Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 11
11 ur rannsakað 354 pakningar eða einstök leikföng, málningar og tómstundavörur. Yfir 4300 efnafræðigreiningar voru gerðar til að finna út hvort þau inni- héldu hættuleg og heilsuspillandi efni. Fyrir flest allar leikfangagerðirnar sem voru rannsakaðar, var árangurinn öruggur. Af samtals 101 vöru: hringl- um, blásturshljóðfærum, tússlitum, kubbum úr tré, plasti eða málmi, var enginn sem innihélt eða gaf frá sér blý að marki. Af öðrum vörum: Japönskum litum, trélitum, málaraskrínum, málaralitum, bollum og kerum, jámbílum o.þ.u.l. vom nokkur sem létu of mikið blý frá sér. Þar var blýinnihaldið mjög mikið. Aðeins ein varan, leikfangabollastell úr keramiki, lét frá sér of mikið af kadmi- um. Fyrir málningu á leikföngum og mismunandi innanhúsmálningu, sem t.d. notast til málunar á bamarúmum o.fl., var ástandið langt frá því uppörv- andi. Og sérstaklega ekki fyrir gula og græna málmingu. Meira en 1/3 hluti málningarprófanna á leikföngunum hafði hærra blýmagn en forsvaranlegt þótti. Rannsóknin á keyptum málning- ardósum gaf um það bil sömu niðurstöð- ur. Séreinkenni við slíkar rannsóknir sem þessa, hefur verið, að lélegusm vörurnar eru ekki merktar - hvorki með nafni framleiðenda eða hvaðan þær koma. Hugsanlega er stór hluti þessara leik- fanga framleiddur í Noregi. Hverskonar notagildi hefur slík rannsókn? Hvers konar aðferðum geta stjórnvöld beitt, til að halda hættulegum vörum burtu frá markaðinum? Þungmálmarnir, sem hér hafa verið til umræðu, er litið á sem eiturefni. Notkun þeirra ákvarðast þessvegna af lögum um eitur og heilsuspillandi efni. Þrátt fyrir allt getur verið erfitt að túlka þessi lög. Það getur t.d. verið vafi á hvort leik- fang sé vörutegund sem heyrir til þess- um lögum. Það er þessvegna ekki hægt að segja í dag að það sé ólöglegt að láta leikföng á markað sem gefa frásér þung- málma. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu þrátt fyrir allt að leiða til umhugsunar á þörfinni fyrir sérstök lög í þessu sam- bandi. Þegar um er að ræða málningu eru reglurnar langtumeinfaldari. Þarákveða lögin að samsetning málningu sem inni- heldur blýkromat sé ólögleg. Þetta á við um 24 af 35 keyptu sýnunum í rann- sókninni. Hluti rannsóknarinnar var gerður opinber í des. ‘75, sem hafði í för með sér að málningarfyrirtæki létu vandamálið til sín taka af fullri alvöru. Fyrirtækin segja nú að blýsambönd munu hverfa alveg úr innanhússmáln- ingu og í staðinn koma hættulaus lita- efni. En öll vandamálin leysast ekki bara við að banna not á efnum, sem við vitum að geta verið hættuleg. Það verður spuming um að finna ný efni í stað hinna. Algjör lágmarkskrafa í fljótu bragði ætti að vera, að vörur sem innihalda hættuleg efni ættu að vera greinilega merktar og eiginlega vara við notkun á þeim í sérstökum tilfellum.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.