Verktækni - 25.04.1988, Page 8

Verktækni - 25.04.1988, Page 8
Fundur VFÍ 15. des. 1987: Þáverandi formaður VFÍ, Viðar Ólafsson setti fundinn og sagði hann hafa verið hugsaðan sem algjöran tæknimannafund, en vegna þings- ályktunar og frétta í fjölmiölum slðustu daga, væri málið orðið hápólitískt. Frummælendur voru: Flreinn Flaraldsson, jarðfræðingur, Vegagerð ríkisins, Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, VST hf., Sturla Böðvarsson, byggingartæknifræð- ingur, sveitarstjóri í Stykkishólmi, Gunnar Flelgi Flálfdánarson, viðsk.fr., framkvæmdastjóri Fjárfestingafélags íslands. 1. JARÐGÖNG. Fyrstur tók til máls Hreinn Haralds- son og ræddi aðallega um möguleika á jarðgöngum. Hann minnti á Hval- fjarðarnefnd sem starfaði 1967-72 og bar saman ýmsa möguleika, m.a.: 1. Góðan veg fyrir fjörðinn. 2. Ferju (Hvaleyri- Katanes). 3. Brú/fyllingu á nokkrum stöðum. 4. Jarðgöng utarlega (vegstokk). Jarðfræðilegar aðstæöur voru taldar óhentugar fyrir göng í bergi, m. a. þykkur jökulgarður á sjávarbotni og því gert ráð fyrir vegstokk. ( skýrslu til samgönguráöherra vor- ið 1987, um möguleg jarðgöng á Vestfjörðum og Austfjörðum, voru í viðauka kynnt jarðgöng undir Hval- fjörð á móts við Eyrarfjall. Þar kom fram að miðað við 800 bíla umferö á dag myndu slík gefa 15% afkastavexti miðað við reikniaðferðir Alþjóðabank- ans, og voru þetta einu göngin I skýrslunni sem sýndu hagnað. Vegagerð ríkisins áætlar kostnað við göng undir Hvalfjörð nálægt 330 Mkr./Km. samkvæmt reynslutölum í Noregi og áætlunumfrá Færeyjum. Á töflu 1 sést að um 60% kostnaðar er enn eftir þó að búið sé að sprengja jarðgöngin sjálf. Jarðfræðilegar aðstæður undir utanverðum Hvalfirði hafa lítið verið rannsakaðar enn, en þar sem jarðlög hallast til suðurs er sennilega hægt að sjá í Akrafjalli þau lög sem norður- hluti jarðgangnanna munu liggja I. Vegagerðin hefur áhuga á að láta sem fyrst (helst 1988) kanna liði 1-4 á töflu 2. Á mynd 1 sést sennileg lega gangnanna undir utanverðan Hval- fjörð um Hnausasker og mynd 2 sýnir lauslegan langskurð af gangnaleið- inni og vegfyllingu/vegstokki. 2. VEGFYLLING/ VEGSTOKKUR. Ólafur Bjarnason kynnti hugmynd um að brúa fjörðinn utarlega að mestu með vegfyllingu og stuttri brú, eða stuttum vegstokki, sem leyföi umferð 100 þús. tonna skipa. Sunnan HVALFJARBARGÖNG/BRÚ Hnausaskers er fjörðurinn aðeins 6-10 m djúpur, en rúmlega 30 m sjávardýpi eru noröan skersins. Við aðflæði yrði straumhraði 1-2 m/s. um siglingarennuna og rennsli færi yfir 100 þús. m3/s. Vegfyllingin yrði 6 milljónir m3, eöa þrisvar sinnum meiri aö rúmmáli en Sultartangastífla, gerö úr möl og grjóti með ölduvörn úr stórgrýti utan á (sjá þversnið B- B á mynd 2). Mesta hæð fyllingar yröi um 35 m, sem er lægra en Sigöldustífla. ( Noregi hefur verið gerð 50 m há fylling í sjó nálægt Þrándheimi. Kanna þarf hvar hentug- asta fyllingarefnið er að finna og hvernig hentugast er að koma því á staðinn. E.t.v. er mögulegt að dæla upp efni af sjávarbotni, eða vinna efni úr skriöum fjallanna báðum megin fjarðar. Stokkurinn yrði steyptur í þurrkví í 200- 300 m. lengjum, fleytt út og sökkt. Vegfylling/brú (eða göng) mun kosta um tvisvar sinnum meira en Borgarfjarðarbrúin, en skila mun meiri arði. Varðandi vegfyllingu taldi Ólafur tæknilega áhættu litla. 