Verktækni - 25.04.1988, Blaðsíða 34

Verktækni - 25.04.1988, Blaðsíða 34
VÖRUKYNNING Þorsteinn Hjaltason, forstjóri hjá Dælum hf.: ÞRJÁR DÆLUTEGUNDIR FRÁ DÆLUM HF. Gríndex — dælur sem duga Grindex hefur framleitt grunnvatns- dælur frá lokum 6. áratugarins og eru þær nú í notkun i yfir 70 löndum um heim allan. Grindex framleiðir eingöngu raf- drifnar grunnvatnsdælur og hefur sú sérhæfing gert Grindex að leiðandi framleiðanda í heiminum i dag á þessum tegundum dælna. Grindex línan samanstendur af 30 tegundum dælna með afköst allt að 14.000 l/mín og lyftihæð allt að 100 m. Upphaflega voru grunnvatnsdæl- urnar eingöngu hugsaðar sem drendælur fyrir byggingasvæði og námur og viö slíkar aðstæður komu vel í Ijós gæði Grindex dælnanna. Grindex dælur má í dag finna í mörgum öðrum mismunandi verk- efnum eins og iðnaði, landbúnaði, fiskirækt, skipasmiðjum og áveitum. Og á hverjum degi koma ný verkefni i Ijós. DP-dælur sem duga DP-þrepadælur eru úr ryðfriu stáli og eru fyrirferðalitlar, má nota fyrir heitt og kalt vatn og hafa vítt afkasta- svið. Það þýðir að DP-dælurnar má nota í margs konar verkefni eins og í iðnaði, áveitu, landbúnaði, fiskirækt, háþrýstiþvott og við vatnsöflun al- mennt í íbúöarhús jafnt sem atvinnu- húsnæði. Allir slitfletir DP-dælunnar eins og dæluhjól, dæluhús og öxull eru úr ryðfríu stáli. Afköst Dp-dælnanna eru allt að 16,5 l/s og þrýstihæð allt aö 220 m. Til að halda uppi réttum vatnsþrýst- ingi á öllum stærðum húsa, hverfum og bæjum má nota DP-vatnsþrýsti- sett. DP-vatnsþrýstisett má sérhanna eftir kröfum hvers og eins (pláss, staösetning, aðrennslis og frárennslis o. fl.) og geta þau minnkað orkuþörf um allt að 30-40<ýo. DP-vatnsþrýsti- sett hafa afköst allt að 250 l/s og þrýstihæð allt að 200 m. Minex Minette Minor Major Matador Grlndex-dalur I ýmsum stœrðum. Maxi — NÝJUNG! — Dælukerfi fyrír borholur Kerfislýsing Vatn úr tanknum fer gegnum síu (1) og um sogslöngu i þrýstidæluna (3). Frá þrýstidælunni (3) fer vatnið um þrýstislöngu við háan þrýsting inn ( Norpol borholudæluna (C). Vatn úr borholunni fer gegnum botnsíu (4) inn í dæluna, þar sem því er dælt ásamt vatninu frá þrýstidælunni upp i vatnstankinn (A) um frárennslis- slönguna. Hönnun vatnstanksins er háð gæðum vatnsins í borholunni. Borholur Þar sem Norpol borholudælan er aðeins 60 mm í þvermál er hægt að bora borholuna með mjög litlum bor. Minnsta þvermál getur verið 2W'. Þetta þýðir mjög lítinn kostnað við borholugerðina bæði hvað varðar borun og fóöringu. Afkastageta Norpol borholudæla getur dælt allt að 50 l/mín og lyft meira en 700 m. Einnig eru til 4” Norpol dælur, sem vinna á sama hátt og afkasta allt að 100 l/min. Afköst eru háð snúnings- hraða þrýstidælunnar á barminum. Aflgjafi (B) Aflgjafinn samanstendur af tvennu: 1. Orkugjafa sem getur verið mann- afl (hand- eða fót-) rafmagn, bensin, olia, vindur (vindmylla), sólarorka o. fl. 22 VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.