Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 264
Umræða
Þrjú ólík fyrirtæki sem starfa á sviði mannvirkjagerðar hafa hvert um sig ólíka sögu að
segja um innleiðingu gæðakerfa. Tíminn sem fyrirtæki í þessum iðnaði hafa til að innleiða
gæðakerfi verður stöðugt knappari. Spyrja má hvort raunhæft sé að allir iðnmeistarar sem
nú eru starfandi og falla undir mannvirkjalögin hafi þessa þekkingu eða verði búnir að
verða sér út um hana fyrir árslok 2015.
Tækniframfarir hafa verið mjög örar á sviði sítengdra smátækja sem stöðugt verða
einfaldari og auðveldari í notkun og viðmóti. Sumir líta á öra tækniþróun sem ógnun.
Hún felur þó tvímælalaust í sér sóknarfæri fyrir þau fyrirtæki sem eru vel í stakk búin að
greina tækifærin og nýta þau. Tækni getur breytt hefðbundnum viðhorfum og viðskipta-
háttum á skjótan hátt (Grétarsdóttir, Ingason, & Friðriksson, 2009). Forrit í smátæki, eins
og t.d. snjallsíma eða spjaldtölvu, gætu hugsanlega stutt við innleiðingu gæðakerfa hjá
litlum fyrirtækjum og iðnmeisturum. Ýmis tæki eru til staðar á markaði sem geta hentað
sem alhliða viðmót fyrir gæðakerfi sem hýst er á miðlægum grunni. Tækið þyrfti að vera
með langa rafhlöðuendingu, einfait í notkun, létt og meðfærilegt. Til eru tæki sem upp'
fylla þessar kröfur, ásamt forritunarþekkingu og gæðastöðlum til þess að tvinna saman
við einfalt viðmót.
Spjaldtölva er létt og meðfærileg auk þess sem hún hefur langa rafhlöðuendingu og getur
verið sítengd netinu í gegnum 3G símasamband. iPad með iOS-stýrikerfi frá Apple hefur
náð yfirburðastöðu á markaði fyrir spjaldtölvur (Business Insider, 2011). Þetta er ekki síst
vegna einfaldleika iOS-hugbúnaðarins og þægilegs viðmóts. í dag eru fáanleg yfir 65.000
smáforrit (e. Apps) sem keyra á iOS-viðmóti smátækjanna frá Apple (iPad). Ahugavert
væri að skoða möguleikana á hönnun og þróun á sérstöku smáforriti fyrir gæðastjórnun.
Greinarhöfundur hefur í sínu starfi sem verkefnastjóri hjá litlu verktakafyrirtæki reitt sig
sífellt meira á nýja tækni í skjölun og aðgengi að skjölun, t.d. með því að vista öll skjöl á
miðlægu formi. Þetta getur til dæmis gerst í gegnum þjónustu sem nefnist Dropbox
(Dropbox). Með miðlægri gagnageymslu er hægt að nálgast öll gögn sem þarf að nota í
hverju verki hvar og hvenær sem er í gegnum fjölda mismundandi viðmóta og tækja. Tvö
af þeim tækjum sem greinarhöfundur notar eru iPhone og iPad frá Apple og eitt af því
sem Dropbox býður upp á er sérstakt smáforrit sem veitir aðgang að öllu sem viðkomandi
geymir á sínu miðlæga gagnasvæði í gegnum viðmót símans eða spjaldtölvunnar. Hér er
kominn möguleiki á að samtvinna gagnahýsingu á netinu, aðgang að gæðakerfi í gegnum
hana og hið einfalda viðmót iOS-tækjanna. Hér er því tækifæri til þróunar og framfara
innan gæðastjórnunar og innleiðingar og reksturs hennar hjá iðnmeisturum. Notendur
myndu njóta góðs af því að hafa stöðugt aðgang að öllum gæðagögnum, sem og öllum
gögnum í verkmöppum verka, hvenær og hvar sem er, auk þess sem þeir gætu skráð
nýjar upplýsingar varðandi verkin í rauntíma og minnkað þannig hættima á að upp-
lýsingar gleymist eða tapist.
Vandamál flestra lítilla fyrirtækja og iðnmeistara sem ætla að byrja að vinna eftir gæða-
kerfi er ekki síst að þeir þurfa að taka upp samræmd vinnubrögð við skráningu og skjölun
verka, aukaverka og viðbótarverka. Með tækni og viðmóti eins og því sem iOS-tæknin
hefur uppá að bjóða má einfalda þetta verklag og einfalda meðferð upplýsinga. Til dæmis
má vel sjá fyrir sér að útfæra kerfið sem Samtök iðnaðarins hafa þróað með þessum hætti.
Smáforritið getur verið sett upp þannig að notandinn þurfi ekkert að hugsa um skjölun,
skráningu skjala eða gagna, einungis fara í gegnum fyrirfram ákveðna leið kerfisins
hverju sinni, hvert svo sem tilefnið væri. Dæmi um einfaldleika og notkunarmöguleika
svona kerfis getur verið að skrá eigi aukaverk í tilboðsverkefni sem er í fullum gangi á
verkstað. Fulltrúi verkkaupa fer fram á það á verkstað við verkstjóra verktaka að hann láti
vinna verk sem ekki er tilgreint í tilboði. Verkstjórinn myndi þá taka fram iPad og opna
verkmöppuna, þar myndi hann skrá hvað er verið að biðja um, hvaða verkþætti það
tilheyrir, hvaða starfsmaður er settur í að vinna aukaverkið, hver bað um það og loks
myndi hann fá undirskrift hjá fulltrúa verkkaupa beint á skjá tækisins. Eftir þetta vistast
allar þessar upplýsingar sjálfkrafa í verkmöppunni.
262 | Arbók VFl/TFl 2011