Neytendablaðið - 01.02.1977, Side 14

Neytendablaðið - 01.02.1977, Side 14
14 reynslu: Hvemig hægt væri að spara um 600 þúsund krónur fyrir húsfélagið Ég bý í fjölbýlishúsi - á 8 hæðum eru alls 40 íbúðir. Fyrir nokkru var ég gjaldkeri hússins og, eins og eðli- legt er, var sparnaður efst á baugi. Nú vildi svo illa til að við urðum vör við leka. Vatnið hríslaðist niður einn vegg þvottahússins og ekki var hægt í fljótu bragði að vita hvaðan vatnið kom. Pípulagningar- meistari var tilkvaddur og hann kvað upp úr með, eftir að hafa skoðað teikningar af hús- inu, að leki væri í baðherbergi einhverrar „A“ íbúðar, en eins og bent var á eru 8 „A“ íbúðir í blokkinni. Menn úr hússtjóminni fóm til allra íbúa „A“ ibúða og spurðu um, hvort þeir hefðu tekið eftir leka, en svarið var neitandi. Pípulagningarmeistarinn var aftur sóttur og komst að þeirri niðurstöðu, að leki gæti aðeins verið í niðurfalli frá baðkeri, en þar sem öll baðker vom sett í steypu og ekki hægt að komast að niðurfallspípum, lagði hann til að eitt baðker í einu væri brotið frá og niður- fallið athugað. Hússtjórnin fékk leyfi allra eigenda, en vitaskuld var þá hússtjómin ábyrg fyrir að setja baðið .aftur í samt lag. Þetta þýddi í stuttu máli: Steypa þyrfti aftur í kringum baðkerfið, setja upp nýjar flísar, þar sem ekki var hægt að rífa baðið upp án þess að eyðileggja flísamar eða mósaíkið. Aætlaður kostnaður við hvert bað var um 70.000 kr. og í versta falli gæti gallinn fundist í 8. baði og kostnaður alls því 8 x 70.000 kr., þ.e.a.s. 560.000 kr. Nú vom góð ráð dýr. Sem betur fer þekkti ég arkitekt og bað hann ráða. Benti hann mér á að ein tækni- þjónusta hefði athugað leka í Vestmannaeyj- um og notað til þess flúorescent vatn. Réðum við þá þjónústu til að kanna málið -og niður- staðan var: Ekkert baðker lak. Eftir þetta voru handlaugar í baðherbergjum athugaðar og fljótlega kom í ljós, að einn vaskur lak en fólkinu hafði láðst að láta vita um það. Kostn- aður við smávægilega viðgerð var um 5.000 kr. og ef ég man rétt, kr. 10.000 fyrir tækni- aðstoð. - Spamaður húsfélagsins man því meiru en hálfri milljón kr. Þetta fór vel, en sú spurning vaknar þá, af hverju eru baðker hér á landi lögð í steypu? Slíkt er óþekkt annars staðar og hef ég þó átt heima í flestum heimsálfum. í Danmörku og öðrum Norðurlöndum er venja og í Dan- mörku er kveðið á um í byggingarsamþykkt, að frárennsli úr baðkeri sé byggt inn í gólfið i þvottahúsum hér, eða aðgengilegt á annan hátt. Það er því mjög Htið verk að komast að stíflunni eða finna gallaða pípu og kostnaður mjög óverulegur. Er hér með þeirri spurn- ingu beint til arkitekta: Af hverju er steypt að baðkerum hérlendis? EAF

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.