Neytendablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 24
Rekstur heimilisins
Fyrirhyggja
i fjarmalum
Viö leggjum hart aö okkur viö aö afla tekna
til heimilisins. Hjá stærstum hluta launa-
fólks koma tekjurnar jafnt og þétt, þaö er einu sinni í
viku eöa einu sinni í mánuði, og yfirleitt er um svip-
aöa upphæð aö ræöa hverju sinni. Ööru máli gegnir
um útgjöld heimilisins.
Þau geta verið mjög mismun-
andi frá mánuði til mánaðar.
Utgjöldin verða hærri þegar
við þurfum að greiða af hús-
næðis- og námslánum. Sum-
arleyfi og jól gera strik í
reikninginn hjá flestum.
Skortur á fyrirhyggju getur
gert það að verkum að heimil-
ið þarf að fjármagna ýmis út-
gjöld með lánum.
Margir aðilar hafa hags-
300000
250000
200000
150000
100000
Neysla fjölskyldu II
r 1 I* ■ 'I' ■ 11' -■ T 1 T 1 T 1 T 1 T 1 I' ' 'I
jan feb mars apr maí júní júlí ág sept okt nóv des
Meðal neysla
-j-fjöldskyldu. II
Meðal neysla
fjöldskyldu. I
Fjölskylda 1 Fjölskylda II
Ráöstöfunartekjur 1.800.000 1.800.000
Húsnaeöi - 444.396 - 444.396
Framfærsla - 592.512 -614.400
Fjárfestingar - 600.000 - 600.000
Fjármagnskostnaður 0 - 114.120
Sparnaöur 163.092 27.084
muni af og þrífast á því að við
sýnum sem minnsta fyrir-
hyggju og fjármögnum sem
mestan hluta neyslunnar með
lánum. I bæklingum kortafyr-
irtækja getum við til að
mynda lesið að raðgreiðslur
og greiðsludreifing „auð-
veldi“ okkur að eignast dýra
hluti og að standa straum af
útgjaldatoppum eins og sum-
arleyfi og jólum. Reyndin er
auðvitað þveröfug.
Einu gildir hvemig við
reiknum, við greiðum alltaf
meira fyrir neysluna ef við
fjármögnum hana með lánum.
Öll myndum við væntanlega
taka 15 prósenta launahækkun
fegins hendi. Hví ekki að
hrópa þrefalt húrra fyrir þeim
degi þegar okkur tekst að
losna við yfirdráttinn (15 pró-
sent spamaður) og fyrirhyggj-
an situr í fyrirrúmi.
Súluritið hér á síðunni sýn-
ir að einungis þarf dálítinn
viljastyrk og fyrirhyggju til að
staðgreiða neysluna, án þess
að draga endilega úr henni.
Lausnin felst í því að
leggja til hliðar í þeim mán-
uðum þegar nauðsynleg út-
gjöld em undir meðaltalinu
og nota aukasjóðinn svo þeg-
ar útgjöldin verða meiri, til
dæmis um jólin.
I töflunni hér til hliðar tök-
um við dæmi af tveimur
heimilum.
Þau eru eins að öllu leyti
nema einu; önnur fjölskyldan
staðgreiðir en hin þarf að fjár-
magna hluta af neyslunni með
lánum. Fjölskylda I er sú sem
hefur fyrirhyggjuna í fyrir-
rúmi og losnar þar af leiðandi
við verulegan kostnað vegna
lána.
Mismunur á raunveruleg-
um spamaði hjá fjölskyldu I
og II þegar keypt hefur verið
það sama á árinu 1992 er
136.008 krónur. Skýring á
lægri framfærslukostnaði hjá
fjölskyldu I er að hún fær
staðgreiðsluafslátt á bilinu 3 -
7% af keyptri vöm og þjón-
ustu.
Sólrún Halldórsdóttir
rekstrarhagfræðingur
ráðleggur neytendum.
Lumar þú á ráðum til sparnaðar?
11 viljum við halda
kostnaði við nauðsyn-
legan heimilisrekstur í lág-
marki til þess að geta notað
peningana í eitthvað annað
og skemmtilegra. Spamaður
kemur oft mismunandi niður
á heimilisfólkinu. Til að gera
sparnaðinn sem sársauka-
minnstan þarf útsjónarsemi.
Við lærum hvert af öðru,
líka hvemig við getum spar-
að. Margt smátt gerir eitt
stórt. Ef þú býrð yfir sparn-
aðarráðum, láttu þá heyra frá
þér. Skrifaðu eða hringdu til
Neytendasamtakanna (Skúla-
götu 26, 101 Reykjavík, s.
625000) og við munum birta
spamaðarráðin á þessari
síðu.
Vertu með. Við getum öll
hagnast á því.
24
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992