Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 68
Fjárfestingar ársins og verðbréfaeign í árslok
Fjárfestingar ársins
Fjárfestingarþörf sjóðsins var um 3.000 m.kr. í samtryggingardeild á síðasta ári. Hér er átt
við nýja fjármuni í formi iðgjalda, afborgana og vaxta af skuldabréfum sem ekki voru í
stýringu, að frádregnum lífeyrisgreiðslum og rekstrarkostnaði. Ekki eru talin með kaup
og sala eignastýringaraðila.
Mestu var ráðstafað í íbúðarbréf eða 1.500 m.kr., en það var hlutur sjóðsins í tilboði Seðla-
bankans á íbúðarbréfum sem voru í eigu Avens, dótturfélagi Landsbankans. Lífeyris-
sjóðum var boðið að kaupa bréfin með 7,2% raunávöxtunarkröfu en þurftu að greiða fyrir
þau í evrum. Því þurfti sjóðurinn að selja erlendar eignir á móti þessum kaupum. Um
1.000 m.kr. var ráðstaf að í skuldabréf sveitarfélaga, 800 m.kr. var ráðstafað til stýringaraðila
sem fjárfesta að stærstum hluta í ríkisskuldabréfum og 580
m.kr. fóru til greiðslu skuldbindinga vegna framtakssjóða.
Keypt voru erlend hlutabréf fyrir 458 m.kr. sem fjármagnað
var með afborgunum og innlausnum erlendra verðbréfa.
Ný sjóðfélagalán námu 221 m.kr. og 154 m.kr. var ráðstafað
í innlend hlutabréf.
Fyrir utan ráðstöfunarfé frá iðgjöldum og afborganir verð-
bréfa voru seldar eignir og tekið út af bankareikningum
fyrir 1.900 m.kr. og munar þar mest um sölu erlendra verð-
bréfa til að fjármagna Avens-viðskiptin. Alls lækkuðu
bankainnstæður um 220 m.kr. í töflunni hér til hliðar má sjá
hvemig fjárfestingar skiptast í eignaflokka á árinu af fjár-
munum sem eiga sér uppruna hjá sjóðnum sjálfum, þ.e.
ekki í stýringu hjá eignarstýringaraðilum. Allar fjárhæðir
eru í milljónum króna.
----------------------------------------------- A
Skipting fjárfestinga í eignafiokka á árinu 2010.
ímilljónum króna.
Kaup Sala Alls
Bankainnstæður 0 -220 -220
Sjóðfélagalán 221 0 221
Rfkisskuldabréf 1.501 1.501
Önnur innl.skbr. 1.104 -68 1.036
Stýringar 800 0 800
Innl. hlutabréf 208 -54 154
Erl.hlutabréf 458 -1.557 -1.099
Framtakssjóður 576 0 576
Samtals: 4.868 -1.899 2.969
v ________________________________________________s
Verðbréfaeign í árslok
Alls nam verðbréfaeign samtryggingardeildar að viðbættum bankainnstæðum 30.246
m.kr. í lok ársins. Samsetning verðbréfasafnsins var vel fyrir innan vikmörk fjárfestingar-
stefnu sjóðsins en í stefnunni er gert ráð fyrir allt að +/-5% til +/-7,5% fráviki í einstökum
eignaflokkum. í nokkrum tilfellum var sjóðurinn frá markmiði um eignasamsetningu.
Bankainnstæður voru 3,5 prósentustigum hærri sem hlutfall af verðbréfaeign en
markmiðið var skv. stefnurmi. Það skýrist af hagstæðum vöxtum á bankainnstæðum og
litlu framboði af álitlegum fjárfestingarkostum. Erlend hlutabréf voru 4 prósentustigum
undir markmiði og skýrist það fyrst og fremst af sölu
erlendra hlutabréfa á móti Avens viðskiptunum.
Sjóðfélagalán voru 2,1% lægri og skýrist það af minni
eftirspurn eftir sjóðfélagalánum en gert var ráð fyrir. Aðrir
flokkar voru nokkuð í takt við markmið.
Bankainnstæður voru 8,5% af heildar verðbréfaeignum sjóðs-
ins í lok ársins. Sjóðfélagalán voru 21%, innlend skuldabréf
voru 44,5% og innlend hlutabréf voru 3%. Erlend skuldabréf
voru 3,5% og erlend hlutabréf 13,5%. Sérsniðnar fjárfestingar
námu 6,5% af verðbréfaeign sjóðsins í árslok.
Vægi skuldabréfa með ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga
jókst verulega í eignasafni sjóðsins á árinu 2010. Þannig
voru ríkisbréf og íbúðabréf, þ.m.t. ríkisskuldabréfasjóðir,
13% árið áður. Vægi sveitarfélagabréfa var 7,7% í árslok en
var 6% árið áður.
6 6
Arbók VFf/TFl 2011