Verktækni - 25.04.1988, Qupperneq 10

Verktækni - 25.04.1988, Qupperneq 10
ALIT Þórir Einarsson, prófessor: ATHAFNAMENN OG FRUMKVÖOLAR Þaö hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig athafnamaðurinn hefur að nýju veriö hafinn til vegs og virðingar í heim- inum á undanförnum 5-10 ár um. Ekki er lengur litið á hann sem braskara eða þrjót heldur bjargvætt framfara og hagvaxtar. Peter Drucker, sá þekkti stjórnunarþostuli, hefur vakið athygli á þeim skilum sem urðu í bandarísku efnahagsllfi upp úr 1970. Frá stríðslokum og fram til þess tíma komu þrjú af hverjum fjórum nýjum störfum I hlut hins opinbera eða stór- fyrirtækja. Eftir það snerist dæmið við og flest ný störf hefur síðan verið að hafa hjá smáum fyrirtækjum og nýj- um. Þótt þekktustu dæmin séu úr hátækniiðnaði fer fjarri því að hann sé allsráðandi og er einungis þriðjungur nýrra starfa I Bandaríkjunum frá 1970 rakin til hans. Flestra hinna er að leita I nýjum þjónustufyrirtækjum, sem ýmist sækja beint á mið neytenda eins og veitingastaðir og fjárfestinga- sjóðir (einkaþjónusta) eða fyrirtækj- um sem annast fræðslu, þjálfun og ráðgjöf (aðfangaþjónusta). Hin alþjóðlega umræða um at- hafnamenn náði einnig til íslands og leiddu til jákvæðra aðgerða stjórn- valda. Má þar nefna stofnun Þróun- arfólagsins, stofnun vöru- og mark- aösdeildar hjá Iðnlánasjóöi, heimild fyrir Iðnþróunarsjóð til að verja allt að 10% af rekstrarafgangi hvers árs til lána með sérstökum kjörum og til styrkveitinga. Minna má á iðnráögjöf I landshlutum og smáfyrirtækja- verkefnið ,,Taktu þór tak“ á vegum iðnaðarráöuneytisins þar sem fólki með nýjar viðskiptahugmyndir var boðið aö taka þátt I námskeiði til að undirbúa þær. Þá hafa einkaaðilar haft með samtök eins og Frumkvæöi h.f. til að styðja við bakið á athafna- mönnum. Hver er athafnamaöur? Hugtakið athafnamaður er notað hér í svipaöri merkingu og „entre- preneur" á ensku, en orðabókarþýð- ing á þvl er: ,,maður sem á eigin áhættu fæst viö aö stofna og reka fyrirtæki: maður sem stundar sjálf- stæðan atvinnurekstur". Sumir kjósa að nota orðið frumkvöðull I staðinn en í minum huga er merking þess þrengri eins og siðar verður vik- ið að. Hver er þá athafnamaður? ,,Er það sérhver einstaklingur sem stofnar nýj- an atvinnurekstur". Samkvæmt þýð- ingunni ætti svo að vera og sú merk- ing er einnig ráðandi í almennri um- fjöllun um athafnamanninn í ensku- mælandi löndum. Hinn nýja rekstur athafnamanns- ins, á ensku ,,venture“, kallar orða- bókin ,,áhættufyrirtæki/-framtak“. Fer að mínu mati best á að kalla hann framtak. ( samræmi við það yrði „venture capital að framtaksfé. Innan stjórnunarfræðanna hefur áhuginn á athafnamanninum fundið sér farveg og lagt grunn að nýrri undirgrein sem á ensku er ýmist köll- uð „Enterpreneurship" eða „New Venture Creation“. Er þar leitast við að skýra út þá þætti sem ráða hegð- un athafnamanna í atvinnulífinu og einkenna hin nýja rekstur þeirra eða framtak. Þessa fræði eða kennslu- grein er viö hæfi að kalla framtaks- fræði. Kennsla í henni hófst í nokkr- um viðskiptaskólum