Neytendablaðið - 01.02.1977, Síða 3

Neytendablaðið - 01.02.1977, Síða 3
3 NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - í nóvember síðastliðnum efndu Neytendasamtökin til ráð- hópar störfuðu og skiluðu áliti, sem fjallað er um í þessu stefnu um málefni neytenda. Mörgum gestum var boðið til blaði og einnig því næsta. Á myndinni másjáReyni Armanns- ráðstefnunnar og voru flutt þar mörg fróðleg erindi. Umræðu- son, formann samtakanna, setja ráðstefnuna. Landbúnaður frá sjónarhóli neytenda „Velferð fólks sem neyt- enda verður ekki með réttu aðgreind frá hlutskipti þeirra sem almennra þjóðfélags- lborgara. Sjónarhóll þeirra sem slíkra er þó verulega annar en sama fólks sem starfshópa, stétta eða sér- hagsmunahópa. Hlutverk neytenda er þannig að veita heilbrigt aðhald sem almenn- astra hagsmuna að stjórn- völdum og sérhagsmunasam- tökum.“ Þetta sagði Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur, meðal annars á ráðstefnunni en hann var með framsöguerindi um landbúnaðarmál frá sjónarhóli neyt- enda. Þá sagði hann ennfremur: Grundvallarsetning landbúnaðarstefnunnar „Meginmarkmið landbúnaðarstefn- unnar hafa verið talin fullnæging neysluþarfa, öryggi þjóðarneyslunnar - NEYTENDARÁÐSTEFNAN og hámörkun framleiðslu ogtekjumynd- unar. Þetta er aðeins að nokkru leyti rétt. Félagsleg markmið ganga mun lengra og ráða úrslitum: velferð búnaðarfólks, af- komuöryggi, viðhald og þróun sveita- byggða og þjóðlegra menningarlegra verðmæta, sem þar eiga rótfestu. Neyt- endur gerðu vel í að viðurkenna þessi stefnumið gegn því að landbúnaðar- framleiðslan sé rekin af viti út frá þeim forsendum. Stærð landbúnaðarins Mikið veltur á réttri stærðarafmörkun í landbúnaði. Umframstærð fram úr innlendum neyslumörkum er réttlætt með öryggi neysluframboðs gagnvart árferðissveiflum. Birgðahald fóðurvara og geymsluhæfra neysluvara mundi leiða af sér mun meira öryggi en reglu- föst umframframleiðsla til útflutnings. Árstíðarsveifla mjólkurframleiðslu veldur vanda neysluframboðs og ræður meiru um útflumingsafgang en árferðis- sveiflur. Lítið hefur verið gert til að jafna sveifluna út með árstíðarmun í verði, rannsóknum og ráðgjöf við framleiðend- ur. Útflutningsbætur Útflutningabætur búvara eru veru- lega mikil hagræn fórn. Gæti árlegt fjár- magn t.d. nægt til að leggja götur með bundnu slitlagi á þéttbýlisstöðum á u.þ.b. áratug. Mikið af þessari fórn er í erlendum gjaldeyri við kaup fóðurbætis og annarra rekstramauðsynja. Niðurgreiðslur Niðurgreiðslur búvara hafa oftast numið langmm hærri fjárhæð en út- flumingsbæmr. Þær eru aðallega vegna neytenda í samhengi við kjarakröfur þeirra, en hafa jafnframt verulega þýð- ingu fyrir sölu búvara. Metið eftir verð- teygni þeirra, þ.e. í hvaða mæli salan mundi minnka við verðhækkun, virðist eftirtalið hlutfall þeirra vera í þágu bænda. Mjólk 8%, smjör 30-40%, rjómi 30% ostur 60% og kindakjöt 60%. Heild- armeðaltal hefur ekki verið reiknað, en kynni að liggja um 40-50% í þágu bænda. Hluti þess fer í kostnað, svo ekki er um nettóhagsbætur bænda að ræða, en að sama skapi eitthvert velferðar- tjón frá sjónarmiði heildarhags. Niðurgreiðslurnar eru hagstæðari en Framhald á bls. 4. - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.