Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 16
Þing Neytendasamtakanna
• Hár flutningskostnaöur.
• Háir óbeinir skattar.
• Skortur á samkeppni.
• Há álagning.
• Óhagstæö innkaup vegna smæöar markaöarins.
• Langur opnunartími verslana.
• Mikill kostnaöur viö verslun vegna offjárfestingar
og langs opnunartíma.
Ofangreind atriði voru öll
nefnd til skýringar á dýrtíð-
inni á íslandi á fundi Neyt-
endasamtakanna um vöruverð
á íslandi.
Fundurinn var haldinn í
vöru.
I öðru lagi sagði Einar að
óbeinir skattar sem legðust á
vöru og þjónustu væru mun
hærri hér á landi en í flestum
öðrum Evrópuríkjum.
Dýrtíðin
tengslum við þing samtak-
anna undir yfirskriftinni:
Hvers vegna er verðlag svo
hátt á Islandi? Er það vegna
fákeppni eða lágmarkaðrar
samkeppni, aðgerða stjórn-
valda, samtaka söluaðila,
óhagstæðra innkaupa eða ein-
hvers annars?
Svar frummælenda á fund-
inum var í raun: Vegna alls
þessa. Um leið voru tillögur
þeirra til úrbóta þær að ná
niður flutningskostnaði, draga
úr óbeinni skattheimtu ríkis-
ins, að örva samkeppni, að
lækka álagningu og að freista
þess að ná hagstæðari inn-
kaupum.
Einar Sveinsson, formaður
Verslunarráðs íslands, taldi
yfirskrift fundarins ekki óeðli-
lega, einkum í Ijósi nýlegrar
verðkönnunar Verðlagsstofn-
unar, þar sem Reykjavík kom
afleitlega út úr samanburði
við sjö aðrar evrópskar borgir.
Einar tiltók þrjár meginorsak-
ir hins háa verðlags á íslandi.
í fyrsta lagi nefndi hann
flutningskostnað vegna fjar-
lægðar frá mörkuðum og
smæð markaðarins. I þessu
sambandi vitnaði hann í þau
orð framkvæmdastjóra Hag-
kaupa að farmgjöld næmu 10-
15 prósent af verði innfluttrar
Loks nefndi Einar skort á
samkeppni, sem að hluta til
mætti skýra með smæð mark-
aðarins. Hann taldi hagræð-
ingu og samkeppni lykilorð í
umræðunni um lækkun vöru-
verðs hér á landi og sagði að
hægt væri að ná fram hagræð-
ingu með ýmsu móti. Jafn-
framt taldi hann að sam-
keppni vegna EES myndi
leiða til lækkunar vöruverðs.
Kristján Jóhannsson, lekt-
or við viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla Islands, gerði
verð á matvörum að umtals-
efni sínu og þá einkum land-
búnaðarvörum. Kristján vitn-
aði í niðurstöður viðamikillar
athugunar sem unnin var á
vegum Hagfræðistofnunar
H.I. fyrir neytendanefnd nor-
rænu ráðherranefndarinnar.
Hann benti á að matvörur
næmu um 20 hundraðshlutum
af útgjöldum heimilanna, en
þó mun meira hjá þeim tekju-
lægstu. Því væri mikilvægt að
ná verði á þessum vörum nið-
ur. Samkvæmt niðurstöðum
könnunar Hagfræðistofnunar
mætti lækka heildarútgjöld
heimilanna um sjö prósent og
heildarútgjöld til matvæla-
kaupa um rúm 40 prósent
með því að gefa innflutning
landbúnaðarvara frjálsan og
16
á íslandi
afnema allar stuðnings- og
vemdaraðgerðir stjórnvalda
hvað varðar landbúnaðarvör-
ur.
Svar Kristjáns við spum-
ingu fundarins var því á þessa
leið: Hvað varðar matvömr
felst svarið í þeirri staðreynd
að einstakri atvinnugrein hef-
ur tekist að halda uppi verð-
lagi með hjálp stjómvalda, til
verulegs óhagræðis fyrir stór-
an meirihluta þjóðarinnar.
„Verslunin stendur undir
dýrum fjárfestingum og háum
fjármagnskostnaði. Við ger-
um þær kröfur til verslunar-
innar að hér sé ekki minna úr-
val en í helstu verslunarhverf-
um stórborganna og opnunar-
tíminn hefur verið að lengjast,
allt til að þóknast okkur neyt-
endum. Verslunin eykst ekki
með lengri opnunartíma og
við gerum okkur grein fyrir
því, að það erum við sem
borgum fyrir allan lúxusinn,"
sagði María E. Ingvadóttir,
sem lét af embætti varafor-
manns Neytendasamtakanna á
þinginu.
María taldi unnt að knýja
fram lækkun verðlags með
hagræðingu, hagstæðari inn-
kaupum, lægri álagningu og
lægri virðisaukaskatti. Þessar
aðgerðir myndu að hennar
mati verða til þess að auka
Von um betri tíð v
Iályktun þings Neytendasam-
takanna um vöruverð eru
stjórnvöld hvött til að skapa
verslun og framleiðslu í landinu
þau skilyrði að hér verði mögu-
legt að byggja upp hagkvæmara
og öflugra viðskipta- og athafna-
líf.
í ályktuninni segir að nauð-
synlegt sé að íslenskir viðskipta-
aðilar hafi ekki verri stöðu vegna
aðgerða stjómvalda en sam-
keppnisaðilar þeirra í öðrum
löndum.
Síðan segir: „Offjárfesting í
verslun hér á landi hefur meðal
annars leitt til hærra verðs til ís-
lenskra neytenda en neytenda í
nágrannalöndum okkar. Innlend
ir framleiðendur neysluvarning^
selja vörur sínar nær undantekn
ingarlaust á mun hærra verði en
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992