Verktækni - 25.04.1988, Síða 26

Verktækni - 25.04.1988, Síða 26
TÆKNI OG FRAMFARIR Jóhannes Þorsteinsson, deildarstjóri Staðladeildar Iðntæknistofnunar íslands: STÖÐLUN Á ÍSLANDI Þegar unnið er að stöðlun á lands- vísu þarf eftirfarandi a.m.k'. að vera fyrir hendi: 1. Ákveðin stefna með stöðlun inn- anlands. 2. Augljóst verður að vera hver tek- ur hverja ákvörðun. 3. Þeir sem þurfa á stöðlunum að halda verða að geta haft tilhlýðileg áhrif á gerð hvers staðals. 4. Þeir, sem málið er skylt, verða að viðurkenna reglur sem gilda um stöðlunina. 5. Ákvæði staðla verður að túlka á einn veg og ef vafi leikur á túlkun verður að vita hver sker úr um hana. 6. Þegar staðall hefur verið gerður verður að sjá til þess að hann úreldist ekki. Þessi atriði, og ýmis fleiri, hafa öll verið höfð í huga við þá endurskipu- lagningu stöðlunarvinnu sem staðið hefur yfir að undanförnu. Við þetta má bæta því að stöðlunarvinna er tímafrek. Einnig hafa þegar verið unnir í öðrum löndum flestir þeir staðlar sem [slendingar þurfa á að halda og því nauðsynlegt að leita fyr- irmynda í söfnum þessara landa. Endurskipulagningin hófst með heimsókn Jans Ollners, fyrrum fram- kvæmdastjóra sænska staðla- sambandsins haustið 1986. Ollner heimsótti hér fyrirtæki, samtök og aðra hagsmunaaðila í þriggja vikna dvöl sinni og skilaði tillögum að skipu- riti sem unnið væri eftir. Þessar til- lögur voru sendar til umsagnar hjá helstu hagsmunaaöilum. Undirritaður fór síðan og kynnti sér stöðlunarstarf hjá alþjóðasambandi staðlastofnana, vesturevrópska staðlasambandinu og á Norðurlöndum. Veturinn 1986-87 var siðan unnið í samvinnu við Verkfræðingafélagið að undirbúningi stofnunar Staðlaráðs (slands sem tæki við hlutverki stjórnar Iðntæknistofnunar (slands viðvlkjandi stöðlun. Stjórn Iðntæknistofnunar samþykkti reglur fyrir Staðlaráðið í október á síðasta ári og tók þá ráðið formlega til starfa. Reglurnar er hægt að fá hjá staðladeild Iðntæknistofn- unar fslands. STAÐLARÁÐ Ráöið skipa eftirtaldir: Þorbjörn Karlsson, formaður, fulltr. H.f. Ólafur Sigurðsson, varaformaður, fulltr. iðnaðarráðuneytis, Ari Arnalds, fulltr. þeirra sem vinna að sjálfvirknivæð- ingu, Davlð Lúövlksson, fulltr. Félags íslenskra iðnrekenda, Garðar Er- lendsson, fulltr. Landssambands iðn- aðarmanna, Hreinn Jónasson, fulltr. Stöölun; lykill að þróun og hagvexti Tæknifræðingafélags íslands og Páll Valdimarsson, fulltr. Verkfræðinga- félags (slands. Ritari ráðsins er deildarstjóri Staðla- deildar Iðntæknistofnunar (slands. Aðild að ráðinu er ekki bundin við þessa aðila eina en miðað er við að aðilarnir hafi hagsmuna að gæta um stöðlunarvinnu á mörgum sviðum á landsvísu. Því má reikna með að ein- hverjir aðilar bætist síðar við. Ráðið er miðstöð stöðlunar hér- lendis. Það mótar heildarstefnu og staðfestir og nemur úr gildi staöla, viðauka við þá og túlkanir. Það er einnig formlegur aðili að erlendu stöölunarsamstarfi sem íslendingar taka þátt í. FAGRÁÐ Samkvæmt reglum ráðsins getur það stofnað fagráð og tækninefndir á afmörkuðum sviðum. Nú þegar hafa verið stofnuö tvö fagráð, Byggingar- staðlaráð og Tölvuráð, og unnið er að stofnun þess þriðja, Rafstaðla- ráðs. Þá hefur verið rætt um að e.t.v. þurfi að stofna ráð eða nefnd sem ynni að gerð staðla vegna matvæla- framleiðslu og umbúðamálum. Reiknað er með að þessi ráð þurfi hvert um sig starfsmann. Gerður hef- ur verið samningur við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins um að starfsmaður stofnunarinnar vinni fyrir Byggingarstaðlaráð og annast Haf- steinn Pálsson þá vinnu. Starfsmaður Reiknistofnunar Háskóla (slands mun vinna að stöðlun í upplýsingatækni. Aðrir starfsmenn vinna á staðladeild löntæknistofnunar þar sem staðlar verða áfram gefnir