Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 25

Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 25
Markaðskönnun Mikið úrval kaffivéla af ýmsum stærðum og gerðum þeir eftir að kynna sér niður- stöður gæðakönnunarinnar. Ýmiss konar búnaður Vélamar í markaðskönnun Neytendasamtakanna eru af ýmsum stærðum og gerðum og verða hér nefnd nokkur at- riði sem vert er að hafa í huga þegar svipast er um eftir kaffívél fyrir heimilið. Dropaloki Margar vélanna eru búnar svonefndum dropaloka eða stoppventli, sem gerir það að verkum að hægt er að taka forskot á sæluna, það er að kippa könnunni undan áður en vélin er búin og fá sér kaffi án þess að kaffið í síunni renni niður á hitaplötuna. Lítill skammtur Margar vélanna hafa sérstak- an rofa fyrir litla skammta af kaffi, gjama 2-4 bolla. Samkvæmt dönsku gæða- könnuninni vill kaffið oft verða hálf kalt þegar þessari aðferð er beitt. Auk þess er hætta á að aðferðin dragi úr bragðgæðum vegna þess hve lengi vatnið er þá í snertingu við kaffið. Föst sía Yfirleitt er miðað við að nota kaffipoka, en til eru dæmi um vélar með fastri síu. Hitastig vatnsins Dæmi eru um að hægt sé að stilla vélina á mismunandi hitastig, eftir óskum. Sem fyrr segir benda niðurstöður dönsku gæðakönnunarinnar til þess að margar vélanna virðist ekki ná að hita vatnið nægilega vel. Þrjár vélanna í könnun NS, Philips Café Gourmet, Technivorm Moccamaster og Rowenta FG 35, eiga sam- kvæmt upplýsingum seljenda 25 Markaðskönnun Neytendasamtakanna á kaffivélum náði til 26 verslana í Reykjavík og voru skráð 25 mismunandi vörumerki. Alls eru um það bil 80 tegundir kaffivéla í töflunni hér í næstu opnu. Verð þeirra er æði misjafnt. Meirihlutinn kostar innan við fimm þúsund krónur, en hægt er að fá kaffivélar fyrir mun hærra verð, allt að 15 þúsund krónum. Flestar verslananna sem könnunin náði til veita staðgreiðsluafslátt, gjarna þrjú til fimm prósent. Könn- un Neytendasamtakanna var gerð í nóvember, fyrir gengisfellingu. Hún þarf ekki að vera tæmandi. Kaffiþyrstir íslendingar þurfa ekki að kvarta yfir skorti á framboði á kaffivélum. íslendingum virðist þykja kaffisopinn góður og á flest- um heimilum er notast við sjálfvirkar kaffivélar. f grein í sænska neytendablaðinu Rád och Rön kemur þó fram að vísasta leiðin til að fá gott kaffi er að hella uppá með gamla laginu, helst ekki minna en einn lítra í senn. Gamla aðferðin tekur yfirleitt skemmri tíma en í vélunum, það er að segja sjálf uppáhell- ingin, og meiri líkur eru á að hitinn í nýlöguðu kaffinu verði eins og til er ætlast. Æskilegt er talið að nýlagað kaffi sé 80-90 gráðu heitt áður en því er hellt í bolla, en um það bil 60 gráðu heitt þegar það er komið í bollann. Dönsk gæðakönnun í danskri gæðakönnun, sem kynnt er í blaðinu Rád og resultater, kemur fram að margar kaffivélar ná ekki að hita vatnið eins og æskilegt væri. Það á einkum við þegar lagað er lítið magn, tveir til þrír bollar. Danska gæða- könnunin nær til fáeinna véla sem einnig er að fínna í mark- aðskönnun Neytendasamtak- anna. í umfjöllun danska blaðsins kemur skýrt fram að dýrustu vélamar gefi ekki endilega besta kaffið og að hinn ýmsi búnaður sem marg- ar vélanna hafa sé ekki endi- lega til þess fallinn að auka á gæði kaffisins. Félagsmenn NS geta haft samband við kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustuna óski NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.