Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 250
Mikið er til af húseignum í landinu (bæði nýtt og gamalt) og augljóslega þarf að nýta þ®r
sem best. I umræddu verkefni hafði endurnýting þess sem fyrir var í byggingunni mest
vægi, en efnislager sem KADECO hafði byggt upp hjálpaði einnig til. Til stuðnings fyrrr
aðila almennt í slíkri vinnu þyrfti að hafa markað með endurnýtanlegum byggingar-
efnum og hlutum eins og þekkist m.a. í Kanada og Bandaríkjunum (sjá t.d. [11]). Áhuga
vert er að velta því fyrir sér hvort þessa aðferðafræði, sem KADECO og Keilir hafa
tileinkað sér með endurnýtingu á fyrirliggjandi húsnæði og endurnýtingu á byggingarefni,
mætti nota á öðrum svæðum en á Ásbrú. Oft eru bestu svæðin í bæjarfélögum hérlendis
í rótgrónum hverfum kringum miðbæi og hafnir. Þetta eru oft gömul fiskvinnsluhús,
iðnaðarhús og verksmiðjur sem þjóna ekki lengur hlutverki sínu og standa auðar. Athuga
mætti hvort ekki væri hægt að laga nýja starfsemi að fyrirliggjandi skipulagi m.t.t.
endumýtingar á hverfum og húsnæði eins og hér hefur verið rætt og dæmi er um bæði á
Ásbrú og erlendis. Þessi starfsemi gæti t.d. verið tengd skólastarfi, listalífi, fyrirtækjarekstri,
sprota- og frumkvöðlastarfi eða lista- og námsmannaíbúðum. Þessi aðferðafræði gefur
húsnotendum kost á að setja meira fjármagn og metnað í innra starf, fremur en að binda
fjármagn í dýrum framkvæmdum.
Það er grundvallaratriði, þegar fara á í framkvæmdir með það að leiðarljósi að endurnýta
bæði skipulag og byggingarefni sem best, að hagsmunaaðilar verða að vera opnir og
sveigjanlegir í hugsun eins og forsvarsmenn KADECO og síðan Keilis voru varðandi
nálgun á breytingum á byggingum sínum. Hér er átt við að hverfa frá hefðbundnum
lausnum við að nálgast framkvæmdina og hugsa hönnun og framkvæmd upp á nýtt með
það að leiðarljósi að huga að því hvað sé nauðsynlegt og byggja síðan kringum það.
Þakkir
Hluti rannsóknarvinnu sem hér er byggt á tengist verkefninu Betri borgarbragur sem
styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís, Vegagerðinni og íbúðalánasjóði. KADECO og
Keilir eiga húsnæðið sem fjallað er um í seinni hluta greinarinnar og hafa gert þá
umfjöllun mögulega. Þessum aðilum öllum eru þakkaður ómetanlegur áhugi og aðstoð.
Heimildir
[1] CIB 0999).Agenda 21 on Sustainable construction. CIB Report Publication 237
[2] Hagstofan: Landshagir2008, og heimasíðan: http://www.hagstofa.is/
[3] E0TA (1999J.EOTA Guidance Document 002,Guidelines forEuropeanTechnicalApproval. EuropeanTechnical Approvals
and Harmonized Standards, Edition December 1999
[4] Hagstofan.Svarviðfyrirspurn
[5] Þjóðskrá (slands-Fasteignaskrá (2010). Svar við fyrirspurn
[6] Orkuspárnefnd (2208) Orkuspár - almennar forsendur 2008, Orkustofnun
[7] Dickinson, James, (2001). Adaptive reuse: Towards a sociology of the built environment. Department of Sociology, Rider
University, Lawrenceville. New Jersey
[8] Thormark, C. (1999). Environmental analysis of a building with reused building materials. Lund Institute of Technology,
Department of Building Science, Svlþjóð
[9j Hersh, Alan, og Dean Halstead (2006). Military base conversion and the benefits ofOIS. McClellan Business Park, Nolte
Associates, Inc. California
[10] Aker Brygge. http://www.akerbrygge.no
[11] BMRA. http://www.bmra.org
[12] Station Square. http://www.stationsquare.com
[13] McClellan Park. http://www.mcclellanpark.com
[14] Óli Þór Magnússon (2011). Endurnýting á húsnæöi og byggingarefnum - Skipulag, framkvæmd og árangur.
Meistararitgerð við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla (slands.
2 4 8
Arbók VFl/TFl 2011