Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 23
veldara fyrir okkur alla að
lifa.“
Sveinn fjallaði ítarlega um
gildi gæðamats og taldi að
fyrr eða síðar yrði að taka það
upp, því fyrr því betra. Vék
síðan að þjónustu við neyt-
endur út frá þeirri forsendu að
þjónustan væri fyrir neytand-
ann:
■ Þjónusta - fyrir hvern?
„Eg vil taka eitt mjög skýrt
dæmi um hagsmuni neytand-
ans í þessu sambandi. Þegar
við greiðum fyrir vöru í smá-
sölu, greiðum við samtímis
fyrir framleiðslu hennar,
flutning á sölustað og af-
greiðslu þar. Þá kemur til á-
lita, hvort sölubúðirnar láti í
té afgreiðslu á vörum á þeim
tíma, sem hentugastur er fyrir
neytandann, hvort lokunar-
tíminn sé miðaður við hags-
muni hans eða þá, sem af-
greiða, eða hvort reynt hafi
verið að samrýma hagsmuni
beggja.
Neytendur hafa aldrei verið
spurðir, enda enginn viðbún-
aður af þeirra hálfu í þessu
efni frekar en öðrum. Þó
heyrist ekki annað en að þeim
finnist lítið tillit tekið til sín
og erfitt sé að fá tíma til að
verzla, og nær ókleift um
sumarmánuðina. Mikill fjöldi
manna getur yfírleitt aldrei
verzlað nema með því að fá
frí úr vinnunni - eða laumast
burt. Öllu er lokað samtímis -
að viðlögðum sektum, og það
skiptir engu máli, þótt mönn-
um sé brýnasta nauðsyn að
komast í búðir eftir hinn
mikla lokunartíma. Það er þó
neytendanna vegna, sem
verzlanir eru til, en ekki
vegna þeirra, sem afgreiða þar
eða reka þær. Er ekki til önn-
ur lausn og hagstæðari fyrir
neytendur en sú, að allir stein-
hætti á sama tíma?“
■ Gegn órétti
Mörg dæmi önnur tók Sveinn
um tillitsleysi og lélega þjón-
ustu við neytendur, en hér
verður að stikla á stóru í
löngu erindi. Sveinn fjallaði í
framhaldi af þessu um það
hvemig neytendur gátu náð
fram rétti sínum, teldu þeir
sig órétti beitta.
„Neytandinn getur leitað til
dómstólanna, ef hann telur sig
órétti beittan. En sú leið er
svo seinfarin, áhættusöm og
dýr, að hún veitir neytandan-
um mjög litla vemd í hinum
daglegu viðskiptum hans. Það
hallar alltaf á neytendur, því
að þeir eru sundraðir gagnvart
samtökum, en langoftast er
það það lítið í einu, að þeim
þykir ekki borga sig að „fara í
hart“. Og aðstaða þeirra hefur
líka kennt þeim að láta alltaf
undan nema þegar mælirinn
gerist yfirfullur... Hérþurfa
sterk neytendasamtök að
grípa í taumana. Eg hugsa
mér, að þau gæfu fólki kost á
almennri réttarþjónustu:
þannig að neytendur gætu
leitað þangað, er þeir þættust
órétti beittir, og þessi deild
innan samtakanna tæki þá
málið að sér.
Þau gætu einnig gefið
skjótar upplýsingar um það,
hvort um lögbrot væri að
ræða, og ef það væri skýlaust,
efast ég um, að menn vildu
eiga í málarekstri við samtök-
in, en kysu heldur að sættast...
Málgagn samtakanna myndi
að sjálfsögðu skýra ítarlega
Sveirm Asgeirsson (t.v.) fjall-
aði um nauðsyn þess að
stofna neytendasamtök í októ-
ber árið 1952. Hann varð
fyrsti formaður samtakanna
sem stofnuð voru í mars 1953.
Myndin var tekin þegar
Sveinn afhenti Jónasi Guð-
mundssyni fisksala viðurkenn-
ingarskjal fyrir aðbúnað allan
og hreinlæti.
frá allri starfsemi þeirra, ekki
sízt málaferlum, og mætti bú-
ast við, að tilvera slíkrar rétt-
arþjónustu væri ein nægileg
til að afstýra mörgu óréttlæt-
inu, svo að jafnvel jaðraði við
tillitssemi við neytendur, þar
sem hennar hefði ekki áður
verið vart.“ Lokaorð Sveins
voru þessi:
„...bjartsýni mín er þó ekki
meiri en svo, að ég er viss
um, að hið eina, sem dugar,
eru máttug neytendasamtök,
borin uppi af þeim, sem verst
eru leiknir af ríkjandi við-
skiptaháttum, og sem fylgja
kröfum sínum um gagnkvæmt
tillit fast eftir - eins fast og
þörf gerist. En að einu leyti er
ég bjartsýnn. Þjóðfélag okkar
er þeirrar stærðar, að senni-
lega gætu engir breytt þessu
jafnfljótt og vel og einmitt ís-
lendingar.“
Sjónarhóll neytandans
Sveinn segir frá aðdrag-
anda og viðbrögðum við
útvarpserindum sínum í við-
tali við Neytendablaðið fyrir
tíu árum. Þegar hann flutti
erindi sín í útvarpið var hann
nýkominn frá námi í Sví-
þjóð. Hann stofnaði heimili
og alvara hversdagslífsins
tók við. Innan skamms varð
hann þess áskynja að víða í
samfélaginu gætti verulegs
tillitsleysis gagnvart neyt-
endum.
„Ekki svo að skilja að ég
hafi yfir neinu að kvarta öðr-
um fremur, síður en svo, en
ég fór af ýmsum ástæðum að
líta á hlutina frá þessum
sjónarhóli. Og það var margt
sem kom mér all kynlega
fyrir sjónir. Almennt gerðu
menn þó lítið veður út af
þessu, að minnsta kosti op-
inberlega,“ segir Sveinn í
viðtalinu.
Viðbrögðin við erindinu
voru á ýmsa lund. Að sögn
Sveins vafðist fyrir mörgum
hvemig einhvers konar fé-
lagsskapur ætti að geta bætt
úr aðstæðum neytenda, nóg
væri af félögunum fyrir. Þeir
voru þó margir sem voru
sammála Sveini um að þörf
væri á samtökum neytenda
og eins og áður hefur komið
fram vom þau stofnuð fáein-
um mánuðum eftir að
Sveinn flutti erindi sín í út-
varpi.
Aðrir verða svo að meta
hvort neytendur hafi með
stofnun samtaka komist af
hinni grýttu braut.
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992
23