Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 33
Bækur nefndarinnar, sem hún hefur gefið út, hafa verið geymdar á ýmsum stöðum, þar
sem geymslurými í kjallara Verkfræðingahúss var takmarkað. Meðal geymslustaða í
mörg ár voru geymslur hjá Landssíma íslands. Það fréttist af tilviljun að Síminn, sem nú
er orðið einkafyrirtæki, væri að hreinsa út geymslur sínar. Þorvarður Jónsson, fyrrverandi
starfsmaður Landssímans, tók að sér að ná í þau eintök Raftækniorðasafns 5, sem þar
voru geymd og ekki hafði verið fargað, og forða afgangi þessara birgða þannig frá glötun.
Orðanefndin samþykkti á fundi í apríl að gefa háskólanum Keili eitt eintak allra bóka
Raftækniorðasafns, alls 14 bækur.
ORVFÍ ásamt VFÍ eru meðal stofnenda Málræktarsjóðs og eiga því rétt á að sitja aðal-
fundi sjóðsins. Þorvarður Jónsson var fulltrúi ORVFl og Gunnar Amundason fulltrúi VFÍ
árið 2010.
Bergur Jónsson, formaður ORVFÍ, ritaði bréf til stjórnar RVFÍ og sendi formanni
deildarinnar, Pétri Erni Magnússyni, í tölvupósti 28. maí með beiðni um fjárstyrk til að
greiða íslenskufræðingum, sem starfa með nefndinni og sitja fundi hennar, laun fyrir
aðstoð þeirra. Tekjur af sölu Raftækniorðasafns hafa minnkað mjög mikið, en framvegis
gefur nefndin ekki út prentaðar bækur. Málið var kynnt og rætt á aðalfundi RVFÍ 25. maí
2010. Ekkert fréttist um afdrif málsins á árinu. Hins vegar má geta þess innan sviga að 17.
janúar á þessu ári barst tilkynning frá VFÍ urn 150.000 kr. fjárveitingu með tilvísun um að
greiðslan væri frá RVFÍ.
Um áramótin 2010/2011 hefur ORVFÍ komið saman á 1230 fundum frá árinu 1971, þegar
fyrst var farið að færa fundargerðir reglulega. Að meðaltali hafa rúmlega 30 fundir (30,75)
verið haldnir árlega í 40 ár. Flestir fundir voru árin 1983/1984 og 1998/1999, 43 fundir
hvort starfsár.
hundir nefndarinnar urðu 31 á árinu 2010. Miðað við heildarfundarsókn voru 7,6 á fundi
hverju sinni, þó að tvisvar sinnum væru allir, tíu manns, á fundi. Tveir félagar sátu alla
fundi nefndarinnar á árinu, þeir Bergur Jónsson og Sigurður Briem.
hftirtaldir félagar í Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga hafa verið hinir sömu frá áramótum
2005/2006: Bergur Jónsson formaður, Gunnar Ámundason, Gústav Arnar, ívar
Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson, Sigurður Briem, Sæmundur Óskarsson, Þorvarður
Jónsson og Hreinn Jónasson rafmagnstæknifræðingur. Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, MA
i íslenskri málfræði, hefur starfað með nefndinni undanfarin ár sem sérfræðingur og
ráðgjafi um íslenskt mál.
Starfsaldur ofantalinna manna í nefndinni er hár. Tveir nefndarmanna, Bergur Jónsson og
Sigurður Briem, hafa starfað með nefndinni frá því í ársbyrjun 1969 og hafa því átt rúm
43 starfsár hvor, þegar þetta birtist í ársskýrslu VFÍ. Alls hafa 36 rafmagnsverkfræðingar
att starfsferil í skemmri eða lengri tíma innan nefndarinnar, en enginn hefur náð þessum
árafjölda. Jakob Gíslason, fyrrum orkumálastjóri, var 39 ár í nefndinni, Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri 34 ár, Guðmundur Marteinsson rafmagnseftirlitsstjóri 33 ár og
Gísli Júlíusson 31 ár. Flestir núverandi nefndarmenn, að undanskildum Bergi og Sigurði,
eiga 25 til 37 starfsár að baki. „Nýliðinn" í nefndinni, sá félagi, sem styst hefur setið í
henni, hefur þó starfað í ellefu ár.
Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga i 70 ár
Rafmagnsverkfræðingar í VFÍ voru aðeins 13 hér á landi þegar þeir komu saman til að
stofna eigin deild, fyrstu sérdeildina innan Verkfræðingafélagsins, 7. febrúar 1941. Fyrsti
aðalfundur hinnar nýstofnuðu deildar var 16. maí sama ár. Að loknum aðalfundarstörfum
og kosningu stjórnar var fyrsta mál á dagskrá fundarins framsögn um „orðanefndarmálið",
sem svo var nefnt. Jakob Gíslason, rafmagnseftirlitsstjóri og nýkjörinn formaður
deildarinnar, benti í framsögn sinni á „nauðsyn þess að safna saman þeim orðum, sem til
voru í rafmagnsfræðinni". Jakob minnti á skrárnar yfir raffræðiorð sem birtust í Tímariti
3 1
Félagsmál VFl/TFl