Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 12

Neytendablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 12
Kvörtunarþjónustan Afdrifarík bílakaup Framanaf nýiiönu sumri haföi ég vart friö fyrir lög- fræöingum sem sí og æ voru hringjandi meö hót- anir um aö láta hiröa af mér bílinn. Komu raunar heim til mín í eitt skipti. Af einhverjum ástæöum hafa þeir þó ekki látiö veröa af því. Svo farast öldruðum manni orð um afleiðingar bílavið- skipta sem hann gerði fyrir um það bil einu ári. Hann keypti og staðgreiddi bíl á bílasölu og fékk afsal. Hann hugði að fyrri eigandi myndi tilkynna eigenda- skipti og uggði ekki að sér. í byrjun maí á þessu ári komst hann hins vegar að því að svikist hafði verið um að tilkynna eigenda- skiptin. Bíllinn var því áfram á nafni fyrri eiganda. Þá þeg- ar hafði verið gert fjárnám í bifreiðinni vegna skuldar fyrri eiganda. Skuldin var til komin vegna kaupa á tíma- riti. Upphaflega nam hún 28 þúsundum króna, en er nú komin á annað hundrað þúsunda með áföllnum kostnaði og vöxtum. Maðurinn sneri sértil kvörtunarþjónustu Neyt- endafélags Suðurnesja, sem hefur lagt talsverða vinnu í að reyna að greiða úr flækjunni, án árangurs. Fyrri eigandi neitar að borga skuldina. Bæjarfógeti segist ekkert geta gert í málinu. Lögmenn segja ekkert hægt að gera. Hið fræga innheimtufyrirtæki Innheimtur og ráðgjöf seg- ist ekkert vilja slá af kröf- unni. Ekki hefur náðst í kröfueigandann sjálfan. Af tvennu illu er skárra að hinn ólánsami bílkaupandi greiði skuldina fremur en að missa bílinn í hendur kröfuaðilum. „Ég átti mér auðvitað einskis ills von, enda með ólíkindum að slíkt geti gerst. Af þessu hefi ég haft umtalsverð óþægindi og nokkurn kostnað. Auk þess get ég ekki selt bílinn, með- an fyrrgreind eignabönd hvíla á honurn," segir mað- urinn í bréfi til Neytendafé- lags Suðurnesja. Fókus hefur enn ekki boðið viðunandi bœtur vegna myndavélar sem týndist. Fókusmálið enn óleyst Verslunin Fókus í Lækj- argötu hefur enn ekki séö ástæöu til aö leysa kvört- unarmál á hendur versl- uninni sem sagt var frá í síðasta tölublaöi. Vegna þessa vill kvörtunarþjón- usta Neytendasamtak- anna ítreka aö hún getur ekki mælt meö viöskipt- um viö verslunina. Skjólstæðingur kvörtunar- þjónustunnar kom með myndavél til viðgerðar í Fókus í upphafi árs og var tjáð að hann gæti sótt vél- ina að nokkrum dögum liðnum. Svo reyndist þó ekki vera. Myndavélin týnd- ist og nú, nær ári síðar, hefur maðurinn enga myndavél fengið í hendurn- ar. Verslunin hefur ekki vilj- að bjóða viðunandi bætur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir kvörtunarþjón- ustunnar til að leysa málið far- sællega. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi að yfirleitt gengur vel að knýja fram réttmæta lausn á deilumálum neyt- enda við eigendur versl- ana, en Fókusmálið er eitt af fáum dæmum um hið gagnstæða. STENDUR NEYSLAN í PÉR? Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna er opin virka daga kl. 9-4. Sími 62 50 00 ■ Má skila? Nú þegar jólainnkaupin eru í algleymingi er rétt að minna á þá reynslu undanfarinna ára að mörgum hefur reynst erfitt að fá vöru skilað að jólahátíðinni lokinni. Neytendur hafa engan lögbundinn skilarétt á ógallaðri vöru, en sú hefð hefur þó myndast í flest- um verslunum að taka við vörunni aftur sé þess óskað og að vissum skil- yrðum uppfylltum. Mikil- vægt er að kynna sér skilaskilmála verslana fyr- irfram til þess að komast hjá óþægindum síðar. Best er vitaskuld að fá skriflega staðfestingu verslunar á því að skila megi vörunni síðar og þá með hvaða skilmálum, innan hvaða tímamarka og svo framvegis. Margar verslanir hafa fastmótaðar reglur um skil á ógallaðri vöru, en svo er alls ekki um allar verslanir. Um skil á göll- uðum varningi gilda ákvæði kaupalaga, sem áður hafa verið kynnt hér í blaðinu. ■ Slæm þjónusta Kona í Ólafsvík sneri sér til kvörtunarþjónustunnar vegna undarlegrar reynslu af viðskiptahátt- um verslunarinnar Rocký í Ólafsvík. Konan keypti þar skó á dóttur sína. Inn- an skamms uppgötvaði hún að skórnir voru sinn af hvorri stærð. Konan bar vandamálið upp við , eiganda verslunarinnar. í stað þess að leiðrétta málið með bros á vör, eins og flestir myndu gera, brást eigandinn hinn versti við og varð viðskiptavinurinn að yfir- gefa verslunina án þess að hafa fengið úrlausn sinna mála. Konan sneri sér þá til kvörtunarþjón- ustunnar, sem hafði sam- band við eiganda Rocký. Viðbrögð eigandans voru þau sömu; hann vildi ekk- ert gera og taldi málið Neytendasamtökunum einfaldlega óviðkomandi! Málið eróleyst. STARFSMENN: Elfa Björk Benediktsdóttir og Sesselja Ásgeirsdóttir 12 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.