3. ÁHRIF Á BYGGÐIR Á VESTURLANDI. Sturla Böðvarsson sveitarstjóri I Stykkishólmi ræddi kosti tengingar yfir Hvalfjörð fyrir íbúa Vesturlands. Algjör bylting yrði á Akranesi og allt upp í Borgarnes en einnig mikil breyt- ing fyrir allt Vesturland, sem þó mun ekki skila sér til fulls fyrr en vegakerfið hefur verið bætt. Áhrifin ná þó mun lengra, þar sem hér er einnig verið að stytta leiðina norður í land og á Vest- firði, sem síðan tengjast enn betur er nýja Breiöafjarðarferjan verður tekin I notkun. Atvinnu- og markaðssvæði fyrirtækja á Vesturlandi munu ná betur til Reykjavíkur og sumardvalar- staðir í Borgarfirði færast nær höfuð- borginni. Einu neikvæðu áhrifin fyrir Vesturland gætu orðið að eitthvað af versluninni færðist til Reykjavlkur. Sturlu fannst aö VFl ætti að hvetja til arðbærra framkvæmda í samgöngu- málum, en ekki láta sveitastjórnirnar einar um þessi mál, þar sem hjá þeim gætir yfirleitt hreinna staðarhags- muna en síður áhersla á arðsemi. Þá kvaðst Sturla hafa mikinn áhuga á nýjum möguleikum í fjármögnun I samgöngumálum. 4. NÝJAR LEIÐIR í FJÁRMÖGNUN. Gunnar Helgi Hálfdánarson fram- kvæmdastjóri Fjárfestingafélags Is- lands, sem fjallaði um fjárhagshlið málsins, sagðist fyrst hafa haldið að hér væri enn eitt tæknifylliríið á ferð- inni. Við nánari athugun væri e.t.v. Framhald á bls. 12. TAFLA 1 KOSTNAÐUR JARÐGANGNA NEÐANSJÁVAR. Noregur: Vardö (2,6 Km), 290 Mkr/Km Álasund (3,5 + 4,2 = 7,7 Km), 230 Mkr/Km Freifjord (5,2 Km), áætl. 310 Mkr/Km Færeyjar: Straumey-Vogar (3 Km) áætl. 310 Mkr/Km ísland: Hvalfjörður (,5 Km), áætl. 330 Mkr/Km Kostnaðarskipting í Vardö: 2/5- sjálft gatið í gegn með vinnustyrkingum 1/5- vatnsvarnir og dælubúnaöur 1/5- endanlegar styrkinga (mest boltar og steinsteypa) 1/5- slitlag, lýsing, drenlagnir, hönnun, rannsóknir o.fl. TAFLA 2 RANNSÓKNARÁÆTLUN V/HVALFJARÐARGANGA 1. Draga saman núv. jarðfræðiþekkingu á svæðinu 2. Nákvæm jaröfræðikortlagning á strandsvæðum 3. Endurvarpsmælingar (setþykkt, dýpi á klöpp) 4. Hljóðvarpsmælingar (berggerðir, lághraðalög) 5. Kjarnaboranir Vegalengd í km Fyrir Hvalfj. Um brú/göng Stytting Rvík—Akranes 109 51 58 Rvík—Borgarn. 116 70 46 UMFERÐ BÍLA/DAG Nú Áætlað eftir göng/brú Fyrir Hvalfjörð um 1000 Meö Akraborog um 220 1800—2506 Ef vegtollur er 400 kr/bíl, þá eru brúttótekjur á ári: 400 kr/bilx2000 bílar/dagx360 dagar=280 Mkr. Áætlaður byggingarkostnaður Jaðgöng: 4,5 kmx330 Mkr/km: Um 1500 Mkr. Vegfylling+vegstokkur: Um 2000 Mkr. Ath.: Mjög lauslegar áætlanlr. 8 VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.