Verktækni - 25.04.1988, Síða 31
VÖRUKYNNING
Grétar Leifsson, vélaverkfr. hjá ísleifi Jónssyni hf.:
GRUNDFOS DÆLUR HENTA
FISKELDISFYRIRTÆKJUM
ÖR VÖXTUR.
Á síðustu árum hefur fiskeldi á ís-
landi aukist svo um munar. Nú er svo
komið að langt yfir 100 stöðvar eru
þegar komnar á stað, sumar eru
Þegar komnar í fullan rekstur á með-
an aðrar eru aðeins á teikniborðinu.
Þessi öri vöxtur hefur því miður verið
á kostnað forsjálninnar og þeir sem
hafa gengið fremstir hafa margir
hverjir þurft að læra af biturri reynslu
og þurft að taka á sig fjárhagslegt
tjón. Fjármagnsskortur í þyrjun og
langur framleiðslutlmi, eru hvati til
þess að velja ódýrari lausnir fram yfir
þær bestu. Sérfræðingar eru stund-
um kallaðir til of seint, oft eftir að búið
er að ákveða ýmsa veigamikla þætti,
s.s. staðsetningu stöðvarinnar og
leiðir til vatnsöflunar. Sérfræðingarnir
eiga síðan að velja bestu lausnirnar
við þröngar aðstæður.
SJÓÖFLUN.
Það er til góð reynsla af dælingu á
heitu og köldu vatni hérlendis, en
það sem ekki var til staðar var sjó-
dæling í því magni sem orðið hefur.
Algengt hefur verið að grafa brunna
í fjörukamb og dæla sjónum upp
með brunndælum. Þessar dælur eru
Ojarnan úr plasti og steypujárni, upp-
haflega hannað fyrir ásalt vatn. í
fyrsta lagi eru brunnarnir oft ófull-
nægjandi þar sem engin trygging er
fyrir því að brunnurinn gefi nóg og að
sandur og grjót berist ekki inn í dæl-
una.
Reynslan hefur verið sú að end-
ingin er sjaldnast meiri en eitt til tvö
ár, og það furðulega er að oft er
þetta talið nokkuð gott. Stundum eru
þó einnig aörir þættir sem sþila inn í
t-d. rafmagnstruflanir.
Jafnframt hefur verið sóttst eftir
fáum og stórum dælum, sem dæla
allt að 300 l/s.
Réttari lausnir.
Við hjá ísleifi Jónssyni h.f., álítum
að bestu lausnirnar fáist með dælum
sem séu hannaðar fyrir sjó frá byrjun
°g að notaðar séu fleiri og smærri
dælur. Smærri dælur íþyngja rafkerf-
'nu síður, eru meðfærilegri og auð-
veldari í viðhaldi. Jafnframt gerir þaö
minna til þó svo að ein dæla stoppi
°9 ódýrara er að hafa varadælu til-
búna. Við höfum selt GRUNDFOS
dælur í um 35 ár hérlendis og þar af
djúpdælur í um 10 ár. Við álltum út frá
'angri reynslu að áreiðanleg sjóöflun
fáist einna best meö djúpdælum, en
GRUNDFOS framleiðir slíkar dælur
fyrir þrýstihæð frá 10 mvs til 600 mvs
og afköst frá 0,6 m3/h til 280 m3/h.
RYÐFRÍTT STÁL.
Strax frá upphafi var tekin sú
megin ákvörðun hjá GRUNDFOS að
byggja alla megin þætti djúþdæl-
anna úr ryðfríu stáli. Ekki aðeins að
styrkur riðfría stálsins er mjög hár
gegn hita og tærandi vökvum, heldur
er lítill massi betri gagnvart titringi og
hávaða. Jafnframt er ryðfrítt stál eitt
besta efnið gagnvart hvörfunar af
völdum „kavitation" og sandi, þar
sem t. d. steypujárn hvarfast auð-
veldlega. Dælurnar eru léttar og
mjóar, sem gefa mikið streymi úr
hverri borholu.
Flinsvegar er ryðfritt stál ekki allt
eins. Ffjá GRUNDFOS er aðallega
talað um þrjár megin gerðir, A-gerð,
sem er algengust fyrir kalt og heitt
vatn (W.Nr. 1.4301), N-gerð, fyrir
kaldan sjó (W.Nr. 14401) og R-gerð,
fyrir heitan sjó (W.Nr. 1.4539). Þegar
velja á milli þessara tegunda er
nauðsynlegt að láta efnagreina vatn-
ið og mæla hitastig þess. Verðmunur
á þessu þrennu getur veriö verulegur
og liggur hann aðallega i dælunni
sjálfri, þar sem stálnotkun er mest og
eykst munurinn við aukningu þrepa.
DÆLUR SEM DUGA.
GRUNDFOS er þekkt fyrir að huga
að smáatriðunum í hönnun og fram-
leiðslu. Sem dæmi má nefna legurnar
í sjálfri dælunni, sem eru úr gúmmíi.
