Neytendablaðið - 01.02.1977, Side 2

Neytendablaðið - 01.02.1977, Side 2
2 Við lifum á tímum samtakanna, aukin tækni, meiri verka- skipting og sífellt fleiri samtök hafa og einkennt þróun síð- ustu ára. Menn hafp uppgötvað mátt samtakanna, safnað liði og skorið upp herör á stöðugt fleiri sviðum. Eða eins og skáldið segir: „Hvað má höndin ein og ein, allir leggjum sam- an.“ Ef menn taka ekki saman höndum til framgangs þess mál- efnis, er þeir trúa á, verður gata þess grýtt, þakin gr jóti frá öðrum götum annarra manna. Slík hefur gata neytandans verið. Eðlilega urðu framleiðendur vörunnar langtum fyrri til en neytendur til að stofna með sér hagsmunasamtök. Það liggur í augum uppi, að auðveldara er að stofna félag pylsuframleiðanda en pylsuneytanda svo að dæmi sé tekið. Framleiðendur eru fáir, en neytendur margir og dreifðir. Þessvegna hefur það reynst erfítt að kalla saman neytendur til stofnunar hagsmunasamtaka. Því er það að verð og gæði vörunnar hafa sjaldnast verið neytendum í hag. Neytendur hafa þó ekki verið algerlega varnarlausir. Lög- gjafaþing þjóðarinnar hefur sett ýmiskonar lög til verndar neytendum t.d. um verðlagseftirlit, hámarksverð, og mat- vælaeftirlit, auk laga til verndar jafnt seljanda sem neytanda. Þó háir það hinu háa Alþingi að fulltrúar vissra hagsmuna- hópa hafa verið þar fjölmennari en annarra. Höfuðverkefni þess er að gæta hagsmuna þjóðarheildar- innar þar með neytenda, en þetta markmið hefur oft vikið fyrir hagsmunum fremur fámennari hópa. Ennfremur er löggjöfin seinvirk og ónákvæm, þar sem hún getur aðeins gef- ið megin línur. Reglugerð til framkvæmda á lögum hefur oft ekki fyrir- fundist og því er það, að smátt og smátt hefur hallast á neyt- andann. Þau samtök voru stofnuð 1953 og nefndust frá upphafl Neytendasamtökin. Forgöngu að stofnun þeirra áttu frú Jónína Guðmundsdóttir, Jóhann Sæmundsson prófessor og Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur. Á næstu ári eru því liðin 25 ár frá stofnun þeirra. Á þessu 25 ára tímabili hafa margir bæði konur og karlar lagt hönd á plóginn og unnið mikið og óeigingjarnt starf. Hef- ur það haft mikla þýðingu fyrir málefni neytenda. Neytendasamtökin hafa verið umdeild og til þeirra hafa verið gerðar miklar kröfur. Við því er þó vart að búast að neytendur fái allar sínar kröfur uppfylltar. Það fer ekki á milli mála að án Neytendasamtakanna s.l. aldarfjórðung væri staða neytandanna nú á Islandi ekki upp á marga flska. Hér vinnst ekki rúm né tími til að segja frá öllum þeim mál- um sem unnið hefur verið að og leyst hafa verið, en þess má geta að samtökin hafa stiindum þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum í gegnum árin. Það er yfirleitt svo að framleið- endur og seljendur álíta það hlutverk sitt að þjóna en ekki að vera þjónað af neytendum. Að vísu snúast þessi hlutverk oft við í krafti auglýsinga og áróðurs, en eftir sem áður stendur það markmið, að neytand- inn á að vera sá konungur, sem þjónað er í þessum málum. Neytandinn konungur er þó mjög óákveðin og áhrifagjörn persóna, sem sjaldnast beitir valdi sínu. Taki hann sig hinsvegar saman í andlitinu, verða þjónar hans að lúta honum og þá fyrst og ekki fyrr fara þeir að sýna honum þá virðingu sem honum ber. Að lokum: Við neytendur verðum að hafa það hugfast, að eina leiðin til að á okkur verði hlustað og markmiðum okkar náð, er sú, að stórauka félagatölu Neytendasamtakanna. Styðjum þá er vinna að hagsmunum okkar endurgjalds- laust. Tökum þátt í starfl Neytendasamtakanna og riðjum sameinuð steinum úr götu neytandans. Reynir Ármannsson form. N.S. NEYTENDA BLAÐIÐ Útgefandi: Neytendasamtökin Ritnefnd: Ema V. Ingólfsdóttir Reynir Armannsson Jónas Bjarnason Eríka A. Friðriksdóttir Sigurður P. Kristjánsson Útlit: Þórarinn J. Magnússon Umbrot, sctning og prcntun: Prentsmiðja Árna Valdemarssonar Ábyrgðarmaður: Reynir Ármannsson. Engar auglýsingar eru í blaðinu.

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.