Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 132
Vegaframkvæmdin fólst í því að tengja saman Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn með
góðum heilsársvegi með bundnu slitlagi og koma þessum byggðum í betra vegasamband
við aðra landshluta. Lagðir voru samtals 53,3 km langir stofnvegir, 38,9 km yfir Hólaheiði
og Hófaskarð og 14,4 km löng tenging til Raufarhafnar. Er þetta lengsti vegarkafli með
bundnu slitlagi sem tekin er í notkun í einu á íslandi.
Mikill fjöldi heimamanna var við áningarstaðinn í Hófaskarði þegar ráðherra og vega-
málastjóri opnuðu vegina formlega með borðaklippingu svo sem hefð er fyrir. Ráðherra
leitaði aðstoðar fyrrverandi samgönguráðherra sem voru á staðnum, þeirra Steingríms J.
Sigfússonar, Halldórs Blöndal og Kristjáns L. Möller og einnig ráðuneytisstjóra síns
Ragnhildar Hjaltadóttur svo ekki væri um hreina „herraklippingu" að ræða en
vegamálastjóri fékk sér til aðstoðar forvera sinn í starfi Jón Rögnvaldsson.
I máli vegamálastjóra kom fram ánægja með vel unnið verk og mikilvægi þess fyrir
byggðarlögin og ibúa þeirra. Hann sagði að verkefnum af þessari stærðargráðu færi
fækkandi, sérstaklega næstu ár í núverandi ástandi, en einnig vegna þess að mörgum
stórum verkum væri lokið. Á Norðausturlandi myndu þeim stærstu ljúka með
Vopnafjarðartengingunni, þótt vissulega væru næg verkefni til staðar í vegagerð þar sem
annars staðar. Næst í röðinni væru þá líklega, ef litið er til stærri verka, langþráðar
vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum.
Samgönguráðherra sem að undanförnu hefur vígt fjögur stór verkefni í vegagerð,
Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Lyngdalsheiðarveg og nú Hófaskarðsleið/
Raufarhafnarveg, sagði að hann hefði öðlast nýja sýn á samgöngumál. Mikilvægi vega-
bóta fyrir íbúa viðkomandi svæða væru miklum mun meiri en hann hafði gert sér grein
fyrir, og ótrúleg sú gleði og bjartsýni sem lesa mætti úr orðum og fasi sveitarstjórnarfólks
og íbúa þeirra byggða sem næst þessum framkvæmdum liggja. Rímaði það við þau orð
hans við opnun Lyngdalsheiðar að í raun væri Vegagerðin menningarstofnun sem í raun
hefði ótrúleg áhrif á þróun byggða og velferð fólksins.
Við framkvæmdina breytast vegalengdir milli þéttbýlisstaða á Norðausturlandi.
Vegalengdin milli Kópaskers og Þórshafnar styttist um 46 km samanborið við veginn um
Melrakkasléttu og 24 km miðað við leiðina um Öxarfjarðarheiði. Vegalengdin milli
Húsavíkur og Þórshafnar styttist um 53 km samanborið við veginn um Sléttu en lengist
um 15 km miðað við leiðina um Öxarfjarðarheiði sem aðeins hefur verið lélegur sumar-
vegur. Vegalengdin milli Raufarhafnar og Kópaskers styttist um 13 km en lengist um 4 km
milli Raufarhafnar og Þórshafnar.
Undirbúningur og framkvæmd
Framkvæmdin sem hér er kynnt fólst í því að tengja saman Kópasker, Raufarhöfn og
Þórshöfn með góðum heilsársvegi og koma þessum byggðum í betra vegasamband við
aðra landshluta. Lagðir voru samtals 53,3 km langir stofnvegir, 38,9 km yfir Hólaheiði og
Hófaskarð og 14,4 km löng tenging til Raufarhafnar.
Samráðshópur um vegasamgöngur í Norður-Þingeyjarsýslu 7996-2000
Árið 1996 var að ósk þáverandi samgönguráðherra, Halldórs Blöndals, stofnaður sam-
ráðshópur um vegasamgöngur í Norður-Þingeyjarsýslu. Eymundur Runólfsson hjá
Vegagerðinni var formaður samráðshópsins en í hópnum voru fulltrúar allra sveitarfélaga
í héraðinu ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar. Verkefni hópsins var að fara yfir þær
vegalausnir, sem helst komu til greina til að tengja byggðir í héraðinu saman, með
sérstakri áherslu á vegalausnir um Öxarfjarðarheiði og Melrakkasléttu.
Við val á veglínum var haft að leiðarljósi að finna leiðir sem liggja lægra í landinu en
gamli Öxarfjarðarheiðarvegurinn og að gera vegalengdir milli Kópaskers, Þórshafnar og
Raufarhafnar sem stystar. Til skoðunar voru tvær leiðir: Garðsdalsleið og Hófaskarðsleið.
1 3 o
Arbók VFl/TFl 2011