Gúmmíið er ekki hringlaga, eins og
öxullinn, heldur sexhyrnt eða átt-
hyrnt. Þegar sandur berst uþþ í dæl-
una, myndi hann festast ef ekki væru
þessi millibil sem sandurinn kemst í
og sogast því upþ í gegnum dæluna.
Á öxlinum beint undir fyrsta hjóli er
sérstakur snigill, sem mun halda
dælunni og þar með legunum rök-
um, og hindra þannig að legurnar
eyöileggist, ef borholan gefur ekki
nægjanlegt flæði.
Dælurnar hafa aldeilis frábæra
nýtni, um og yfir 70% við hönnunar-
álag. Það má geta þess að GRUND-
FOS, jafnt sem aðrir dæluframleið-
endur gefa oftast eingöngu uþþ
dælunýtni, en ekki mótornýtni. Til-
gangur þessa er aðallega til þess að
velja dælu þannig að við gefnar
forsendur um heildarþrýstihæð og
flæði, vinni dælan sem næst há-
marksnýtni eða örlitið hægramegin á
kúrfunni. Þess má einnig geta, að enn
sem komið er, er engin alþjóðlegur
staðall til varðandi dælunýtni. Fram-
leiðendum er því í lófa lagið að mæla
og meta slíka nýtni hver með sinni
aðferð, hinsvegar er auðveldar að fá
góða nýtni á tilraunastofu eða með
reikningsaðferðum, en við raunveru-
legar aðstæður. Varlega skal því farið
með slíkar nýtnitölur þegar meta á
rekstrarkostnað.
EIGIN MÓTORFRAM-
LEIÐSLA.
GRUNDFOS gerði sér snemma
grein fyrir því að ekki væri nóg aö
búa til góðar dælur, ef svo mótorinn
væri vafasamur. Nú er svo komið að
GRUNDFOS framleiðir flest alla þá
mótora sjálfir, sem hefur gert
GRUNDFOS að einum stærsta
mótorframleiðanda í heiminum í dag.
Nýlega setti GRUNDFOS á markað-
inn nýja útgáfu af 4" mótor MS 402
og 6" mótor MS 600. Með djúþdælu-
mótor má fara í allt að 80°C hita, en
ef hitastigið er hærra, er möguleiki
að komast í allt að 99°C hita, með
borholudælu (mótor uppi). Flér ræð-
ur hiti og efnasamsetning vatnsins
jafnframt vali á réttri tegund af ryðfríu
stáli.
Það ber að hafa I huga að djúp-
dælumótor hefur alltaf örlítið lægri
nýtni en venjulegur mótor. Þetta er
vegna þess að stálhimnan sem um-
lykur stator-vafningana, er þykkari,
sem leiðir af sér töf. Ef þessi kápa
væri höfð þynnri, vaeri það á kostnað
endingarinnar.
Inni i mótornum á milli stators og
rótors, er sérstakur vökvi, sem sér
um að smyrja mótorlegurnar og kæla
mótorinn. Legurnar eru úr keramik
og eru þær viðhaldsfríar. Hið mikla
vökvamagn tryggir góða kælingu og
geriö það kleift að hægt er aö stað-
setja mótorinn láréttan og/eða í
ognum geymi. Sérstök membra inni í
mótornum tekur ugp þenslu á vökv-
anum. Að utan er mótorinn algerlega
hermetiskt lokaður úr ryðfríu stáli.
Jafnframt mótorum þarf start- og
öryggisbúnað, sem GRUNDFOS
framleiðir einnig. Þar sem mótorar í
fiskeldi er startað afar sjaldan, er oft-
ast um beint start að ræða. Djúp-
dælumótorar eru huldir bæði sjón og
heyrn, er því erfitt að meta hvernig
mótornum líður. Því er nauðsynlegt
að hafa allan nauðsynlegan öryggis-
búnað, s.s. útslátt vegna hitastigs,
fasajafnvægi, fasaröð, undir- og yfir-
álagi Sþennu og straums. Jafnframt
þarf að fylgjast með hitastigi, spennu
og straum, enn allan slfkan öryggis-
búnaö framleiðir GRUNDFOS sér-
staklega fyrir djúpdælumótora. Ef
notaður er viðurkenndur búnaöur
sem passar við dælurnar, má þannig
tryggja áfallalausan rekstur og jafn-
framt má vekja athygli á að iðgjöld
trygginga ráðast gjarnan af þeim
öryggisbúnaði sem notaður er.
Dæmi eru um að andvirði slíks bún-
aðar sparist um leið og tryggt er.
ALLT Á SAMA STAÐ.
Þess ber að geta að ísleifur Jóns-
son h.f. hefur starfað í 66 ár og hefur
því langa reynslu við sölu á tækjum
og efni til vatnsöflunar. Lögð er
áhersla á að finna heildarlausn á
hverju verkefni. Benda má á að
GRUNDFOS framleiðir flest allar
þær tegundir dælna sem notaðar eru
í fiskeldi í dag og eru GRUNDFOS
dælur þegar til staðar í flestum fisk-
eldisfyrirtækjum hérlendis. □
VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988
19