Verktækni - 25.04.1988, Side 25

Verktækni - 25.04.1988, Side 25
ALIT Trausti Valsson, skipulagsfræðingur: HUGMYNDIR UM HÁLENDISVEGAKERFI Fyrir ellefu árum birti ég hugmyndir mínar fyrst um strúktúr framtiðar- vegakerfis landsins. Þessi strúktúr er Hringvegurinn og þvertengingar í hringnum yfir hálendið til að stytta leiðir og gera N-, S-, og A-land að samverkandi byggðasvæði. Fyrst ( stað þótti flestum þessar hugmyndir allt að því fáráðlegar, en eftir því sem árin hafa liðið, hafa menn smám saman vanist hugmynd- inni. Framtíðin er oft skemur undan en menn hyllast til að ætla og til dæmis hef ég orðið var við að menn hafa orðið hissa á hvað mikið er komið af þeim vegum sem falla að hugmynd- inni að hálendisvegakerfi. Breiðu lín- urnar á myndinn: sýna hvað komið er af kerfinu og þær punktuðu það sem á vantar. (Sjá mynd 1) Heim kominn úr framhaldsnámi hóf ég á síðasta ári nýtt kynningar- átak á hugmyndum mínum. Síöast- liðið vor gaf ég út rit um málið: ,,Hug- mynd að fyrsta heildarskipulagi (s- lands", með styrk frá Byggðastofnun og Skipulagi rfkisins. ( ritinu bendi ég á þaö sem eitt mikilvægasta markmið íslandskipu- lags að beina byggðaþróun framtíð- Traustl Valsson. arinnar inn á jarðhitasvæði landsins. Þau fylgja skálinu NA yfir landið eins og sést á meðfylgjandi korti. (Mynd 2) Öflugasta tæki til að stjórna þróun æskilegasta byggðamynsturs er að leggja vegakerfi samkvæmt þessu mynstri, því þar sem vegir koma dafnar byggð. NA-skálínuna kalla ég byggðaás framtfðarinnar og er hann sýndur á næstu mynd. (Mynd 2) Þó hin fjölmörgu langtíma byggða- sjónarmið heildarskipulagsins sé það sem fyrst og fremst býr að baki vega- kerfishugmyndinni, er það þó skiljan- lega hinn ýmsi ávinningur sem kem- ur strax fram við lagningu vegakerfis- ins sem vekja athygli ráðuneyta, stjórnmálamanna, stofnana og al- mennings. Ávinningurinn er t.d. styttri vega- lengdir milli landshluta og aukning ferða innlendra og erlendra ferða- manna um landið. □ Ákvöröunarstaöir Um hring- veginn Um hálendið Stytting á akstursleiö 432 km Um 360 km Um 70 km 710 km Um 460 km Um 250 km 487 km Um 300 km Um 190 km 556 km Um 235 km Um 320 km 704 km Um 335 km* Um 380 km Fjallabaksleið. FELÖG TÍMARIT ÁHUGAHÓPAR VERKTÆKNI kynnir reglulega hverskyns sérfélög, áhugahópa, tfmarlt, skýrslur o. fl. Hafið samband við ritstjóra (heimasími 652238) og látið vita af áhuga ykkar á að koma slíku á framfæri í blaðinu. VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988 13

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.