Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 11

Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 11
Neytendasamtökin Tryggingafélögin á hálum ís Nú er um það bil ár um liðið síðan tryggingafélögin settu nýjar reglur um uppgjör bóta vegna líkamstjóns, sem fela í sér mikla afturför frá ríkjandi dóm- venju fyrir tjónþola. Reglur þessar settu tryggingafélögin án nokkurs samráðs við til dæmis samtök neytenda eða lögmenn, sem gæta réttar skjólstæðinga sinna gagnvart félögunum. Helsta breytingin vegna nýju regln- anna er sú að 15 prósent örorka og þar undir er talin óveruleg og því ekki bóta- skyld. Ekkert mark er tekið á útreikning- um tryggingastærðfræðingá varðandi tekjutap vegna örorku af þessari stærð- argráðu. Auk þess á tjónþoli nú að bíða í þrjú ár með sannanlega skerðingu á laun- um. Það þýðir að hann verður að sanna að hann hafi verið tekjulaus frá því slysið varð og má ekki vinna neitt, ella fær hann engar bætur. Samkvæmt hinum nýju reglum tryggingafélaganna ber heldur ekki að greiða miskabætur. Nýju reglumar fela í sér verulega skerðingu á gildandi rétti. Samkvæmt þeim er bótagreiðslan lækkuð um 50 pró- sent vegna skattleysis og hagræðis tjón- þola af því að fá greiðsluna alla í einu í stað þess að bætumar verði greiddar á lengri tíma (eingreiðsluhagræði). Enn fremur hefur framlag í lífeyrissjóð verið lækkað um 50 prósent. Þetta er í algjörri andstöðu við gild- • ••••• Þuríður Jónsdóttir andi rétt í landinu. Því er ekki úr vegi að líta á tvo nýlega dóma hæstaréttar. Þeir ganga þvert á hinar nýju reglur trygg- ingafélaganna og verður ekki séð að þeir feli í sér nokkrar breytingar á eldri dóm- venju. I dómi hæstaréltar frá 20. febrúar 1992 var fjallað um mál manns sem hafði misst framan af fingri í vinnuslysi. I niðurstöðum dómsins kemur fram að vegna skattleysis og eingreiðsluhagræðis eru útreikningar tryggingastærðfræðings lækkaðir um 25 prósent, ekki 50 prósent eins og kveðið er á um í reglum trygg- ingafélaganna. Þá vom manninum dæmdar 300 þúsund krónur í miskabæt- ur, auk vaxta frá þeim degi er slysið varð, þrátt fyrir að reglur tryggingafélag- anna kveði á um að ekki skuli greiddar miskabætur. í dómi hæstaréttar frá 6. desember 1991 var fjallað um mál barns sem skaddaðist á auga og missti sjón. í niður- stöðum dómsins kemur fram að útreikn- ingar tryggingasérfræðings eru lækkaðir um 26,1 prósent vegna skattleysis og ein- greiðsluhagræðis, ekki 50 prósent eins og reglur tryggingafélaganna gera ráð fyrir. Stúlkunni vom einnig dæmdar 200 þús- und krónur í miskabætur, auk vaxta. Báðir dómamir ganga sem sagt þvert á reglur tryggingafélaganna. Því vil ég vara tjónþola við því að afsala sér rétti sínum samkvæmt gildandi rétti, enda þótt freistandi geti verið fyrir marga að fá greiðsluna strax. Þuríður er lögmaður og varaformaður Neytendasam takanna. NEYTENDAFÉLÖGIN - / ÞÍNA ÞÁGU Neytendafélag höfuöborgarsvæöisins: Skúlagötu 26,101 Reykjavík, opið virka daga kl. 9-16, s. 62 50 00. Formaður Jón Magn- ússon. Starfsmenn Elfa Björk Benediktsdóttir og Sesselja Ásgeirsdóttir. Neytendafélag Akraness: Formaður Asdís Ragnarsdótt- ir, Furugrund 17, s. 11932. Neytendafélag Borgarfjaröar: Formaður Ragnheiður Jó- hannsdóttir, Fálkakletti 10, Borgarnesi, s. 71713. Viötals- tímar í Snorrabúð á þriðjudög- um kl. 17-18, s. 71185. Neytendafélag Grundarfjaröar: Formaður Matthildur Guð- mundsdóttir, Grundargötu 23, s. 86715. Neytendafélag Stykkishólms: Formaður Hrafnhildur Hall- varðsdóttir, Tjarnarási 17, s. 81290. Neytendafélag Dalasýslu: Formaður Guðrún Konný Pálmadóttir, Lækjarhvammi 9, Búðardal, s. 41190. Neytendafélag ísafjaröar og nágrennis: Formaöur Aðalheiður Steins- dóttir, Tangagötu 15, 400 ísa- firöi, s. 94-4141. Neytendafélag Skagafjaröar: Formaður Birna Guðjónsdótt- ir, Öldustíg 4, Sauðárkróki, s. 35254. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Glerárgötu 20, pósthólf 825, Akureyri. Opiö kl. 9-13 virka daga, símatími kl. 11 -13, s. 11336, fax 11332. Formaður Vilhjálmur I. Árnason. Neytendafélag Húsavíkur: Formaöur Pálína Hjartardóttir, Garðarsbraut 2, s. 42082. Neytendafélag Seyöisfjaröar: Formaður Guöný Jónsdóttir, Suðurgötu 2, s. 21444. Neytendafélag Noröfjaröar: Formaður Elma Guömunds- dóttir, Mýrargötu 29, Nes- kaupstað, s. 71532. Neytendafélag Fljótsdalshéraös: Formaður Oddrún Sigurðar- dóttir, Laufási 12, Egilsstöð- um, s. 11183. Neytendafélag Austur-Skaftafellssýslu: Formaður Herdís Tryggva- dóttir, sími 81781. Starfsmað- ur Hjördís Þóra Sigurþórsdótt- ir, opiö 13.00-17.00 virka daga, sími 81501. Neytendafélag Suöurlands: Eyrarvegi 29, Selfossi. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-12, s. 22970. Formaður Valgerður Fried, Hjarðarholti 6, s. 21566. Starfsmaður Hall- dóra Jónsdóttir. Neytendafélag Vestmannaeyja: Formaður Ester Ólafsdóttir, Áshamri 12, s.12573. Neytendafélag Suöurnesja: Hafnargötu 90, pósthólf 315, Keflavík. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16, s. 15234. Formaður Drífa Sig- fúsdóttir, Hamragarði 2, Kefla- vík, s. 13764. Starfsmaöur Guðbjörg Ásgeirsdóttir. Stjórn Neytenda- samtakanna: Jóhannes Gunnarsson, formaöur Þuríöur Jónsdóttir, varaformaður Ingveldur Fjeldsted, gjaldkeri Raggý Guöjónsdóttir, ritari Aöalheiöur Steinsdóttir Drífa Sigfúsdóttir Gissur Pétursson Guðrún Jónsdóttir Möröur Árnason Steindór Karvelsson Vilhjálmur I. Árnason Þorlákur H. Heigason Neytendasamtökin eru landssamtök neytendafélaga sem eru starf- andi víöa um land. Félögin veita neytendum á starfssvæöum sínum aöstoö ef óskað er. Einnig er hægt að leita aðstoðar á skrifstofu Neytendasamtakanna aö Skúiagötu 26, 3. hæð, Reykjavík. Opið virka daga kl.9-16, sími 62 50 00. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992 11

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.