Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 6

Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 6
Formannsspjall „ Við þurfum að búa fóik betur undir það að lífa í fióknu neyslusamfélagi. Þar gegnir skólakerfið mikilvægu hlutverki. “ kvörtuðu yfir afleitum viðskiptaháttum í Borgamesi. Þáverandi formaður Neyt- endasamtakanna, Reynir Ármannsson, hringdi í mig og bað mig að auglýsa fund um neytendamál. Þar með komst ég inn í þessa hringiðu og hreifst af málstaðnum, segir Jóhannes. Á fundinum í Borgamesi var stofnað fyrsta neytendafélagið utan höfuðborgar- svæðisins. Formaður: Jóhannes Gunnars- son. Nú eru félögin utan höfuðborgar- svæðisins 16 talsins og Jóhannes hefur setið stofnfundi og endurvakningarfundi þeirra flestra. Hann fór inn í stjóm NS 1978, varð varaformaður 1982 og for- maður 1984. Hefur verið formaður síðan. Kvaddi mjólkurfræðina, flutti suður og fór að starfa á Verðlagsstofnun. Undan- farin ár hefur hann verið í fullu starfi hjá Neytendasamtökunum. En hvað var neytendafrömuðum í Borgarnesi efst í hugafyrir 14 árum? - Tildrög þess að konumar sjö settust við bréfaskriftir voru ekki síst þau að talsvert hafði borið á því að kaupfélagið byði neytendum upp á vömr sem vom útrunnar. Hið nýstofnaða félag hóf mikla og árangursríka baráttu gegn þessum við- skiptaháttum. Við reyndum að auka sam- keppni milli verslana með verðlagseftir- liti og komum á fót vísi að kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu sem stjómarmenn tóku að sér í hjáverkum. Hefurðu á tilfinningunni að neytendur séu meðvitaðri um hlutverk sitt en áður og vandi sig betur við neysluna, ef svo má segja? - Eg held að fólk fylgist betur með markaðnum nú en áður, en markaðurinn er jafnframt orðinn mun flóknari, erfiðari og ágengari. Neyslusamfélagið verður sí- fellt magnaðra. Fólk aflar sér upplýsinga í ríkari mæli og leitar fremur réttar síns nú en þá. Þetta er að minnsta kosti til- finning mín. Samtökin em jafnframt orð- in mun öflugri og þjónustan við neytend- ur hefur aukist. Samtökin geta látið til sín taka með allt öðrum hætti en áður. ■ Framfarir - Á árum áður vom samtökin í ákveðnum vítahring. Félagsmenn voru tiltölulega fáir og samtökin höfðu ekki bolmagn til að vera með marga starfsmenn eða veita mikla þjónustu. Þetta tvennt hélst í hend- ur. Samtökin voru ekki mjög áberandi í fjölmiðlum, en reyndu ávallt að minna á sig á jákvæðan og trúverðugan hátt og ég held að viðhorf almennings til samtak- anna hafi alltaf verið jákvætt. Þegar við fórum út í átak til að fjölga félagsmönn- um fyrir nokkmm árum þurftum við að sækja þá. Samfara því jukum við útgáfu- 6 starfsemina vemlega. Við hringdum ein- faldlega í fólk og buðum því að vera með okkur. Þetta hafði verið reynt áður með góðum árangri, en aldrei eins skipulega. Spumingin er: Hvað ef sambærilegt átak hefði verið gert mun fyrr? Ég er ekki viss um að það hefði skilað síðri árangri þá. Jóhannes er ekki í vafa um að ákveðn- Formaðurinn í ártölum 1949: Fæddur í Reykjavík. 1966: Gagnfræðingur frá Núpi í Dýrafirði. 1971: Lýkur námi í mjólkuriðn í Óð- insvéum í Danmörku. Starfar í faginu næstu níu árin. 1978: Formaður Neytendafélags Borgarfjarðar. Fer í stjórn NS. 1980: Flytur til Reykjavíkur og hef- ur störf á Verðlagsstofnun. 1982: Kjörinn varaformaður Neyt- endasamtakanna. 1984: Kjörinn formaður Neytenda- samtakanna. 