Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 10

Neytendablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 10
10 HEILSUSPILLANDI BARNALEIKFÖNG OG GÆÐAEFTIRLIT Okkur er sjálfsagður hlutur að gefa börnum leikfong sem geta ekki skaðað þau. Við hugsum gjarnan um að leikföngin séu ekki hættuleg líkamlega vegna hvassra hluta, eða smáhluta sem geta dottið af, sem börnin láta svo upp í sig, eða að leik- föng séu hættulaus efnafræðilega. Til er fjöldinn allur af leikföngum sem geta verið hættuleg. Allt frá plasthringlum sem hægt er að bíta í sundur í stykki er hafa harðar og hvassar brúnir, til eldflmra bangsa, sem mjög auðveldlega getur kvikn- að í. Litlir krakkar setja alla hluti upp í sig, smjatta á þeim og bíta í þá. Það eru eðli- leg viðbrögð þeirra, ein af aðferðum sem þau nota til að kanna heiminn og um- hverfið. Allir sem eiga smáböm, læra fljótt að þekkja þennan vana þeirra og reyna eftir bestu getu að vernda þau gegn óheppi- legum eftirköstum hans. Hluti, sem börn ættu helst ekki að hafa upp í sér, reyna þeir að staðsetja þar sem börnin ná ekki í þá og eru ávallt á varðbergi gegn öllum hættum þegar börnin eru skrið- andi um í íbúðinni. Þegar um hluti barnanna sjálfra er að ræða - leikföngin, er athyglin minni, sem er ekkert undarlegt, því flestir for- eldrar ganga út frá því sem visu að hlutir ætlaðir börnum og framleiddir fyrir börn, séu einnig öruggir fyrir börn. En það er ekki alltaf. Erlendis hafa orðið dauðsföll af völd- um efnaeitrana frá leikföngum. Gerð hefur verið rannsókn á leikföngum og eru niðurstöður hennar allt annað en glæsilegar. Rannsóknin var gerð í Nor- egi á málningu á hlutum, sem eru i um- hverfi bamsins, sem leiddi í ljós viðun- andi niðurstöður varðandi sum leikföng- in, en varðandi málningu á leikföngum og mismunandi samsetningu hennar er ástandið ekki gott. I Noregi eru nú í bígerð lög um gæða- eftirlit, sem hafa í för með sér að hægt verður að gefa heimild til að banna þau leikföng sem heilsu manna eða umhverfi stafi hætta af. I framangreindri rannsókn voru efni eins og blý, kvikasilfur og kadmium mest áberandi í málninaunni. Mannslíkaminn þarfnast nokkurra málmefna til efnaskiptanna - t.d. króm, en það er mjög lítið sem þarf til. Einnig þessi efni verða hættuleg ef of mikið bætist við í líkamann. Onnur málmefni eins og blý og kad- mium höfum við enginn not fyrir og best væri ef við fengum ekkert af þeim í okk- í mörgum löndum hefur þessvegna verið reynt að ákveða hámarksmagn þungmálma, sem menn mega innbyrða. Þessi takmörk eru ekki eins í öllum lönd- um og eru einnig mismunandi eftir því hvaða málmur á í hlut. Einstaka málmar eru eitraðri en aðrir. Fyrir blý t.d. er reiknað með að dag- legur skammtur 0,5-1,0 mg. myndi valda ólæknandi eitrun hjá fullorðnum. Fyrir kadmium eru mörkin langtum lægri. Bömum eru að sjálfsögðu mikiu hættara við eitrun en fullorðnum, þar sem þau þola minna. Hverskonar heilsutjón veröa? I flestum eiturmálmefnum er byrj- un eitrunarinnar ósýnileg. Þegar sjúk- dómseinkennin koma í ljós, er heilsu- tjónið þá þegar staðreynd. Meðal barna er dánartala há af völd- um blýeitrunar. Af þeim sem bjargast, hafa mörg hlot- ið varanlegar heilaskemmdir. Kadmium veldur einnig varanlegu tjóni, og það getur tekið langan tíma þar til líkaminn skilar efninu frá sér. Eitranir af völdum kopars og króms er yfirleitt alltaf atvinnusjúkdómar og þessir málmar eru taldir hættuminni. Skaðar af völdum eitrana eru í flestum tilfellum óbætanlegir og er þvx mikil- vægt að við reynum að takmarka skammtirm þar sem við getum. Það er að sjálfsögðu auðveldast gert með því að láta önnur hættulaus efni koma í stað hinna ef það er hægt. Hve stórt er vandamálið? Það er erfitt að ímynda sér að börn hljóti eitrun af völdum eitrana. Samt sem áður er það ekki fjarri lagi, þegar haft er í huga að börn láta allt upp í sig. Það eru ekki bara leikföngin sem verða fyrir því, heldur rúmið, leikgrindin o.fl. o.fl. Vandamálið virðist vera mjög vísinda- legt. I Noregi liggja ekki fyrir skýrslur um eitrunartilfelli, en skýrslur frá Bret- landi og Bandaríkjunum greina frá fjölda eitrana á hverju ári - einnig þeim er valda dauða. Rannsókn á málningu á leikföngum, sem seld eru í Noregi Ríkisstofnun í neytendamálum (Stat- ens Institutt for forbruksforskning) hef- ur.

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.