í Bandaríkjunum fyrir rúmum 10 árum og er hún nú í kennsluskrám flestra viðskiptaskóla og deilda vestan hafs og austan og reyndar einnig hérlendis. Tilgangur greinarinnar er hagnýtur: að hvetja til framtakssemi og athafnasemi f at- vinnullfinu og sýna hvernig standa megi skynsamlega að framtaksverk- efnum án þess að boðið sé upp á eina allsherjar formúlu. Til þess er fyllsta ástæða því að hratt saxast á nýju fyr- irtækin. ( Bandaríkjunum er talað um að allt að 70% þeirra standist ekki eldraunina. Þeim sem vilja fræðast sem mest um athafnamenn og efla þá og styrkja með fjármagni og ráðgjöf er I mun að þrengja hóp þeirra með því að líta burt frá svokölluðum smá- atvinnurekendum. Með þeim er átt við einstaklinga sem stofna og stjórna fyrirtæki ( þeim tilgangi að uppfylla þröng persónuleg markmið. Þau eru aðallega tvíþætt: Að vera eigin herra og sjá sór og sínum fyrir öruggum tekjum. Reksturinn er aöaltekjulind þeirra og tekur mestan tíma þeirra og fjármagn. Þeir geta haft sæmilegar tekjur með mikilli vinnu en hagnaðar- von umfram það og stækkunar- möguleikar eru litlir. Séu þeir þó fyrir hendi skortir smáatvinnurekendurna samt stjórnunargetu til aö takast á við stærri verkefni. Þeir eru einnig áhættufælnir, vilja ekki stofna örugg- um tekjum og eignum I hættu á altari vonar um meiri hagnað og vöxt. ( þessum hópi eru eigendur þjónustu- fyrirtækja eins og lltilla verslana, sölu- turna, efnalauga og vídeóleiga svo eitthvað sé nefnt og upp til hópa ein- yrkjar eins og iðnmeistarar, sjálfstætt starfandi sérfræðingar (tannlæknar, löggiltir endurskoðendur o. fl.) Með því að sleppa þessum smáatvinnurek- endum úr hópi athafnamanna minnk- ar hann verulega að höfðatölu. Þó verður að gera þann fyrirvara að úr þessum hópi getur brotist einn og einn einstaklingur, sem hefur öll ein- kenni athafnamannsins. Eftir eru þá þeir athafnamenn sem áhugaverðastir eru: þeir einstakling- ar sem eygja tækifæri í atvinnulífinu til vaxtar og hagnaðar og hafa getu og þor til að nýta sór þau. Öll byggja þessi tækifæri á einhverri sérstööu á sviði markaðs, framleiðslu, þjón- ustu eða stjórnunar. Þessi sérstaöa er mismikil. Hjá mörgum getur hún falist I markaðssmugu (niche) eða vöruafbrigöi. Oft duga minni háttar frávik til að halda velli. Innan þessa hóps athafnamanna finnst aftur smærri hópur manna, frumkvöðlar eða brautryðjendur. Þeir eru gjarnan I mestu uppáhaldi þegar þeir hafa sannað gildi sitt en geta átt erfitt upp- dráttar I byrjun. Frumkvöölar: Skapandi skemmdarvargar Þeim hefur verið best lýst af Jos- eph A. Schumpeter (1934), austur- rískum hagfræðingi, er starfaði lengst af sem háskólakennari við Harvard- háskólann. Hugmynd hans var sú að efnahagsþróun og hagvöxtur yfir lengri tíma væru borin upp af frum- kvöðlum sem ryðji nýbreytni, nýjung- um eða nýsköpun (innovation) braut inn I atvinnullfið. Þeir stokka fram- leiðsluþættina upp á nýtt. Þeir brjóta niður hefðbundna markaðs- og fram- leiðsluhætti I atvinnulífinu og byggja I staðinn upp nýja og afkastameiri. Schumpeter lýsir þessum verknaði