Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 23

Neytendablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 23
23 Er þessi verðmismunu nauðsynlegur? Húsmæður hafa tekið eftir, að töluverður verð- munur er á möndlum, sem keyptar eru í smá- söluumbúðum erlendis frá og möndlum, sem pakkaðar eru hérlendis. NS tók prufu 18. marz og var niðurstaðan þá: NS tók prufu 18 marz og var niðurstaðan þá: 100 g pakki af möndlum pakkað í Þýskalandi kr 150. 50 g pakki af möndlum pakkað hérlendis kr 110. Var kílóverð á erlend- um pakka kr. 1.500 en á innlendum kr. 2.200 eða um 47% hærra. í báðum tilfellum var vigtin rétt og í samræmi við það, sem prentað var á umbúðir. Stjóm NS hefur lagt mál- ið fyrir verðlagsstjóra. Ney tendasamtök i n þakka S.V.R. Hver notar símann þinn? Árið 1975, skrifuðu NS í blöðin um að mjög erfitt væri fyrir marga að kom- ast til borgarspítalans. Aðeins þeir, sem eru illa slasaðir koma í sjúkrabíl nokkrir koma að vísu í einkabílum, en roskið fólk og böra, sem voru aðeins lítilsháttar slösuð urðu að koma í leigubíl. En leigu- bílar eru mjög dýrir og ekki á færi manna, sem lifa á ellilaununum ein- um. Auk þeirra mörgu þúsunda (50.000 áríð 1976) sem koma á slysadeildina, fer fólk í heimsókn til sjúklinga og eru það oft ömmur og aðrír ættingj- ar, sem hafa tíma til þess. þeir sem gátu ekki keypt sér far með leigubíl urðu að fara í stormi og óveðrí frá strætisvagnastöð nokkur hundruð metra um ómalbikaðan veg. Báðu NS um, að strætis- vagnar kæmu við á plani sjúkrahússins. Hafa NS nú fengið upplýsingar um, að vagnar á leiðum 7, 8 og 9 koma reglubundið við á plani sjúkrahússins og vilja NS því þakka for- stjóra S.V.R. fyrir góða fyrirgreiðslu. EAF Neytendasamtökin fengu í febrúar s.l. símareikn- ing. Það væri ekki frá- sagnarvert, ef reikningur- inn hefði í raun og veru verið fyrir notkun síma NS. En svo var ekki. Reikn- ingurinn var fyrir samtal, sem Jónas S. nokkur hafði átt við O-son í Kenya. Jónas S. var algerlega óþekktur í NS. Gjaldkeri NS fór á innheimtudeild símans og kvartaði. Símapöntunin var athuguð, en þar var allt með felldu. Símanúmer NS 21666 var skrásett þar. Síma- stúlkan athugaði alla Jónasa S., en enginn var með síma- númer, sem var svipað síma- númeri NS og þar við sat. Á meðan gjaldkerinn beið kom kona með svipaða kvörtun. Símareikningur hennar var skuldfærður fyrir símtali manns, sem ekki átti heima þar. Hún þekkti hins vegar manninn, enda var tiltölulega oft spurt um hann og mun hann ekki hafa ósvipað núm- er. Af tilviljun þekkti gjald- keri NS O-son í Kenya og talaði við vini hans á fyrrver- andi vinnustað hans. Þeir þekktu Jónas S. og vinnustað hans. Jónas S. viðurkenndi fúslega að hafa símað til Ken- ya úr síma 26066! Vinnutap gjaldkera var 2 klst. Slík vandræði eru algjörlega úti- lokuð ef stjórn Pósts og síma setti einfalda reglu: Sé pantað langlínusam- tal innanlands eða til út- landa eða sent skeyti, verði það skylda símastúlku að spyrja: Hver er skrifaður fyrir símanum, ekki aðeins hvert símanúmerið er og hver tali. NS hafa gert Póst- og símamálastjóra viðvart og vona að tilmælum þessum verði sinnt. EAF Góð fyrirgreiðsla hjá 17 Ung stúlka kom til Neyt- endasamtakanna skömmu fyrir jól og leitaði ráða hjá þeim. Hún hafði farið í nýja verslun, sem heitir „17“ og keypt þar samfesting. Hún tók ekki eftir því, fyrr en skömmu seinna að efnið í samfestingnum var skorið við bringuna. Enginn annar samfestingur, sömu gerðar var til í versluninni og var kaupanda boðið að gert yrði við flíkina og fengi hún einn- ig 30% afslátt. EAF

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.