út og þar verður einnig áfram hægt að fá íslenska og erlenda staðla. EVRÓPUST AÐLA- SAMBÖNDIN Ríkisstjórnin tók í nóvember á sið- asta ári ákvörðun um að (slendingar skyldu gerast aðilar að vestur-evr- ópsku staðlasamböndunum, CEN og CENELEC. Aöild að CEN tekur gildi um miðjan júnl nk. en aðild að CENELEC, sem vinnur á raftækni- sviði, ummiðjan maí. Þessi sambönd vinna mikið af þeirri samræmingu sem nú fer fram í Evrópu. Ákvörðunin er því stefnumótandi. að íslenskur iðnaður verði samræmdur iðnaði í Jóhannes Þorsteinsson. Evrópu og á íslenskum markaði verði gerðar sömu kröfur til iðnaðarvöru og gerðar eru á Evrópumarkaði. Einnig munu íslendingar hafa möguleika á að taka þátt í sameiginlegu gæða- vottunarkerfi (certification system) sem unnið er að hjá staðlasam- böndunum. INNGANGUR Á sviði upplýsingatækni hafa verið gefnir út staðlar svo skiptir hundruð- um. Er þá átt við staðla sem alþjóöa- stofnanir svo sem ISO (International Organization for Standardzation) og CCITT (The International Telegraph and Telephone Consultative Comm- ittee) og staðlastofninir stórþjóðanna svo sem ANSI (American National Standards Institute) hafa gefið út. Árangur stöðlunarinnar telst nú þegar markverður. Stöðlun er reynd- ar forsenda fyrir árangri á mörgum sviðum upplýsingatækni. Símatækni er gott dæmi. Það telst meiri háttar tækniafrek að hægt sé að lyfta upp símtóli ( Reykjavík og hringja út um víöa veröld. Hringingin getur borist milli simstöðva i mörgum þjóðlöndum og nota stöðvarnar stöðluð boð sín á milli. En betur má ef duga skal. Oft skortir stöðlun og samræmingu bagalega. Það getur t.d. verið hæg- ara sagt en gert að ná ritunnum texta frá einni gerð af einkatölvu yfir á aðra. Reyndar er samtenging tölva um- fangsmikið stöðlunarverkefni. Svo- nefnt OSI ("Open Systemes Inter- connection") verkefni hefur nú þegar skilað markverðum árangri, og má INNRI MARKAÐUR EVRÓPU Starfið hjá þessum staðlasam- böndum hefur aukist mjög á undan- förnum tveimur árum i tengslum við ákvörðun Evrópubandalagsins og EFTA um innri markað ( Evrópu. Staðlar CEN eru ekki margir ennþá en þeim mun fjölga mikið á næstu misserum og árum. Helstu áherslu- svið, sem íslendingar varða miklu, eru á byggingarsviöi og, í samvinnu við CENELEC og CEPT, í upplýs- ingatækni. Þá er á döfinni að CEN vinni að stöðlun varðandi hreinlæti matvæla, umbúðir og merkingar. Það var kominn tími til þess aö vinna skipulega að stöðlun hérlendis. Ekki er enn vitaö hvernig það kerfi, sem sett hefur veriö upp, reynist. Ef vel á að takast til verða þeir sem mál- ið er skylt að taka þátt í vinnunni. ÍJIarkmiðið á að vera að íslenskur iðn- aður búi við sömu aðstöðu varðandi staðla og nágrannaþjóðir okkar — bæði staðfesta staðla hérlendis og upplýsingar gildandi staðla í mark- aðslöndum okkar. □ Stöölun; lykill aö þróun og hagvexti þar t.d. nefna X.25 samskiptastaðal- inn. Enda þótt staðlar á sviði fjarskipta og tölvutækni séu ómissandi þáttur í nútíma tölvunotkun verður í greinar- korni þessu fyrst og fremst hugað að stöðlum í hugbúnaðargerð. Nú orðið er kostnaður við tölvu- væðingu að mestum hluta kostnaður við kaup eða smiði hugbúnaðar. Og hugbúnaðarkreppan fer vaxandi ef nokkuð er. (Með hugbúnaðarkreppu er átt við að meiri eftirspurn er eftir nýjum hugbúnaði en hægt er að anna). Aukin afköst í hugbúnaðar- gerð er því meginviðfangsefni og ein af leiðunum til úrbóta er aukin stöðl- un. STAÐLAR OG HUGBÚNAÐARGERÐ Fljótlega upp úr 1960 fór tölvu- notkun að aukast verulega. Og þörfin á að geta flutt hugbúnað milli mis- munandi tölvugerða varð snemma Ijós. Árið 1966 gaf ANSI svo út fyrstu Oddur Benediktsson, prófessor: NÝTING STAÐLA í UPPLÝSINGATÆKNI 14 VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.