Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 318
vatnamælingar, þrátt fyrir oft og
tíðum hættulegar aðstæður í vinnu
fjarri mannabyggðum. Er líklegt að
þar komi fyrst og fremst til að allur
svo kallaður hetjuskapur liefur jafnan
verið illa liðinn meðal vatnamælinga-
manna, en áhersla fremur verið lögð
á gætni og fagmennsku. Önnur lífseig
goðsögn um Vatnamælingar - og
e.t.v. hin hliðin á ímynd hetjuskap-
arins - er sú að rannsóknir væru lítt
stundaðar þar á bæ. Tekið var á þessu
og staðreyndir málsins athugaðar
fyrir nokkrum árum þegar skoðaðir
voru kostir og lestir við mögulega
sameiningu Veiðimálastofnunar og
Vatnamælinga. Kom þá í ljós að fjöldi
birtra vísindagreina á hvern starfs-
mann á því tímabili sem kannað var,
hvort heldur var ritrýndra eða ekki
ritrýndra, var nánast sá sami á Veiði-
málastofnun og Vatnamælingum. Nefna má einnig í þessu sambandi hlutverk
Vatnamælinga á undanförnum árum við verkefnisstjórn nokkurra meiri háttar norrænna
og alþjóðlegra rannsóknarverkefna um afleiðingar veðurfarsbreytinga fyrir vatnafar og
orkuframleiðslu á Norðurslóðum, en það gæti augljóslega ekki gengið upp án öflugs
eigin rannsóknastarfs.
Að lokum skal Veðurstofu íslands óskað velfarnaðar í sínum ábyrgðarmiklu störfum, sem
frá og með árinu 2009 snúa m.a. að starfrækslu vatnamælinga og alhliða rannsóknum á
hringrás vatnsins, en það um leið stuðlar að aukinni þekkingu á einni mikilvægustu
auðlind þjóðarinnar, vatnsauðlindinni.
Þakkir
Oddur Sigurðsson, Snorri Zóphóníasson og Sverrir Óskar Elefsen útveguðu myndir úr
starfi Vatnamælinga.
Heimildaskrá
[1 ] Árni Snorrason 1990. Markmið og skipulag vatnamælinga á íslandi, bls. 89-93. í: Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.) 1990:
Vatniö og landið, vatnafræðiráðstefna október 1987. Orkustofnun, Reykjavík, 307 bls.
[2] Árni Snorrason 1992. Erindi á ársfundi Landsvirkjunar 1992. Landsvirkjun, Reykjavík.
[3] Árni Snorrason 1996a. Almenn atriði sem varða eiginleika vatnamælinga. Greinargerð ÁSn-96/01, Orkustofnun,
Reykjavík, 5 bls.
[4] Árni Snorrason 1996b. Samtímavöktun i þágu almannavarna með sjálfvirkum vatnshæðarmælum á hálendinu.
Greinargerð ÁSn-96/05, Orkustofnun, Reykjavík, 1 bls.
[5] Árni Snorrason 1997.Stiklur úr50ára sögu vatnamælinga með viðkomu á Skeiðarársandi. Erindi á ársfundi Orkustofnunar
1997.0rkustofnun, OS-97012, Reykjavík.
[6] Árni Snorrason 2000. Nútíma vatnamælingar - samþætt umhverfisvöktun. Erindi á ársfundi Orkustofnunar 2000.
Orkustofnun, OS-2000/013, Reykjavík.
[7] Árni Snorrason, Helga P. Finnsdóttir og Páll Jónsson 2003. Litróf Vatnamælinga. Erindi á ársfundi Orkustofnunar 2003,
Orkustofnun, OS-2003/015, Reykjavík.
[8] Árni Snorrason, Páll Jónsson, Svanur Pálsson, Sigvaldi Árnason, Oddur Sigurðsson, Skúli Víkingsson, Ásgeir Sigurðsson
og Snorri Zóphóníasson 1997. Hlaupið á Skeiðarársandi haustið 1996. Útbreiðsla, rennsli og aurburður, bls. 79-137 í:
3 1 6
Árbók VFÍ/TFÍ 2011