Neytendablaðið - 01.02.1977, Síða 16

Neytendablaðið - 01.02.1977, Síða 16
16 Ómerktar og ómerki- legar fatnaðarvörur í öllum nágrannalöndum og löndum, sem fatnaður er keyptur frá til innflutnings hingað, eru vörurnar merkt- ar. Merkingar á fatnaði geta verið hefðbundnar, sjálf- boðnar eða settar með lögum. Hefðbundnar merkingar eru aðallega- stærðir, sem merktar eru á fatnaði. Eins lengi og allur famaður var framleiddur og seldur í einu og sama landi var þetta vandalaust. Allir vissu hvað meiningin var, þegar fatnaður var merktur „16“ eða „44“. Því miður voru þessar stærð- armerkingar ekki eins í öllum löndum, og eins og allir geta séð hér á Islandi, þar sem t.d. kvenfatnaður er fluttur inn frá mörgum löndum, eru merkingar og stærðir alls ekki eins. ítalskar stærðir eru t.d. mjög litlar samanborið við það, sem tíðkast á Norðurlöndum. I nokkrum löndum eru nú orðið tvennskonar eða þrennskonar merkingar vegna útflutn- ings. A fatnaði framleiddum í Englandi til útflutnings sást eftirfarandi merking á einu stykki nærfatnaðar: „Size 18, bust 102 cm/40 inches, length 99 cm/39 inches“ þ.e.a.s.: Stærð 18, brjóstvídd 102 cm/40 þuml., lengd 99 cm/39 þuml.“ og var flíkin því vel merkt. Alþjóðastöðlunarstofnunin ISO, (International Standard Organisation) vinnur eins og stendur að samræmingu stæðrarupplýsinga, en er skammt á veg komin, erída erfxtt að breyta hefðbundn- um venjum. Aðferðin að sýna fleiri stærðir á flíkum er líklega langbezt. Upplýsingar um meðhöndlun var- anna var til að byrja með eftir geðþótta framleiðenda. Þeir fundu, að kaupendur vilja vita hvernig fara ætti með fatnað og var það nokkurs konar auglýsing fyrir vörumerkið eða fyrirtækið. Ódýr og góð aðferð. Þar að auki mun það hafa dregið úr fjölda kvartana, enda var hægt að benda kaupendum á, að varan hafði ver- ið meðhöndluð rangt, ef fyrirmælum hafði ekki verið fylgt. Nú eru þessar upplýsingar lögboðnar í flestum lönd- um. Merkingar eru ekki alls staðar eins, en þó flestum skiljanlegar. Hér að neðan eru myndir af algengum merkingum. Upplýsingar um spunaefnin, sem notuð eru í fatnaði eru hefðbundnar að nokkru leyti, en lögfestar í nokkrum löndum, t.d. í Danmörku. Þar er krafizt, að upplýsingar um svo gott sem öll efnin séu gefin og hlutfall þeirra i vefnaði. Mörg erlend firmu telja upp að minnsta kosti aðalefnin. Neytendur, sem kynnt hafa sér aðalefnin (en listi yfir þau var prentaður í Neytendablaðinu 1976), vita hvemig þessar vörur haga sér við þvott, hreinsun og til hvers þau eru helzt notuð. Hvernig er þessum málum hagað á Islandi? ILLA: Því miður er svarið illa, mjög illa og óskiljanlega illa. Fatnaður, sem fluttur er út, verður að vera vel merktur, enda óseljanlegur erlendis eða jafnvel er bannað að flytja famað inn ómerktan, skv. upplýsingum fengnum í útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Maður úr stjóm neytendasamtakanna fór á sýninguna „Islenzkur famaður“ haustið 1976 og athugaði sérstaklega vörumerkingar og virtist ástandið slæmt. Stærðarmerkingar voru engar og jafnvel rangar. Stór karlmannspeysa var t.d. merkt „38“ en hafði sennilega verið merkt„52“ áður. Aðspurður sagði sölu- maðurinn, að áður fyrr hefði verið til nokkrar staðlaðar stærðir, en svo var ekki lengur. Vörur voru ekki merktar með spunaefnanöfnum. Maðurinn frá NS tók eftir, að ein, heldur ódýr kvenkápa var þung, og spurði hvort hér væri ekki um að ræða endurunna ull. Seljandi játti því og sýndi bréf frá erlendu fyrir- tæki, sem hafði unnið efnið. I bréfinu sagði greinilega frá, að ekki væri um „Nýull“ að ræða, heldur endurunna. Endurunnin ull er góð vara, ódýr, en mjög þung, og ekki eins hlý og ný hrein ull. íslenzkur ullarfatnaður var ekki merktur með alþjóðlegu „Ullarmerki“, sem væri þó góð auglýsing. Meðferða- merki vom alls engin. Að meðferðar- merkin vantar víða kemur greinilega fram í kvörtunarþjónustu NS, enda eru kvartanir oft til komnar vegna þess að fatnaður verður ónýmr eftir þvott, hreinsun eða bara venjulega notkun. Nokkrir framleiðendur, sem eru stimd- um verzlanimar sjálfar, nota sér það, að Fiðrildi ■ hveitinu Neytandi kom til Neyt- cndasamtakanna í nóv- ember og kvartaði um að mölflugur væru í hirslu þar sem hveitiklíð var geymt í verslun hér í borg. Sýnið, sem kaupandinn kom með var sent til Heil- brigðiseftirlits Rcykja- víkur og kom eftirfarandi í ljós: „Danskt Nutana hveiti- klíð. I pakkanum voru talsverð ummerki eftir fíðrildalirfur og einnig fundust leyfar af fíðrilda- púpu og fullorðnu mjöl- fíðrildi af tegundinni lep- hestia kuhniclla.“ Neytendasamtökin lögðu til við verslunina að hún léti meindýraeyði hreinsa geymslur sínar. neytendur hvörtuéu Fjöldi og eðli kvartana sem bárust til Neytendasamtakanna árið 1976. Fatnaður 66 Skófatnaður 16 Fata- og efnahreinsun 25 Heimilisvélar 38 Húsgögn 15 Teppi 11 Úr og klukkur 12 Utvarpstæki ýmiskonar 9 Útvarpsviðgerðir 5 Bifreiðar (kaup - viðg.) 11 Matur og drykkur 31 Ýmis lögfræðileg efni 29 Annað (óskilgreint) 46 Heildarfjöldi kvartana 314

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.