Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 4
4 NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN ^ - NEYTENDARÁÐSTEFNAN Landbúnaður Framhald af bls. 3 útflutningsbætur frá sjónarhóli neyt- enda. Fjölbreytni og valfrelsi Fjölbreytni neyslunnar hefur verið takmörkuð og valfrelsi neytenda skert með innflutningsbönnum og mjög mis- jöfnum niðurgreiðslum. Þetta hefur færst í betra horf. Niðurgreiðslur mætti þó jafna meir og hafa hliðsjón af holl- ustu. Innflutning matvæla til aukinnar fjölbreytni mætti skattleggja til að standa undir útflutningsbótum sem af því leiddi. Verð- og tekjumyndunarkerfi Verð- og tekjumyndunarkerfí má haga með ýmsum hætti. Flestir munu vilja meta tekjuþörf bænda af sanngimi, en þeir bera einnig atvinnurekstrar- ábyrgð, þ.á m. á aðlögun að markaðs- þörfum. Landbúnaðurinn gæti haldið forgangi að innlendum markaði, hugs- anlega sjálfdæmi um markaðsverð, með tiltekinni fjárhæð til niðurgreiðslna og aðhaldi ríkisvaldsins með innflutninga. Ef skortur myndast eða verð fer yfir mörk hófstillingar. í stað fulltrúa stétt- arfélaga launþega í samningum við land- búnaðinn gætu komið fulltrúar laun- þega- og neytendasamtaka og ríkisvalds, t.d. einn frá hverjum. - NEYTENDARAÐSTEFNAN - Því miður eru kaupfélögin ekki Iengur eins lifandi vettvangur lýð- ræðislegrar ákvörðunartöku eins og æskilegt væri. Veldur því að stjórn- cndur gerast of einráðir og sam- NEYTENDARAÐSTEFNAN virkjun félagsmanna hverfur í skuggann af sterku miðstjórnar- valdi. Þrátt fyrir það, má það ekki gleymast að kaupfélögin eða sam- vinnustefnan hefur unnið stórsigra á sviði félagshyggju", sagði Iðunn Gisladóttir frá Selfossi. Þá sagði hún ennfremur m.a.: Nú er svo komið í því kaupfélagi sem ég þekki best að ekki er lengur hlustað eftir rödd félagsmanns, neytandans, eins og áður var. Nú ráða frekar sjónarmið gróðans en félagshyggjunnar. Félagsmenn fá ekki lengur greiddan „arð“ eins og áður var. Vöruverð er eins hátt í kaupfélögum eins og annarsstaðar. Afsláttarkort fást ekki. Hver er þá hagur félagsmanna? Við því fást ekki svör. Kvartað er um að kaupfélagið hafi að- eins dýrar vörur, svo sem nærföt, skyrtur, o.fl. Beðið er um meira vöruval. Svar: Heildsalar sem við verslum við hafa aðeins þessar vörur. Kaupfélags- st jórinn beitti sér fyrir því að verslanir hér Iögðu niður heimsendingar fyrir rúmu ári. Eg reyndi strax að fá þessu breytt og ræddi við alla aðila. Tvær verslanir tóku upp heimsendingar 2 daga í viku. Kaup- félagið, félag neytenda, hefur ekki tekið upp heimsendingar. - NEYTENDARÁÐSTEFNAN Jafna aðstöðu neytenda-hvarsem buið er á landinu Hópurinn sem ræddi neytendamál í drelfbýli taldi að vandi neytenda væri einkum fólgin í hærra verðlagi vegna flutningskostnaðar frá inn- flutnings- eða framleiðslustað vöru og minna framboði á vöru. Þjónusta er ýmist dýrari úti á landi eða hún þrífst ekki. Ohægt er um ýmis konar menningarneyslu í dreifbýli og liggur í því mikill aðstöðumunur milli byggða landsins. Frumskilyrði væri að rannsaka í hverju mismunur neytenda í dreifbýli og þétt- býli væri fólgin og í framhaldi af slíkri rannsókn þyrfti opinberar aðgerðir á þeim grundvelli sem rannsókn gæfi tilefni til. Niðurstaða hópsins: Ohjákvæmilegt er að jafna aðstöðumun neytenda í landinu eftir búsetu, ef nokkurt jafnvægi á að haldast í byggð.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.