Verktækni - 25.04.1988, Qupperneq 28

Verktækni - 25.04.1988, Qupperneq 28
TÆKNI OG FRAMFARIR kaupum og ráðgjöfum. Meðal þess- ara gagna voru drög að sérskil- málum vegna opinberra fram- kvæmda, sem Fjárlaga og hagsýslu- stofnun hefur nýlega látið gera. Starfshópur innan nefndarinnar fór yfir þessar útboðslýsingar allar og skráði atriði sem voru talin eiga erindi í almenna skilmála. Ennfremur voru erlendir staölar um þetta efni athug- aðir, þar á meðal Norðurlandastaðl- arnir og hinir alþjóðlegu FIDIC skil- málar, sem nýlega eru komnir út í 4. útgáfu. Jafnframt þessu var leitað til fjölda einstaklinga, sem hafa afskipti af verksamningum og þeir beðnir um hugmyndir. Nú liggur fyrir tillaga að endurskoð- uðum staðli og er áætlað að senda hana formlega út til gagnrýni í apríl og óska eftir athugasemdum fyrir miðjan maí, þannig að unnt verði að prenta staðalinn I júnf á þessu ári, ef vel gengur. ( fyrrgreindum starfshópi eru Gunnar S. Björnsson, Jónas Frf- mannsson og Stanley Pálsson, en Jóhannes Þorsteinsson deildarstjóri staðladeildar Iðntæknistofnunar hef- ur haft umsjón með verkinu og ann- ast skráningu. Leitað var til Páls Sig- urðssonar prófessors og hann feng- inn til þess að gagnrýna handrit aö tillögunni. Haft var samband við is- lenska málstöð um gagnrýni á mál- fari. Þá var Helgi Bernódusson út- gáfustjóri Alþingistiðinda fenginn til þess að lesa tillöguna yfir. Allir þessir aðilar bentu á ýmislegt sem betur mætti fara. Almennir útboðs- og samningsskil- málar um verkframkvæmdir eru leið- beiningar um góðar venjur, sem náð hafa ákveðinni festu f atvinnulífinu. Staðallinn hefur ekki lagagildi. Hverj- um og einum er I sjálfsvald sett að nota staðalinn eða láta hann ónotað- an. Styrkur staðalsins felst í því að hann er „agreed document". Helstu hagsmunaaðilar f byggingariðnaði standa að samningu hans og hafa lagt blessun sína yfir hann. ( þeirri staðaltillögu, sem nú liggur fyrir er gerð ráð fyrir talsvert miklum breytingum og viðbótum við gildandi staðal. Efnisröðun og -uppbygging er þó að mestu óbreytt. Við skoðun útboðslýsinga frá hin- um ýmsu verkkaupum kom í Ijós að það er algengt að útboðslýsingar hafa að geyma ftarlega viðauka við og breytingar" á (ST 30. Hafa sumir ráðgjafar að því er virðist komið sér upp „stöðluðum" viðbótum af þessu tagi. ( útboðslýsingum sjást stundum ákvæði þannig eða þessu Ifk: ,,ÍST 30 er hluti þessarar útboðslýsingar. Á þeim stöðum, þar sem ósamræmi kann að vera milli staðalsins og ann- arra ákvæða í lýsingunni skulu ákvæði staðalsins þó víkja". Hér er um óheppilega notkun staðalsins að ræða, sem ætti ekki að þurfa að sjást. Jónas Frfmannsson Litið var á það sem markmið við endurskoðunina að minnka þörf fyrir viðauka og breytingar. Skilmálar staðalsins eiga að vera almenns eðlis og æskilegt að hann sé þannig úr garði gerður, að ekki þurfi að gera breytingar, þegar útboðslýsing er samin. Upplýsingar, sem eru sér- tækar fyrir ákveðið útboðsverk, eiga hins vegar heima í sérskilmálum. Á alþjóðlegum vettvangi fer fram vinna við staðlagerð. Nefna má nor- rænu staðlasamvinnuna INSTA og Evrópu staðlasambanið CEN. Iðn- tæknistofnun stefnir að vaxandi þátt- töku í starfi þessara stofnana. Ljóst er aö ísland getur haft mikið hagræöi af því að vera meö í slíkri staðlavinnu og má raunar fullyrða að hún sé þýð- ingarmikil forsenda fyrir iðnþróun og hagvexti í landinu. ( náinni framtfð er gert ráð fyrir að Evróþulöndin taki upp sameiginlega staöla á miklum fjölda fagsviða. Allt bendir til þess að við hér á Fróni munum þannig taka formlega í notkun fjölda staðla á er- lendum tungumálum, áður en langt um liður. Á þetta sérstaklega við um staðla um tæknileg efni. Hins vegar benda upplýsingar, sem fengist hafa, ekki til þess að alþjóðlegar reglur leysi af hólmi þjóðarstaðla um verk- samninga ( náinni framtfð. Þess má þó geta, að áriö 1975 kom út á veg- um Norðurlandaráðs tillaga að sam- eiginlegum Norðurlandastaðli um verksamninga. Var hún samin af Tore Sandvik, norskum prófessor í lögum. Tillagan, sem raunar var mjög vand- lega unnin, og byggði á gildandi stöðlum á öllum 5 Norðurlöndunum komst þvf miður aldrei af tillögustigi. (stuttri frásögn gefst lítið tækifæri til þess að fjalla um einstök atriði, sem lagt er til að breytt verði eða bætt við (ST 30 þessi skulu þó nefnd: 1. kafli. Orðskýringar. Bætt er við þessum hugtökum: Hliöarverktaki, alverktaki, forvalsút- boð, forsögn og alútboð. 