Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 5
Jóhannes Gunnarsson í viðtali við Neytendablaðið: Við eigum vaxtarmöguleika og verkefnin krefjast þess að við höldum áfram að eflast. Leysum úr brýnni þörf Margt hefur breyst og ýmislegt áunnist í neytendamálum á undan- förnum árum og áratugum. Starfsemi Neytendasamtakanna hefur eflst og margir telja óraunhæft aö halda aö samtökin geti haldið áfram aö vaxa á næstu árum. Ég er ekki sammála því. Ég minni á aö enn hafa tvö af hverjum þremur heimila landsins ekki séö ástæöu til aö ganga til liðs viö okkur. Einnig er Ijóst aö ríkisvaldið hefur vanrækt þetta starf. Ég leyfi mér aö vona aö úr þessu rætist og trúi aö svo verði. Verkefnin eru aö minnsta kosti svg mörg og mikilvæg aö Neyt- endasamtökin beinlínis veröa aö vaxa. Ég sé ekki fyrir mér neina stöönun í þessu starfi. Viö eigum mikið verk fyrir höndum sem miðar aö því aö bæta aðstæður neytenda á sem flestum sviðum. Þar leysum viö úr brýnni þörf. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson í sam- tali við Neytendablaðið í tilefni af nýaf- stöðnu þingi Neytendasamtakanna. Jó- hannes var endurkjörinn formaður Neyt- endasamtakanna með lófaklappi á þing- inu. Með því hefst fimmta kjörtímabil hans í embætti formanns, árin verða orð- in tíu þegar nýhöfnu tímabili lýkur. Hann hefur verið í fararbroddi á miklum upp- gangstíma í sögu samtakanna og er fyrir löngu orðinn andlit þeirra. Hagsmunagæslumaður neytenda, ekk- ert óviðkomandi. Afskipti hans af neyt- endamálum eiga sér langa sögu. ■ Neytendamál? Reyndar vefst fyrir neytendafrömuðinum strax í upphafi viðtals að skilgreina hug- takið neytendamál sem hann hefur sífellt á vörunum. Byrjar að tala um sögnina að neyta og fær sér vænan bita af unaðslegri súkkulaðiköku með rjóma og jarðarberj- um sem okkur er borin á veitingahúsi í borginni. Sötrar kaffí með mjólk og sykri. Hann lítur efins á blaðamanninn. Vefst tunga um tönn eitt andartak. Afgreiðir málið loks svona: - Hin opinbera skilgreining er sú að neytendamál séu þau mál sem snúast um kaup á vöru og þjónustu til einkanota. Þegar löggjafinn skilgreinir hugtakið hugsar hann fyrst og fremst um viðskipti og málið snýst vissulega um þau. En sviðið er vítt og við skilgreinum víðar en löggjafinn. Raunar eru neytendamálin svo fjölbreytileg að þeir sem starfa í málaflokknum lenda eilíft í því að af- marka sig. Þessi spurning er sífellt á vör- um okkar án þess að við getum alltaf veitt einhlítt svar. Okkar svið spannar allt frá smæstu kaupum upp í mikilvægustu velferðarmál. Við erum að fjalla um allt frá þvotti á fatnaði upp í það sem skiptir miklu fyrir heilsu fólks og hamingju. Við höfum afskipti af málum sem snúast um allt frá óverulegum upphæðum upp í fjárhæðir sem skipta sköpum fyrir af- komu fjölskyldna, segir formaðurinn. ■ Sjö konur Aðdragandi þess að Jóhannes situr nú undir spumingum Neytendablaðsins hófst í Borgamesi fyrir 14 ámm. Þar hreifst alskeggjaður róttæklingur af neyt- endamálunum, með afdrifaríkum afleið- ingum fyrir hann og Neytendasamtökin.- Þettagerðist fyrir tilviljun, segir hann. - Eg var mjólkurfræðingur í Borgar- nesi árið 1978 og framleiddi osta oní neytendur. Ég hafði þá mikinn áhuga á stjómmálum, en hafði ekki velt neyt- endamálum sérstaklega fyrir mér. Bróðir minn hafði reyndar verið ritstjóri Neyt- endablaðsins og ég hafði lesið blaðið. En það var allt og sumt. Þá gerðist það að sjö konur í Borgar- nesi skrifuðu Neytendasamtökunum og 5 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.