstjórnarinnar strandaði málið. Ríkisstjórnin hafði engan hug á að semja við eitt einstakt
stéttarfélag, því fyrir lá að ný launalög yrðu sett þar sem laun allra starfsmanna ríkisins yrðu
endurskoðuð. Þetta var hins vegar óásættanlegt fyrir hið nýstofnaða félag enda höfðu verk-
fræðingar sem og aðrar háskólamenntaðar stéttir misjafna reynslu af setningu launalaga.
Verkfræðingar sem störfuðu hjá ríki, sögðu nú upp störfum en misjafnt var hvenær upp-
sagnirnar tóku gildi. Ríkisstjórnin vildi ekki fyrir neinn mun missa verkfræðingana úr þjón-
ustu sinni og lagði því ríka áherslu á að þeir ynnu áfram meðan samningaviðræður stæðu yfir.
Var orðið við því að svo stöddu.
Kjarabarátta verkfræðinga hafði vakið mikla athygli og fjölmiðlar fylgdust af athygli með
tilraunum verkfræðinga til launahækkunnar. Verkfræðingar voru fyrsta stétt háskólamennt-
aðra manna sem gerði atlögu að launalögunum og rökstuddi kröfur sínar með því að vísa til
þess, að vegna náms síns þyrftu þeir miklu hærri laun en verkafólk. Þetta olli líka all miklum
hræringum innan verkalýðshreyfingarinnar enda var þá sem nú mikil andstaða meðal verka-
manna gegn því, að menntun ætti að skila mönnum mun hærri tekjum. Þá var heldur ekki
laust við að sumir ráðamenn æstu forystumenn verkalýðsfélaga upp á móti háskólamennt-
uðum stéttum.
Vegna lítils árangurs í samningaviðræðunum ákvað stjórn SV að reyna þolrifin í ríkis-
stjórninni og bíða um sinn og sjá hvort stjórnvöld færu ekki að ókyrrast þegar sýnt væri að
verkfræðingar hjá ríkinu ætluðu ekki að hopa í kröfum sínum. Sá tími hefur eflaust reynst
mörgum verkfræðingnum erfiður, þar sem þeir þurftu að draga fram lífið án launa.
Stjórn Stéttarfélagsins sætti raunar mikilli gagnrýni vegna þessa. Margir töldu rétt að boða
til allsherjarverkfalls enda væri árangur af þessum uppsögnum takmarkaður. Á félagsfundi
sem var haldinn I5. júní þótti formanni félagsins vissara að biðja menn um að gæta hófs í
orðum þó þeim þætti lítill árangur sjáanlegur. Stjórn Stéttarfélagsins vildi ekki hafa neitt
frumkvæði að samningum a.m.k um sinn, og athuga hvort ríkisstjórnin færi ekki að linast,
þegar byggingaframkvæmdir sumarsins færu að hefjast.
Á sumrin hefur ætíð verið mest um verklegar framkvæmdir á íslandi vegna veðurfars, en
án verkfræðinga var erfítt fyrir ríkið að ráðast í stór verkefni, sem þó voru nauðsynleg. Enn
voru þó allmargir verkfræðingar við störf hjá ríkinu svo framkvæmdirnar stöðvuðust ekki að
fullu.
Ríkisstjórnin var í raun í miklum vanda. Til stóð að endurskoða öll launalög opinberra
starfsmanna og margar stéttir kröfðust hærri launa. Forsvarsmenn SV áttu marga fundi með
ráðherrum um þessi mál á árinu 1954 en mikið bar á milli og einsýnt að samningar næðust
ekki. Deilurnar snerust fyrst og fremst um hvort verkfræðingar í þjónustu ríkisins ættu rétt á
sömu launum og starfsbræður þeirra sem voru í þjónustu Reykjavíkurbæjar og einkaaðila.
Slíka launajöfnun stéttarinnar gat ríkisstjórnin ekki sætt sig við á þessum tíma.
En þolinmæði flestra félagsmanna SV var þrotin. Ekkert hafði þokast til samkomulags og
litlar líkur á að það næðist yfirleitt. Stjórn Stéttarfélagsins sætti æ meiri gagnrýni. Á félags-
fundi, sem haldinn var 16. júlí, sagðist einn fundarmanna hafa verið svo bjartsýnn þegar hann
sagði upp störfum hjá ríkinu að hann hefði ekki einu sinni haft fyrir því að taka niður