Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 15
Neytendur í Svíþjóð
Að upplýsa neytendur
Fyrirhuguö aöild aö evrópsku efnahagssvæði og hugsanlega Evrópu-
bandalaginu er mikil áskorun til okkar sem eigum aö upplýsa neytendur.
Neytendur þurfa aö vita hvort aðstæður þeirra veröa betri eöa lakari á hinum
ýmsu sviöum, án þess aö hægt sé aö gera þá kröfu aö hver og einn þekki
smáatriði málsins, segir Gudrun Hjelte, ritstjóri sænska neytendablaösins
Rád och Rön, í samtali viö Neytendablaðiö.
Rád och Rön er gefið út af
Konsumentverket og kemur
út mánaðarlega. Blaðið kemur
að jafnaði út í tæplega tvö
hundruð þúsund eintökum og
er aðallega selt í áskrift.
Gudrun Hjelte hefur langa
reynslu af blaðamennsku.
Undanfarin 35 ár hefur hún
starfað á dagblöðum og tíma-
ritum, var meðal annars leið-
arahöfundur í Aftonbladet um
skeið. Þegar blaðamaður
Neytendablaðsins hittir hinn
sænska kollega sinn liggur á
borði hennar ilmandi ferskt
eintak af Rád och Rön þar
sem meðal annars er að finna
grein um konur í EB. Greinin
hefur vakið mikla athygli, en
áberandi hefur verið hve mik-
ið Rád och Rön hefur fjallað
um fyrirhugaða aðild Svíþjóð-
ar að EES og síðar EB. Meðal
annars hefur blaðið birt
greinaflokk um fjölskyldur í
sex EB-löndum.
Þar hafa blaðamenn reynt
að grafast fyrir um aðstæður
og daglegt iíf þessa fólks,
tekjur og útgjöld og þess hátt-
ar.
■ Lesendur vilja vita
- Við fáum símtöl frá lesend-
um sem hljóða eitthvað á
þessa leið: “Getið þið ekki
skrifað eitthvað um þetta með
EB. Við skiljum bara ekki
bofs í því.” Við höfum auð-
vitað hugsað okkur að halda
áfram að fjalla um EES og
EB. Við þurfum að fjalla um
mikilvæga hluti eins og staðla
og þess háttar, segir Hjelte.
Hún segist telja að Svíar
séu almennt frekar illa upp-
lýstir um þær breytingar sem
verða vegna aðildarinnar að
EES.
- Hér er enginn skortur á
upplýsingum, en erfitt getur
reynst að ná til fólks. Mér
finnst umræðan fara fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum.
Mörgum fallast einfaldlega
hendur vegna þess hve viða-
mikið málið er. En þeir sem
lesa Rád och Rön eiga að fá
talsverðar upplýsingar um
þessi mál. Það er brýnt að við
fylgjumst vel með, segir
Hjelte.
Hún bendir á að Svíar eigi
eftir að greiða atkvæði um að-
ild að Evrópubandalaginu, en
um þessar mundir virðist
þjóðin frekar andvíg aðild. Þó
er ljóst að Svíar verða með í
EES.
- Ég held það sé ljóst að
hagur neytenda muni ekki
versna vegna aðildar okkar að
EES. Ég held að reynsla Dana
sýni okkur það. A hinn bóg-
inn efast ég um að ýmsar þær
breytingar sem rætt er um
gangi eftir. Ég hef til dæmis
efasemdir um að vöruúrval
muni aukast svo mjög og að
verðlag muni lækka til muna.
En það er ljóst að það verður
ekki auðveldara að vera neyt-
andi, segir hún.
■ Áhugi fjölmiðla
Áhugi fjölmiðla er misjafn-
lega mikill, en Hjelte telur
hann vera óvenjulega mikinn
um þessar mundir.
- Mjög mikilvægt er að yf-
irmenn fjölmiðla hafi eitthvert
vit á neytendamálum. Sumir
halda enn að þau snúist bara
um potta og pönnur. Ég er
Gudrun Hjelte, ritstjóri
Rád och Rön: Hlutlœgni
er okkur mikilvceg, en það
þýðir auðvitað ekki að við
getum ekki tekið afstöðu. Við
erum með neytendum í liði.
Mynd: Garðar.
ekki frá því að fjölmiðlar sýni
neytendamálum meiri áhuga
nú en oft áður og held það sé
fyrst og fremst vegna hins erf-
iða efnahagsástands. Fjármál
heimilanna eru í brennidepli.
Þegar maður flettir göml-
um blöðum sér maður að
sömu málin koma upp aftur
og aftur. Við erum að fjalla
um mat, verð á mat, leiðir til
að spara, um tæki sem verða
betri og betri, hættuleg leik-
föng, þjónustu banka sem
maður botnar aldrei í, fjármál
heimilanna. Þessi mál koma
aftur og aftur til umfjöllunar.
Umhverfismálin voru til um-
ræðu í byrjun 8. áratugarins,
hurfu um skeið, en eru nú
komin aftur.
■ Tökum afstöðu
- Stefna okkar hjá Rád och
Rön er að fjalla á einfaldan og
meðtækilegan en vandaðan
hátt um neytendamál. Við
leggjum mikið upp úr því að
kannanir sem birtast í blaðinu
séu nákvæmar og ítarlegar.
Kannanimar em dýrar, en þær
verða að vera áreiðanlegar og
trúverðugar. Hlutlægni er
okkur mikilvæg, en það þýðir
auðvitað ekki að við getum
ekki tekið afstöðu. Við erum
með neytendum í liði. Okkar
hlutverk er að sýna neytend-
um fram á hvernig málin
liggja, en þeir verða auðvitað
að velja sjálfir, segir Hjelte.
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992
15