Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 9

Neytendablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 9
9 vandaðar. Gæði húðarinnar rýma einnig því heitara sem loftslagið er í heimkynnum skepnunnar. Athugið við kaup - að skinnið sé jafnþykkt alls staðar. Athugið einkum undir ermarnar og hlið- arnar. Á þessum stöðum er oft notað þynnra skinn en annarsstaðar. - að rúskinn, mokka hafí þétt og slétt yf- irborð. Gróft skinn óhreinkast fyrr og er erfiðara að hreinsa. - að velja litað loðskinn fremur en ólitað eða bleikt (lýst). Litað skinn er sútað með aðferð sem þéttir skinnið svo að það hrindir betur frá sér óhreinindum. - leðurflíkur eiga að vera litaðar í gegn og liturinn á ekki að smita. Prófið litinn með því að nudda leðrið með rökum klút á röngunni -að lím á límdum saumum sjáist ekki í gegn. - Geymið kvittunina og einnig er gott að fá upplýsingar verslunarstjórans skriflegar, því að gallar koma sjaldnast í ljós fyrr en eftir um það bil ársnotkun þegar hreinsa þarf flíkina. - að velja merktar flíkur fremur en ómerktar. Þær þurfa ekki að vera betri en ómerktar en auðveldara er að fá leiðrétt- ingar á göllum og upplýsingar ef vitað er hvar flíkin er framleidd og úr hverju. Meðferð Skinflíkur má ekki þvo, aðeins hreinsa á sérstakan máta úr sérlegum hreinsi- efnum. Skinnflíkur má ekki geyma í lokuðum plastpokum því að þá mygla þær og myglublettirnir hverfa ekki þó að flík- in sé lituð á ný. Leðurflíkur sem hreinsa þarf í efna- laug þarf oft að lita á ný eftir hreinsun. Hreinsið bletti með rökum klút. Notið aldrei blettavatn, bensín, jarðterpent- ínu (White spirit). Þessi efni geta leyst upp lakk litinn, flíkin verður flekkótt og bletturinn hrindir ekki frá sér vatni. Best er að halda leðurflíkum hreinum og mjúkum með því að nudda skinnið einstaka sinnum með sílikonhúsgagna- gljáa eða mjúkum áburði á leðurtöskur. Rúskinn og mokkaskinn Matarbletti aðra en fitu má reyna að hreinsa strax með klút undnum úr hálf- volgu (20° C) sápulausu vatni (ekki að nudda). Flíkin er síðan hengd upp og látin þorna hægt við stofuhita. Ef rú- skinnsflík er vot af regni eða snjó á að hrista bleytuna úr eftir því sem hægt er og hengja flíkina upp, svo að hún komi hvergi við hvorki við vegg né aðrar flík- ur. fitubletti má reyna að þerra með mjúkum klút (ekki nudda), strá litlausu talkúmi, hrissterkju eða kartöflumjöli á blettinn, láta það liggja á í 5-10 mín. og ryksjúga síðan. Flíkurnar á að bursta rösklega með hréinum fatabursta eða svampi. Um skinn Leðurhúð er þétt net af bandvefjar- trefjum og sumir þræðirnir mjög teygj- anlegir. Ytra borðið kallast hárhamur og skinnið loðskinn ef hárin eru á, en sé búið að fjarlægja þau er talað um leður (n. nappa). Leður er oftast litað með gljákvoðu (lakklit) og fær þá gljáa og hrindir frá sér vatni. Innra borðið sem liggur að kjötinu á skepnunni, holdros- inn er notaður í rúskinn eða það sem kallað er mokkaskinn. Svipaða áferð hefur einnig það sem kallað er á skandin- avísku, semsket, en algengt er að það sé úr klofnu skinni, sem er þynnra og ónýt- ara en óklofið skinn. Á vegum Neytendasam- takanna fer fram athugun á fatnaði, sem er á boð- stólnum og þá sérstak- lega, hvort fatnaðurinn sé merktur. Við athugun á nokkrum íslenzkum mokkakápum kom í ljós, að spjald á slæmri ensku með mjög smáu letri var fest á flíkina. Mynd af spjaldinu er birt hér í réttri stærð. (“2. Press with caution“, o.sv.frv.) I íslenzkri þýðingu er text- inn svohljóðandi: Strauið varlega. Skinnið verður að straua varlega en helzt sem minnst. Setjið straujámið á „silkistig“ og leggið þurran klút yfir skinnið (nota aldrei gufu). Skinnið verður að vera þurrt.“ Þar sem leður - holdrosinn - verður auðveldlega stökkur, var verzlunarstjórinn spurð- ur um, hvort hér væri ekki um villu að ræða. En hún svaraði neitandi. Mokkakáp- ur eru mjög dýrar, enda mjög góð vara; fannst Neytenda- samtöktmum því nauðsyn- legt að athuga málið nánar. Var sent bréf til Forbruker- raadet í Noregi (Neytendaráð - ríkisstofnun) og spurt hvort óhætt sé að pressa mokkakáp- ur. Svar sem barst 10. janúar 1977 er í íslenzkri þýðingu: „N eytendasamtökin Reykjavík Við þökkum bréf yðar dags. 18. f.m. Við höfum lagt fyrirspum yðar fyrir sérfræð- inga okkar á skinna- og leður- vömm. Þeir segja, að í Noregi séu ekki seldir mokkapelsar með merkingu um að flíkina megi straua með straujárni. Sérfræðingar okkar draga í efa hvort neytandinn ætti sjálfur að straua pelsflíkur og halda að slík merking hljóti að vera ranglega sett á flíkina.“ Með kveðjum f.h. Forbrukerraadet Jóstein Nyhamar Siss Danielsen. Vilja því Neytendasamtök- in benda á þessa villu í merk- ingum og leggja til að nota straujám aldrei á mokka- pelsa. Framleiðandi hefur fengið afrit af bréfinu frá Noregi og var þar að auki beðinn að setja réttar merk- ingar á íslenzku á mokkapelsa frá sér strax. Lesendum er bent á grein, sem þýdd er úr norsku um pelsvömr, sem er hér í Neytendablaðinu. EAF:

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.