sem „skapandi skemmdum" (cre- ative destruction) svo að slíka frum- kvööla mætti að ósekju kalla „skap- andi skemmdarvarga"! Upptalning Schumpeters á aðferð- um frumkvöðla þegar þeir hasla.sér völl I atvinnulífinu er enn I fullu gildi. Þær eru: 1. að innleiða nýja vöru á markað 2. að innleiða nýjar framleiðsluað- ferðir 3. að opna nýja markaði 4. að opna fyrir nýjum lindum að- fanga 5. aöstokkauppnýjaatvinnugrein Sálfræðileg sjónarhorn Menn hafa tekið eftir þvi að hagn- aðarvonin eða fjárhagslegur ávinn- ingur er ekki einhlít skýring á fram- takssemi athafnamannsins. Því hefur verið leitað að öðrum og dýpri ástæðum, sem kalla mætti sálræna hreyfikrafta. Þekktastar eru kenn- ingar McClellands sem telur að hjá athafnamönnum séu einkum þrenns konar þarfir virkar: athafnaþörf, valdaþörf og tengsla- eða félagsþörf. Tvær þeirra fyrri hafa úrslitaáhrif á ferli athafnamannsins. Það lætur að líkum að athafnaþörfin sé I fyrirrúmi hjá athafnamanninum. Hún hefur verið skilgreind þannig: Löngun til að axla persónulega ábyrgð á ákvörðunum sínum og gerðum: taka miölungs áhættu: sjá áþreifan- legar niðurstöður athafna sinna, þó þannig aö áfangar og keppimörk sóu hvorki of fjarlæg og þung né nærtæk og lótt. Maður með athafna- þörf þarf að spreyta sig á verki sem hann ræður ekki of auðveldlega við en er ekki fyrirfram vonlaust. Þarfir fyrir álit og viöurkenningu á vel unn- um störfum tengjast athafnaþörfinni og styrkja hana séu þær uppfylltar. Valdaþörfin er tvíþætt: þörfin fyrir að stjórna sjálfum sér, vera sinn eig- in herra og öðrum óháður og þörfin fyrir að ráða yfir öðrum og sjá fram- tak sitt og afsprengi vaxa og dafna, jafnvel þótt það taki langan tima. Oft er þörfin fyrir virðingu I slagtogi með valdaþörfinni. Bæði athafna- og valdaþörfin eru taldar vera virkar samtlmis hjá athafna- manninum. Athafnaþörfin er þó al- mennt talin sterkust á upphafsferli hans þótt sumir séu óstöðvandi I at- hafnaþrá sinni og ráðist stöðugt I nýtt framtak að afloknu því eldra. Valda- þörfin sígur siðan gjarnan á þegar þroski og aldur færast yfir athafna- manninn. Þá hefur því verið haldið fram að athafnasemi sé aö vænta hjá þeim sem taka athafnamenn sér til fyrir- myndar og hafa gildismat sem segir að þeir ákveði sjálfir örlög sín („Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur", „að trúa á mátt sinn og megin”.). Félagsfræðileg sjónarhorn Þær skoðanir eru uppi að félags- legir þættir geti skýrt hegöun at- hafnamannsins. Þekktastar eru kenn- ingar Max Weber I þessu efni. Hann hélt því fram að kristin mótmælenda- trú, sérstaklega heittrúarstefnur, hefði getið af sér gildismat sem verðlaun- ar mikla vinnu, sparsemi og sparn- að sem mæla mætti I veraldlegum auði en litið óhófsneyslu hornauga. Fyrir þessar dyggðir yrði umbunað I öðrum heimi. Þetta gildismat taldi Weber hafa veriö driffjöður athafna- manna á Vesturlöndum frá siða- skiptum og skýra iönbyltinguna og hraða efnahagsþróunar I kjölfar hennar. Tveir siðustu liðirnir þurfa skýringar 10 VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.