Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 100
sem er 0,5 prósentustigum lægra en árið áður. Fjallað er sérstaklega um þróun útgjalda til
heilbrigðis-, fræðslu- og velferðarmála í sérstökum köflum hér á eftir, en til þessara
málaflokka runnu um 421 milljarður króna eða 53,2% útgjalda hins opinbera eða 27,4% af
landsframleiðslu.
Útgjöld hins opinbera vegna stjórnsýslu og almennra málefna voru 136 milljarðar króna í
fyrra, eða 8,9% af landsframleiðslu, og lækkuðu um 13,2 milljarða króna milli ára vegna
lækkunar á vaxtakostnaði. Kostnaður vegna lög- og réttargæslu, ásamt öryggismálum,
lækkaði um 3 milljarða króna frá fyrra ári og námu útgjöldin 21,5 milljörðum króna 2010
eða 1,4% af landsframleiðslu. Útgjöld til umhverfismála hafa verið nokkuð stöðug undan-
farin ár eða um 0,7% af landsframleiðslu. Til efnahags- og atvinnumála var ráðstafað 107,5
milljörðum króna árið 2010, eða 7% af landsframleiðslu. Ef útgjöldin eru skoðuð nánar
kemur í ljós að 36,6% þeirra runnu í samgöngumál 2010 og um 14,7% til landbúnaðar-
mála. Til menningar-, íþrótta- og trúmála runnu 56,6 milljarðar króna, en það er aðeins
hærri fjárhæð en árið 2009. Sem hlutfall af landsframleiðslu mælast þessi útgjöld 3,7%.
Heilbrigðismál
Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála 2010 námu 114,6 milljörðum króna, eða 7,5% af
landsframleiðslu, og lækkuðu um 3,7'milljarða króna milli ára eða um 0,4 prósentustig af
landsframleiðslu. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa þau ekki verið lægri síðan 1998 er
þau mældust 7,2%. Séu útgjöldum heimilanna til heilbrigðismála bætt við fást heildar-
útgjöld til heilbrigðismála hér á landi, en þau námu 142,6 milljörðum króna árið 2010 eða
9,3% af landsframleiðslu. Um 19,6% útgjaldanna voru fjármögnuð af heimilunum árið
2010. Heilbrigðisútgjöld á föstu verði hafa vaxið um 26% frá árinu 1998 og um 8,5% á
mann.
Langstærsti hluti heilbrigðisútgjalda hins opinbera eru samneysluútgjöld, þ.e. laun og
kaup á vöru og þjónustu, en þau nema rúmlega 97% útgjaldanna. Afgangurinn er
ijárfesting og tilfærslur. Af heildarútgjöldum hins opinbera 2010 fara um 15,3% til
heilbrigðismála.
Árið 2010 var ráðstafað um 5,0% af landsframleiðslu til sjúkrahúsaþjónustu, eða 76
milljörðum króna, og var lækkunin milli ára 2,7 milljarðar króna. Þar af var hlutur
almennrar sjúkrahúsaþjónustu ríflega 71% og útgjöld vegna hjúkrunar- og endurhæf-
ingarþjónustu 27%. Til heilsugæslu (þjónustu við ferlisjúklinga) runnu um 22 milljarðar
króna 2010, eða um 1,4% af landsframleiðslu og lækkuðu útgjöldin um 126 milljónir króna
milli ára. Lyfja- og hjálpartækjakostnaður utan sjúkrahúsa varð um 12,6 milljarðar króna,
en það nemur um 11% opinberra útgjalda til heilbrigðismála, eða 0,8% af landsframleiðslu.
Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála voru 360 þúsund krónur á mann 2010 og hafa
lækkað um 24 þúsund krónur milli ára, en síðustu átta árin þar á undan höfðu þau verið
svipuð á föstu verði eða á bilinu 385-399 þúsund krónur á verðlagi 2010. Þar af er
kostnaður vegna almennra sjúkrahúsa 169 þúsund krónur á mann 2010, vegna heilsugæslu
ríflega 69 þúsund, vegna hjúkrunar- og endurhæfingar um 65 þúsund krónur og vegna
lyfja og hjálpartækja tæplega 40 þúsund krónur á mann.
Fræðslumál
Hrein útgjöld hins opinbera til fræðslumála námu 116,7 milljörðum króna á árinu 2010,
eða um 7,6% af landsframleiðslu. í krónum talið lækkuðu útgjöldin um 205 milljónir
króna milli ára. Um 46,4% útgjaldanna runnu til grunnskólastigsins, eða um 54,2
milljarðar króna, og nam lækkunin milli ára 645 milljónum króna. Til háskólastigsins
runnu af hálfu hins opinbera rúmlega 25 milljarðar króna, eða 1,6% af landsframleiðslu,
og jukust útgjöldin um 1,2 milljarða króna milli ára. Framhaldsskólastigið tók til sín
tölvert lægri fjárhæð, eða 19,8 milljarða króna, og lækkuðu útgjöldin um 680 milljónir
króna milli ára. Útgjöld hins opinbera til leikskólastigsins námu 11,2 milljörðum króna
Arbók VFl/TFl 2011