3. kafli. Auglýsing um útboð. Settar eru reglur um auglýsingu forvalsútboðs. 4. kafli. Útboðsgögn. Gert er ráð fyrir þvf sem megin- reglu, að heimilt sé að gera frávikstil- boð. 6. kafli. Efni tilboðs. Hér eru ítarlegri reglur en áður um það hvernig með skuli fara ef villur eða misræmi er í útboði. 7. kafli. Tilboð opnuð. . . Nánari reglur en áður um hvað eigi að lesa upp, þegar tilboö eru opnuð. 15. kafli. Tryggingarfé. Gefinn er kostur á því að setja 15% framkvæmdatryggingu (( stað 10%), en sleppa geymslufé. 16. kafli. Breytingar. Sett eru ákveðin hámarksákvæði um breytingar. Tillaga verktaka um hagræðingu veitir honum rétt til hlut- deildar í hagnaði. 22. kafli. Áhætta — vátrygging- ar... Kvöð um brunatryggingu er óbreytt, en bætt er við ábendingu um að krefjast megi annarra trygginga. Á síðastliðnu ári átti sér stað mikil endurskipulagning f íslenskum stöðl- unarmálum. Þá setti stjórn Iðntækni- stofnunar íslands (ITÍ) á fót Staðlaráð (slands (STRÍ) og fól því hlutverk sitt á sviði stöölunar. Ennfremur ákvað ríkisstjórnin að Island gerðist aðili að Comité Européen de Normalisation (CEN). Um miðjan júní verður ísland full- gildur aöili að CEN, en nú eru aðildar- ríki 16, öll riki Evrópubandalagsins og öll ríki EFTA nema Island. Aðal- hlutverk CEN er að semja Evrópu- staðla (EN), en þeim er ætlað að gegna lykilhlutverki í að auðvelda við- skipti meðal þátttökuþjóðanna. Hefur Evrópubandalagið sett sér það mark- mið að koma á frjálsum innri markaði fyrir árslok 1992 og er ein megin- forsenda þess talin vera að koma í veg fyrir tæknilegar hömlur (viðskiptum og þjónustu. Tæknilegum hömlum verð- ur rutt úr vegi með því að koma á sameiginlegum reglum og stöðlum innan markaðssvæðisins. Gert er ráð fyrir, að stór hluti þeirra EN staðla, 23. kafli Eignarréttur... Verkkaupi eignast nú verkið, þegar hann greiðir fyrir það. (Áður eftir því sem verkinu miðaði áfram). Ákvæði eru sett um eignarrétt að gömlu efni, sem fjarlægja þarf við endurbyggingu eða viðgerðarvinnu. 24. kafli. Frestir — tafabætur. Nú er talað um „tafabætur" í staö „févftis" áður. 25. kafli Tímabundin stöövun — vanefndir — riftun. Ákvæði í þessum kafla eru nú mun itarlegri en áður. 28.- 33. kafli. Úttekt, yfirmat, ábyrgö, mælingar, greiöslur, ágreiningur. Um öll þessi atriöi eru nú ftarlegri ákvæði en áður. 34. kafli. Undirverktakar. Sérstakur nýr kafli er nú um sam- skipti aðalverktaka og undirverktaka. Ef einhver, sem þessar Ifnur les óskar eftir frekari vitneskju eða vill láta í Ijós athugasemdir, er sá hinn sami beð- inn að gera svo vel að hafa samband við deildarstjóra staðladeildar ITÍ eða einhvern fyrirgreindra „endurskoð- enda" staðalsins ÍST 30. □ Stöölun; lykill að þróun og hagvexti sem nauðsynlegt er að setja fyrir 1993 verði á sviði byggingariðnaðar og er áætlað að lokið verði við 400 til 500 nýja staðla áöur en fresturinn rennur út. Með aðild sinni að CEN skuld- bindur ísland sig til þess að taka upp óbreytta alla EN staöla innan 6 mán- aða frá útgáfudegi. Heimilt er þó að semja sérstaka þjóöarviðauka við þessa staðla þegar séreiginleikar byggingarefna eða veðráttu eru veru- lega frábrugðnir forsendum staðals- ins. Enn fremur er í mörgum tilvikum gert ráð fyrir, að ákveðin tölugildi staðlanna geti verið mismunandi frá einu landi til annars. Til þess að sinna þvi mikla verki að meta og staðfæra þann fjölda EN staðla, sem væntanlegur er, svo og til þess að sjá um frumritun og endur- Þorsteinn Helgason, prófessor, formaður Byggingarstaðlaráðs: STÖÐLUN í BYGGINGA RIÐNAÐI 16 VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.