Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 17
17 meðhöndlunarmerki eru ekki lögboðin á Islandi, til þess að varpa allri ábyrgð á vörunni yfir á kaupandann og neita að bæta tjónið. Hér eru nokkur dæmi; 1. GaUabuxur. Til NS er oft komið með gallabuxur, sem hafa tvo galla - þær eru ýmist ekki merktar með stærðar- merkingum eða merkingar eru jafnvel rangar. Buxur, sem voru merktar „28“, sem átti víst að sýna 28 þumlungar í mittið, sagði verzlunin að hefði verið stærð „26“ og hafi því ekki hlaupið í þvotti. Þegar bent var á, að buxurnar hefðu orðið of stuttar við þvott, var kald- hæðnislega bent á, að réttur hiti við þvottinn væri aðeins 40° C, þó erlendar buxur séu oftast merktar 60° C, enda um baðmullarefni að ræða. 2. Versta dæmið var hins vegar hvítur baðmullarkjóll, sem keyptur var í sumar af ungri konu, sem fór í frí til Spánar. Við heimkomuna var kjóllinn þveginn en þrengdist og styttist svo mikið, að hann var orðinn ónothæfur eins og fleiri vitni gátu sannað. Samt heimtaði fram- leiðandinn, að konan bæri sjálf fulla ábyrgð við kaupin á baðmullarfatnaði, enda ekki við öðru að búast en að baðm- ullarefni hlaupi um 5%, og ætti kaupandi að vita slíkt. Hann gat ekki skýrt frá né vildi hann gera það, hvemig á því stóð, að faldurinn var aðeins 2,5 cm, þó gert væri ráð fyrir, að kjóllinn styttist um 5 cm og alls ekkert aukaefni var í hliðar- saumnum. Málið er ennþá í rannsókn hjá lögfræðingi. En nú hafa NS fengið byr undir báða vængi við sókn sína um lögfestingar- skyldu um merkingar á fatnaði. Iðnþró- unarstofnun íslands hefur í athugun að staðla meðferðarmerkingar og var fyrsti vinnufundurinn boðaður 15. marz sl. NS á tvo fulltrúa í vinnunefndinni og hafa þeir undirbúið tillögur NS eins og sjá má hér að neðan. Fmmvarp að stöðl- un merkinga er fyrsta skrefið til lögfest- ingar og er það von NS, að framleiðend- ur vilji taka upp merkingarkerfið jafnvel áður en það verður lögfest. NS var hinsvegar bent á eitt vanda- mál. Lítil fyrirtæki, sem e.t.v. framleiða aðeins nokkur hundruð stykki af fatnaði á ári hverju, verða samt sem áður að panta 10.000 stk. af fatamerkjum í einu. Þar eð merkingar eru mismunandi eftir spunaefnum, er líklegt að framleiðandi verði að nota 3-4 tegundir fatamerkja og panti því 30-40.000 stk. Frá sjónar- miði NS væri æskilegt að Félag íslenzkra Iðnrekenda athugi málið og sjái um framleiðslu eða innfluming staðlaðra merkja. EAF TILLÖGUR NEYTENDASAMTAKA UM MEÐFERÐARMERKINGU FATNAÐAR. ÞVOTTUR: Vélarþvottur, hæst 90°-95'C. Hæg kæling, vinda varlega. Vélarþvottur, hæst 60°C. Vélarþvottur, hæst 60°C. Hæg kæling, vinda varlega. Vélarþvottur, hæst 40°C. Fínn þvottur, vinda eðlilega. Vélarþvottur, hæst 40°C. Finn þvottur, vinda varlega. Vélarþvottur. Hæst 30°C. Finn þvottur. Vélarþvottur, hæst 30°C. Fínn þvottur, vinda mjög varlega. Handþvottur, hæst 40°C. Stuttur þvottatimi, vinda ekki. þolir ekki þvott. BLEIKIEFNI (Klór): Abolir bleikingu með klór. Þolir ekki bleikingu með klór. STROK (Straujun): Hæst 210°C. Hæst 160°C. Hæst 120°C. Þolir ekki að vera strokið (straujað). HREINSUN: 0 Öll hreinsiefni Venjulegt hreinsiefni (Perkloretylen). Milt hreinsiefni (White Spirit). Öll hreinsiefni, en varleg meðhöndlun. Venjulegt hreinsiefni, en varleg meðhöndlun. Milt hreinsiefni og varleg meðhöndlun.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.