Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 341
Stofnun Stéttarfélags verkfræðinga 339
nafnspjaldið af hurðinni hjá sér - nú væri hann aftur á móti orðinn svartsýnn. Á fundinum
varð einnig vart reiði í garð þeirra manna, sem ekki höfðu sagt upp störfum. Margir fundar-
manna, þeirra á meðal Stefán Ólafsson, töldu að SV væri nú engu nær settu marki en í
upphafi. Stefán setti því fram tillögu þess efnis, að stjórn Stéttarfélagsins lýsti yfir vinnu-
stöðvun meðal allra verkfræðinga sem ynnu hjá ríki og Reykjavíkurbæ frá og með 4. ágúst.
Miklar umræður urðu um tillöguna. Stjórnarmenn töldu að allsherjarverkfall væri það eina
sem að gagni myndi koma, en það þyrfti að vera vel undirbúið og einhugur ríkja rneðal
félagsmanna, svo það næði árangri. Þess vegna þótti stjórnarmönnum nærtækara að leita
samninga við einkaaðila fyrst í stað og fresta því að semja við ríkisvaldið. Engin niðurstaða
fékkst í málinu að sinni og fundi því frestað til 20. júlí. Umræðan um tillöguna var þá tekin
upp að nýju, þó með þeim breytingum, að einungis var óskað eftir því við stjórn að hún lýsti
yfir allsherjar vinnustöðvun ef samningar hefðu ekki tekist fyrir 9. ágúst. Svo orðuð var til-
lagan að lokum samþykkt eftir nokkrar deilur. Atkvæði féllu þannig að 28 sögðu já, 13 sögðu
nei og 4 skiluðu auðu. Vegna andstöðu félagsmanna ásamt því að samningar við ríki virtust
vonlausir var ákveðið snúa sér þess í stað til bæjarstjómar Reykjavíkur og leita samninga á
þeim vettvangi. Viðræður við bæjarstjóra og fulltrúa hans gengu greiðlega. Samningaumleitanir
hófust 20. ágúst og samningar voru undirritaðir aðeins fjórum dögum síðar. Reykjavíkurbær
gekk svo til algjörlega að kröfurn verkfræðinga, og það án þess að nokkrar aðgerðir væru
hafðar í frammi. Samningar á sömu nótum voru síðan undirritaðir við Vinnuveitendasam-
bandið og Félag íslenskra iðnrekenda skömmu síðar. Samningarnir við Reykjavíkurbæ voru á
þá lund, að verkfræðingar skyldu fá 4265 krónur í byrjunarlaun á mánuði og átti sú upphæð
að hækka eftir starfsaldri upp í tæplega 4600 krónur að hámarki. Yfirmenn fengu nokkru
hærri laun, allt að 5000 krónum á mánuði. Auk þess skyldi greitt fyrir yfirvinnu, en launin
voru ekki vísitölubundin.
Ekkert heyrðist enn frá ríkisstjórn og virtist lítill áhugi fyrir því á þeim bænum að greiða
fyrir lausn deilunar. Þann 3. nóvember spurðist dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrir um hvort
ríkisstjórnin ætlaði ekki að fara að semja við verkfræðingana. Gylfi sagði það hafa háð mjög
verklegum framkvæmdum ríkisins á síðast liðnu sumri, að verkfræðingar hefðu ekki verið
fyrir hendi til að vinna nauðsynleg sérfræðistörf. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, sagði
kröfur verkfræðinga allt of miklar og að málið væri í skoðun í ríkisstjórninni. Stjórnarand-
stæðingar tóku þetta svar fjármálaráðherra á hinn bóginn ekki gott og gilt. Hörðustu
viðbrögðin komu frá Einari Olgeirssyni, þingmanni Sósíalistaflokksins. Hann sagði meðal
annars:
Ég held, að það sé alveg greinilegt af yfirlýsingu hœstvirts fjármálaráðherra., að
núverandi ríkisstjórn hefur hvorki vit né vilja til þess að leysa verkfrœðingadeiluna.
Þessi deila er þegar orðin til stórskammar fyrir hæstvirta ríkisstjórn, og það er ekki til
neins að ætla að böðlast áfram með þessa þröngsýni að neita mönnum um launa-
hœkkanir, sem þeir eiga skilið. Það mun hvorki ganga gagnvart þeim starfsmönnum,
sem ríkið þarf á að halda og því lengur sem ríkisstjórn reynir að trássast við á þennan
hátt, því meiri skaða veldur hún.
Hinn 24. nóvember 1954 bárust stjórn SV loks boð frá ríkisstjórn þess efnis að hún væri
reiðubúin að taka upp samningaviðræður við verkfræðinga. Fljótlega náðust samningar sem
voru svipaðir þeim sem áður höfðu verið gerðir við Reykjvíkurbæ og Vinnuveitendasam-