1990: Hættir á Vérðlagsstofnun og hefur störf hjá Neytenda- samtökunum. 1992: Endurkjörinn formaður Neyt- endasamtakanna til tveggja ára. ar framfarir hafi orðið í neytendamálum og má rekja þær til margra samverkandi þátta. Samkeppni hefur aukist á mörgum sviðum. Upplýsingar til neytenda og þjónusta við þá hefur aukist. Neytenda- mál eru mun meira til umfjöllunar í fjöl- miðlum en áður. Aðhald með seljendum vöru og þjónustu er öflugra en áður. ■ Að vera neytandi Á hinn bóginn verða starfsmenn Neyt- endasamtakanna þess sífellt varir að stór hluti neytenda er illa undir það búinn að taka þátt í neyslusamfélaginu. Margir kunna einfaldlega ekki að vera neytend- ur. - Það er alveg rétt, en hvers vegna er þetta svo? Hvaða grunnur er lagður að því að fólk kunni að vera neytendur? Hvemig stendur skólakerfið sig til dæm- is? Neytendafræðsla í íslenskum skólum er mjög takmörkuð ef við berum saman við nágrannalönd okkar. Við læmm hver Alexander mikli var, en kunnum ekki að gera einfalda skriflega samninga. Við vitum að margir kennarar hafa áhuga á að tengja neytendamál við ýmsar námsgreinar, en námsefnið er ekki fyrir hendi. - Neytendafræðsla á að miða að því að búa fólk undir þau viðskipti sem það óumflýjanlega gerir á lífsleiðinni. Fólk þarf þjálfun í gagnrýnni hugsun gagnvart gylliboðum markaðarins. Fólk þarf að læra að afla sér nauðsynlegra upplýsinga og þekkja rétt sinn, segir Jóhannes. ■ Landbúnaöarmálin Erfitt getur reynst að nefna einstök bar- áttumál Neytendasamtakanna í gegnum tíðina. Landbúnaðarmál hafa þó verið á- berandi á þingum og ráðstefnum samtak- anna og svo var einnig á nýafstöðnu þingi. En samtökin hafa einatt verið gagnrýnd fyrir að fara offari í ályktunum sínum um landbúnaðarmál, að vilja opna fyrir innflutning landbúnaðarvara með þeirri byggðaröskun sem margir telja að myndi fylgja í kjölfarið. - Ég hef oft heyrt því haldið fram að við hötumst við bændur, en svo er auð- vitað ekki. - Umræðan um landbúnaðarmál hefur verið mikil. Við höfum tekið þátt í henni vegna þess að landbúnaðarvörur skipta neytendur afskaplega miklu máli. Við erum svo heppin að hafa hér góðar land- búnaðarvörur, en þær eru dýrar og vega þungt í neyslu heimilanna. Þær eru dýrar fyrst og fremst vegna þess hve óskyn- samlega stjómvöld hafa skipulagt þessa atvinnugrein og ofstýrt henni svo að framleiðslan er mun óhagkvæmari en vera þyrfti. Við höfum gagnrýnt flatan niðurskurð á framleiðslurétti. Við viljum auka frelsi í framleiðslu og markaðssetn- ingu. Við höfum mótmælt og barist gegn einkasölurétti. Þessi sjónarmið hafa allir fallist á með tímanum. ■ Frelsi - Við höfum í gegnum tíðina fallist á nauðsyn þess að vemda íslenskan land- búnað gagnvart niðurgreiddum landbún- aðarvömm frá öðmm löndum. Við höf- um fallist á innflutningsbann þegar nóg er til af íslenskri gæðavöm. Fólk ætti hins vegar að gera sér ljóst að þróunin í þessum málum verður ekki umflúin. Frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvör- ur milli landa verður aukið um leið og þessi viðskipti fara að lúta siðmenntuð- um lögmálum. Það er einmitt markmið Gatt-samninganna sem við höfum lýst yfir ánægju með. Þar er leitast við að skapa sanngjamar reglur um þessi við- skipti, draga úr niðurgreiðslum, útflutn- ingsbótum, beinum greiðslum til bænda. Þó er þama aðeins verið að stíga eitt NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.