Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Blaðsíða 159
Af vettvangi
Á árinu 2008 komu út sviðsmyndir fyrir Reykjanes til ársins 2020 á vegum KADECO,
Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Þar eru dregnar fram fjórar myndir af hugsanlegri
framtíðarþróun. Ein þessara mynda átti erfitt uppdráttar á þeim tíma þar sem hún var
talin óraunhæf við vinnslu verkefnisins. Sú sviðmynd fékk heitið Verstöðin. í stuttu máli
fjallar sviðsmyndin um ástand hér á landi sem einkennist af: „sveiflum í efnahagslífi,
háum vöxtum og sköttum. Starfsskilyrði og samkeppnisstaða fyrirtækja er mjög óhag-
stæð. Fyrirtæki flytja starfsemi sína úr landi með tilheyrandi atgervisflótta."* 2 Við hrunið
ári síðar áttu stjórnendur KADECO auðveldara með að átta sig á breyttum aðstæðum og
gátu þannig varist frekari áföllum. Við stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar íslands árið 2008
voru unnar sviðsmyndir sem grunnur við stefnumótun miðstöðvarinnar. Þær voru síðan
grunnurinn að breyttum áherslum miðstöðvarinnar við hrun, sérstaklega við að móta
úrræði fyrir frumkvöðla sem losnuðu úr læðingi við fall bankanna.3
Fyrir utan sviðsmyndagerð fyrir einstaka fyrirtæki, banka og stofnanir má nefna sviðs-
TOyndir um þróun dreifbýlis, sem gerð var árið 2007. Það verkefni nefndist Sveitalíf 2025.
1 tengslum við 20/20 Sóknaráætlun íslands voru gerðar sviðsmyndir fyrir ísland árið
2025. Gerð var skýrsla um myndirnar sem hægt er að nálgast á vef Nýsköpunarmiðstöðvar
Islands, en skýrslan heitir Horft til framtíðar, Sviðsmyndir fyrir ísland 2025. Mynd 3 sýnir
fjórar sviðsmyndir. Erurn við að þróast í átt að sviðmyndinni „Eyland". Einkenni hennar
er: „Sjúkdómar og hamfarir valda fólksfækkun og einangrunarstefnu. Breytt hugarfar,
sjálfsþurftarbúskapur." Eða er: „Taka Tvö". Einkenni hennar er: „Heimurinn nær sér fljótt
upp úr kreppunni og nýtt vaxtarskeið tekur við. Þrátt fyrir mikið þróunarstarf tekst ekki
að mæta vaxandi þrýstingi á auðlindirnar."4 Hver er staða íslands og möguleikar í hverri
sviðsmynd?
Hvaö veldur þróuninni: Opið - samstarf
"Eden"
Tæknibylting I orkumálum og
þróun og hagnýting samskipta-
tækni leggur grunn að sjálfbæru
samfélagi með virku lýðræði.
4
"Takatvö"
Heimurinn nær sér fljótt uppúr
kreppunni og nýtt vaxtarskeið
tekurvið. Þrátt fyrir mikið
þróunarstarftekstekki að mæta
vaxandi þrýstingi á auðlindirnar.
Auölindir
"Eyland"
Sjúkdómar og hamfarir valda
fólksfækkun og einangrunarstefnu.
Breytt hugarfar, sjálfsþurftarbúskapur.I
4
"Jötunheimar"
Baráttan um auðlindirnar leiðirtil
sterkrar blokkamyndunar I
heiminum, þeir sterku ráða og þeir
litlu verða að fylgja foringjanum.
Lokað - verndun
Mynd 3. Hugsanlegar sviðsmyndir eða birtingarform framtíðar til ársins 2020. |
Aðilar sem vinna við hvers kyns vá, svo sem björgunarfólk, vegna náttúruhamfara, eða
slökkviliðsmenn og lögregla, sem koma gjarnan að atburðum þar sem hið óvænta gerist,
þekkja vel til hugtaksins „scenarios" eða sviðsmynda. Benda má á eina áhugaverða
skýrslu í þessu sambandi þar sem notuð var sviðsmynda-aðferð, en það er skýrsla sem
unnin var í tengslum við jarðhræringarnar við Eyjafjallajökul og nefnist Vá - Öryggi og
orðspor. Eldgos á Suðurlandi. Undanfari hvers? Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu
Nýsköpunarmiðstöðvar íslands.
2 Reykjanes árið 2020. Ólíkar sviðsmyndir um framtíð Reykjaness og nágrennis þess árið 2020. 2008. Umsjón
sviðsmyndavinnu Netspor ehf. KADECO, Þróunarfélag Keflavlkurflugvallar.
3 Stefna til ársins 2012. Sviðsmyndir til ársins 2021.2008. Nýsköpunarmiðstöð Islands.
4 Horft til framtiðar. Sviðsmyndir fyrir (sland 2025. 2009. Unnið fyrir 20/20 Sóknaráætlun (slands. Nýsköpunarmiðstöð
Islands og Netspor ehf.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 5 7